Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 6
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næst- komandi og tókust menn á um for- gangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkis- stjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamanna- verkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimil- anna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heil- brigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sig- mundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frá- bært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki for- maður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikil- vægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri. sveinn@frettabladid.is Tekist á um framtíð þjóðar Eldhúsdagsumræður á Alþingi voru haldnar í gær. Þrír þingmenn allra flokka sem sæti eiga á þingi ræddu stöðu lands og þjóðarbús þegar tæpar fimm vikur eru til kosninga. Spánn Réttarhöld eru hafin á Spáni yfir 65 bankamönnum, þar á meðal Rodrigo Rato sem var yfir- maður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á árunum 2004-2007. Hann var einnig um hríð fjármálaráðherra Spánar fyrir Lýðflokkinn, helsta hægri flokk landsins. Mennirnir eru sakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá bankanum Bankia, sem  bjarga þurfti með fé úr ríkissjóði árið 2012, og dregið sér samtals um 12 milljarða evra, en sú fjárhæð sam- svarar um það bil 1.500 milljörðum króna. Þeir eru sagðir hafa notað „óop- inber“ kreditkort  til að greiða fyrir lúxusvarning, ferðalög, hótelgist- ingu, dýran fatnað og skemmtanir af ýmsu tagi. Þetta eru þeir sagðir hafa gert á árunum frá 2003 og allt fram til 2012, sumir hverjir í það minnsta. Þegar bankanum var bjargað árið 2012 urðu um 200 þús- und  manns fyrir fjárhagstjóni þegar hlutafé þeirra í bankanum varð verðlaust. Rato sagði af sér sem bankastjóri Bankia árið 2012, stuttu áður en hann fór næstum því á hausinn. – gb Tugir bankamanna saksóttir á Spáni Rodrigo Rato, vinstra megin við miðju myndarinnar, ásamt Miguel Blesa, fyrr- verandi bankastjóra Caja Madrid, í réttarsal í gær. FRéttaBlaðið/EPa Uppljóstranir Panamaskjalanna voru kornið sem fyllti mælinn. Þegar í ljós kom að þáverandi hæstvirtur forsætisráðherra, hæst- virtur fjármálaráðherra og hæstvirtur innanríkisráð- herra hefðu átt reikninga í skattaskjólum var það í hrópandi mótsögn við samstöðu almennings til að koma hlutum á réttan kjöl eftir hrunið. Óttarr Proppé Björt framtíð Á þessu kjörtíma- bili hefur afar mörgu verið komið til leiðar. Við settum í forgang að bæta skuldastöðu heimilanna sem voru í sárum þegar síðast var gengið til kosninga. Og við höfum á því sviði náð árangri sem vekur athygli langt út fyrir landsteinana. Við töluðum um að létta sköttum af heimilunum og sú stefna hefur tryggt að heimilin halda eftir meira af sjálfsaflafé. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur Við lifum á umbrotatímum þar sem gríðarlega hraðar umbreytingar eiga sér stað. Við okkur blasir flókin og ógnvænleg heimsmynd þar sem öfgar og popúlismi eru orðin yfirþyrmandi veruleiki sem ógnar tilveru okkar allra. Spillingin flæðir upp á yfirborðið í algerri síbylju og áreitið er orðið svo mikið að lang- tímahugsun og samkennd á undir högg að sækja. Birgitta Jónsdóttir Píratar Þing er rofið og við göngum til kosninga vegna skorts á trausti og trúnaði milli þjóðarinnar og stjórn- valda, og vegna atburða þar sem spilling og skatta- skjól voru í lykilhlutverki. Almenningur fékk innsýn inn í það hvernig auðmenn fara að, hvar þeir geyma peningana sína í skjóli fyrir skattinum og hvernig sumir þeirra láta aðra bera sinn hlut í velferðarkerf- inu. Oddný Harðardóttir Samfylkingin Einhvern tíma var sagt að þegar öllu væri á botninn hvolft væri traust efnahagsstjórn stærsta velferðarmálið. Það reyndist rétt. Rúmu ári seinna var Ísland nánast á hausnum með skelfilegum afleiðingum fyrir alla okkar mikilvægu sam- félagslegu innviði. Katrín Jakobsdóttir Vinstri græn Á kjörtímabilinu hefur algjör kúvending orðið á stöðu heimilanna og fólksins í landinu. Með skýrri sýn og markvissri stefnu hefur okkur tekist að leysa flókin verkefni og búa í haginn fyrir framtíðina. Þess vegna er nú svigrúm til að styrkja innviði samfélagsins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknar- flokkur 2 7 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -A B F 4 1 A B 2 -A A B 8 1 A B 2 -A 9 7 C 1 A B 2 -A 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.