Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 14

Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 14
Aron einAr tæpur Aron einar Gunnarsson, lands- liðsfyrirliði í fótbolta, er meiddur í kálfa og er óvíst að hann geti verið með íslenska landsliðinu í næstu leikjum strákanna okkar í undankeppni HM 2018. Fyrir- liðinn tognaði í kálfa í leik með Cardiff gegn Leeds í síðustu viku og verður ekki með Blá- fuglunum í kvöld og væntan- lega ekki um helgina. Aron á að koma til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en á mánu- daginn hefjast æfingar fyrir leikina tvo gegn Finnum og tyrkjum sem báðir fara fram í Laugardalnum. Leikurinn gegn Finnlandi er á fimmtudaginn í næstu viku en leikurinn gegn tyrklandi verður sunnudaginn 9. október. Í samtali við vefsíðuna 433.is sagðist Aron einar vera vongóður um að spila leikinn gegn Finnlandi en ekki þarf að útskýra fyrir neinum mikil- vægi fyrirliðans á miðju íslenska liðsins. Í dag 18.15 Meistarad. Messan Sport 18.40 Dortmund - Real M. Sport2 18.40 D. Zagreb - Juventus Sport3 18.40 CSKA - Tottenham Sport4 18.40 Leicester - Porto Sport5 20.45 Meistaramörkin Sport Fæ ekki skilið afhverju Valarenga notaði ekki Elías Már ef drengurinn fær að spila þá skorar hann Konráð Ólafur @Konnieysteins Nýjast Burnley 2 – 0 Watford Efri hlutinn Man. City 18 Tottenham 14 Arsenal 13 Liverpool 13 Everton 13 Man Utd 12 C. Palace 10 Chelsea 10 Southampton 8 West Brom 8 Neðri hlutinn Watford 7 Leicester 7 Burnley 7 Hull 7 Bournemouth 7 M.Boro 5 Swansea 4 West Ham 3 Stoke 2 Sunderland 1 Enska úrvalsdeildin NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell Classic/Fruit/Icemint/Lakrids/Mint/Spearmint/Tropical Fruit lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Notkun hjá fullorðnum 18 ára og eldri: Tyggið hægt þar til finnst sterkt bragð, látið tyggigúmmíið hvíla á milli kinnar og tannholds, tyggið aftur þegar bragðið dofnar, endurtakið í um 30 mínútur. Ekki má kyngja lyfjatyggigúmmíinu. Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Þú skalt nota Nicotinell 4 mg ef þú ert með mikla nikótínþörf, reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring eða ef þér hefur ekki tekist að hætta að reykja með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Annars skaltu nota Nicotinell 2 mg ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Þegar hætta á reykingum: Lengd meðferðar er einstaklingsbundin en varir yfirleitt í a.m.k. 3 mánuði, þá skal draga úr fjölda stk. smám saman. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 stk á sólarhring. Þegar dregið er úr reykingum: Nota skal Nicotinell lyfjatyggigúmmí þegar upp kemur reykingaþörf til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum eins og mögulegt er. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúinn til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Venjulega er ekki mælt með reglulegri notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Samtímis neysla á súrum drykkjum t.d. kaffi eða svaladrykkjum getur dregið úr frásogi nikótíns í kinninni. Forðast skal súra drykki 15 mínútum fyrir notkun lyfjatyggigúmmísins. Frábendingar: Einstaklingar sem ekki reykja, eru með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eða eru yngri en 18 ára eiga ekki að nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Varnaðarorð og varúðarreglur: Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing áður en þú notar Nicotinell því ekki er víst þú megir nota lyfið ef þú: hefur fengið einhverja hjarta eða æðasjúkdóma, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, ert með alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi, með bólgu eða sár í munni, koki, vélinda eða maga, barn á brjósti eða ert á meðgöngu. