Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 12

Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Aflandsreikningar erlendis vekja umræður og spurningar. Menn spyrja: Er það lögbrot að eiga fé á aflandsreikningi? Er það skattsvik? Mega menn ekki ráða því hvar þeir geyma fé sitt? Það eitt að eiga fé á aflandsreikningi á leyndum stað erlendis er feluleikur, en ekki endilega lögbrot. Og athugun hvers máls leiðir í ljós hvort um skattsvik er að ræða. Hvað er þá að? – Nokkur atriði koma til athugunar: • Menn taka stöðu gegn íslensku krónunni með því  að eiga stórfé á aflandsreikningi erlendis, fé sem ekki á rætur í viðskiptum erlendis. Þá veikja menn gjald­ eyrisstöðu Íslands og geta hagnast á fjármálaerfið­ leikum sem verða kunna hér heima. • Ef eigandi slíks fjár gegnir trúnaðarstöðu hérlendis  kann hann að vera vanhæfur í verkefnum, vegna hags­ muna- og trúnaðarárekstra, líka sem maki málsaðila.  Þetta snertir fjármálakerfið, uppgjör slitabúa, skatta­ mál, fjárfestingar o.s.frv. Alveg sérstaklega getur þetta varðað ákvarðanir um afslætti, svo sem t.d. varðandi stöðugleikaframlögin svonefndu. • Leggja ber fram sérstakt skattframtal, svokallað  CFC­framtal, um inneignir á aflandsreikningi erlendis. Ella verða skattskil vart talin fullnægjandi. • Með því að geyma fé sitt á aflandsreikningi  erlendis nýta menn forréttindi umfram aðstöðu almennings, til að fá betri kjör, ávöxtunarkosti, jafnvel skatta o.s.frv. • Ef eigandi slíks fjár gegnir trúnaðarstöðu hérlendis  verður hann að gera vandaða grein fyrir innstæðum sínum og maka síns. Ella kallar hann trúnaðarbrest  yfir sig, og þetta getur varðað upplýsingaskyldu. • Almennt er það talið valda trúnaðarbresti ef  maður í trúnaðarstöðu verslar í laumi um inneignir  við maka sinn, t.d. þegar breytt er lögum um skatta, skattskil, upplýsingamiðlun eða annað slíkt. • Það veldur líka trúnaðarbresti ef maður verður  margsaga um einkafjármál sín eða reynir að þræta fyrir þau. Aflandsreikningar – er nokkuð að þessu? Jón Sigurðsson fv. skólastjóri Það veldur líka trúnað- arbresti ef maður verður margsaga um einka- fjármál sín eða reynir að þræta fyrir þau. Styrkur Viðreisnar felst ekki síst í stöðu flokksins á miðju íslenskra stjórnmála. Það er engum vafa undirorpið að flokkurinn mun sækja fylgi til hægri og vinstri í alþingiskosningunum í nóvember.Tímasetningin er líka góð fyrir Viðreisn. Flokkurinn býður fram í fyrsta sinn á sama tíma og allt logar stafnanna á milli í Framsóknarflokknum og Sam­ fylkingin er allt að því ónýtt pólitískt vörumerki þar sem tíminn frá því að flokkurinn mældist yfir tíu prósentum verður ekki mældur í mánuðum heldur árum. Það er samt margt undirorpið óvissu fjórum vikum fyrir kosningar. Við vitum ekki hvernig oddvitar Við­ reisnar standa sig í kappræðum þótt þeir séu flestir með afar fallegar ferilskrár. Þá vitum við ekki hversu mikil neikvæð áhrif tengsl Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur við Kaupþing banka mun hafa á árangur Viðreisnar í kraganum. Þá hefur Þorsteinn Víglundsson um árabil verið á háum launum við að gæta sérhagsmuna. Fyrst fyrir Samtök álframleiðenda og síðan Samtök atvinnu­ lífsins. Vera kann að það stuði einhverja kjósendur sem gera kröfu um annars konar bakgrunn þegar pólitísk forysta er annars vegar. Ef Viðreisn verður í aðstöðu til að taka þátt í myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum bíður flokksins mjög erfið prófraun. Hvaða styrk mun Viðreisn hafa til þess að leiða kerfisbreytingar í landbúnaði og sjávarútvegi  almenningi til hagsbóta? Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft gnægð tækifæra til kerfisbreytinga en forystumenn flokksins hafa fremur kosið varðstöðu um óbreytt ástand. Þegar sjávarútvegur­ inn er annars vegar er þessi afstaða mjög skiljanleg enda skapar atvinnugreinin mikil verðmæti. Nýleg könnun RÚV á hugðarefnum almennings í aðdraganda kosninga leiðir í ljós að fólki finnst þetta ekki skipta miklu máli. Þannig nefnir yfirgnæfandi meirihluti heilbrigðiskerfið þegar spurt er hvaða mál eigi að leggja mesta áherslu á eftir kosningar. Mörgum finnst hins vegar þyngra en tárum taki að hafa ekki val. Fólk vill búa við frelsi. Það vill geta keypt  grískan fetaost og danska skinku án mikillar fyrirhafnar og án þess að setja sig á hausinn í leiðinni. Fólk fer í mat­ vöruverslanir í útlöndum og veit að fjölbreytni og úrval  er ávísun á aukin lífsgæði. Margir eru jafnvel tilbúnir að  borga aðeins hærra verð fyrir íslenska mjólkurlítrann í staðinn. Það er lítið endurgjald fyrir valfrelsi. Niður­ stöður framangreindrar könnunar benda hins vegar til þess að þetta sé ekki í forgangi hjá almenningi heldur endurbætur á heilbrigðiskerfinu. Engu að síður er þetta ofarlega á blaði hjá mörgum því þetta snertir bæði pyngj­ una og gæði lífs. Þar liggja sóknarfæri Viðreisnar sökum stefnu flokksins í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum.  Ef Viðreisn verður plástur á núverandi ríkisstjórnarsam­ starf verður að meitla það kyrfilega í stjórnarsáttmálann með skematískum hætti að stefnt verði að hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi og auknu frelsi við innflutning á  matvælum. Að öðrum kosti verður Viðreisn aldrei annað en sykurlaus útgáfa af Sjálfstæðisflokknum. Og þá var  kannski betur heima setið en af stað farið. Galopin staða Ef Viðreisn verður plástur á núverandi ríkisstjórnar- samstarf verð- ur að meitla það kyrfilega í stjórnar- sáttmálann með skema- tískum hætti að stefnt verði að hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi og auknu frelsi við innflutning á matvælum. 30. OKTÓBER Í HÖRPU GRAMMY AWARDS 2XBRIT AWARDS MIÐASALA Á HARPA.IS Í tengslum við eigin kjósendur Ný könnun MMR sýnir megna andstöðu við búvörusamningana nýgerðu. Þá hefur því allavega verið svarað með vísindalegum hætti hvort menn séu ósáttir við samningana eða ekki. Það er hins vegar merkilegt að mesta and- stöðuna er að finna hjá kjósendum Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Við- reisnar. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda þessara flokka eru á móti samningunum. Því vekur athygli að meirihluti þingmanna Vinstri grænna og Samfylkingar ákvað að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í þinginu um téða samninga. Er það nú kannski til merkis um að vinstri flokkarnir séu lítið í tengslum við kjósendur sína. Kosningar í nánd Eldhúsdagsumræður voru með hefðbundnu sniði í gær þar sem þingmenn meirihlutans mærðu störf ríkisstjórnarinnar í hástert á meðan stjórnarandstæðingar bentu á það sem miður hefur farið á kjörtímabilinu. Panamahneyksli núverandi formanns Framsóknar- flokksins var mikið á milli tanna stjórnarandstæðinganna en lítið um það rætt meðal stjórnarsinna eins og von var. Hins vegar er gott fyrir land og þjóð að fá einstöku sinnum umræðu um stefnu flokk- anna sem sitja á Alþingi. Ljóst er að komandi kosningabarátta mun að litlu leyti snúast um það heldur um þá atburðarás sem átti sér stað í kjölfar Panamahneykslis þáverandi forsætisráðherra. sveinn@frettabladid.is 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r12 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð SKOÐUN 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 2 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -C E 8 4 1 A B 2 -C D 4 8 1 A B 2 -C C 0 C 1 A B 2 -C A D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.