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sérstakar varúðarreglur varðandi hjálparefni: Nicotinell inniheldur sorbitól (E420): Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er mjög sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið. Tyggigúmmígrunnurinn inniheldur bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar. Inniheldur natríum sem þarf að hafa í huga hjá sjúklingum á saltskertu fæði. Sumar bragðtegundir innihalda auk þess maltitól. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Fæst í 6 bragðtegundum! Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 17/12/15 11:25 FimleiKar Íslenska kvennalands- liðið í hópfimleikum ætlar sér að endurheimta gullið sem það missti til Svíþjóðar þegar eM fór fram hér á landi fyrir tveimur árum. Ísland varð evrópumeistari fyrst árið 2010 en varði titilinn tveimur árum síðar. Í ár fer mótið fram í Maribor í Slóveníu, dagana 12.-15. október, og sendir Ísland lið til þátttöku í fjórum af sex keppnisgreinum. Kvenna- og stúlknalið Íslands eru til alls líkleg og stefna á að berjast um verðlaun en blönduð lið í full- orðins- og unglingaflokki ætla sér einnig að ná langt. „Möguleikar okkar eru góðir,“ sagði Andrea Sif pétursdóttir, fyrir- liði kvennalandsliðsins. „en við ætlum að einbeita okkur fyrst og fremst að frammistöðunni. Fyrsta verk okkar verður að komast úr undanúrslitunum og svo ætlum við að komast á verðlaunapall.“ Keppnislið Íslands fór í gegn um æfingar sínar fyrir fullu húsi áhorfenda í Versölum í Kópavogi á sunnudagskvöld. Þar fengu kepp- endur forsmekkinn að því sem koma skal í Slóveníu. „Það er fullt sem fór úrskeiðis og við fengum því dýrmæta reynslu. Það er sem betur fer nægur tími til að bæta okkur og fínpússa æfingarnar,“ sagði Glódís Guð- geirsdóttir. „Það var gott að fá smá stress í okkur og koma adrenalíninu af stað. Það hjálpar manni að stilla sig inn á eM.“ Blönduðu keppnisliðin hafa styrkst mikið undanfarin ár en unglingaliðið vann til bronsverð- launa á eM fyrir tveimur árum. Framfarir karlanna í liðunum hafa verið miklar á síðustu misserum og þá fékk fullorðinsliðið góðan liðsstyrk er norma Dögg róberts- dóttir kom inn í liðið. „Ég hafði verið sautján ár í áhaldafimleikum og það var orðið tímabært að prófa eitthvað nýtt. Hér eru allir að hjálp- ast að og þetta hefur verið ofboðs- lega skemmtileg reynsla fyrir mig,“ sagði norma Dögg sem hefur verið í fremstu röð í íslenskum áhalda- fimleikum um árabil. Á sunnudag hófst einnig fjár- öflunarátak, Vertu meMm, þar sem skorað er á fyrirtæki að styðja við íslensku keppendurna, sem bera sjálfir kostnað af þátttöku sinni á mótinu – alls 350 þúsund á hvern keppanda. „Við höfum verið að selja klósett- pappír, hárnæringu og sjampó en það þarf meira til. Það munar mikið um styrkina,“ sagði Andrea Sif en Sólveig Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Fimleikasambands Íslands, segir að átakið hafi farið vel af stað. „Við bindum vonir við að fá enn meiri viðbrögð á næstu dögum og að kostnaður keppenda lækki um leið umtalsvert,“ sagði Sólveig. eirikur@frettabladid.is Ætla að endurheimta gullið Evrópumeistaramótið í hópfimleikum fer fram eftir rúmar tvær vikur í Slóveníu. Ísland sendir fjögur lið til keppni en kostnaður hvers keppanda við að taka þátt fyrir hönd þjóðarinnar er 350 þúsund krónur. Íslensku keppnisliðin hafa æft af kappi síðastliðnar vikur og mánuði fyrir EM í Slóveníu sem hefst eftir rúmar tvær vikur. FRéTTAbLAðið/EyþóR 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r i Ð J U D a G U r14 s p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -B A C 4 1 A B 2 -B 9 8 8 1 A B 2 -B 8 4 C 1 A B 2 -B 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.