Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 16
Verkefnið Sýnum karakter er
hugsað sem verkfæri fyrir þjálf-
ara til að hlúa að og efla andlega
og félagslega þætti hjá börnum
og unglingum. Upphaf verkefn-
isins nær aftur til ársins 2012
þegar Ungmennasamband Kjal-
arnesþings, UMSK, í samstarfi
við dr. Viðar Halldórsson, lektor
í félagsfræði við Háskóla Íslands,
fór af stað með verkefnið. Það
hefur verið prófað hjá
nokkrum félögum og
verið í þróun síðan
þá. „Við fundum
út hvaða aðferð-
um við myndum
vilja beita til að
gera þetta sem
auðveldast fyrir
þjálfara, íþrótta-
félögin, héraðssam-
böndin og alla sam-
bandsaðila til að nýta
sér þetta verkfæri,“ segir
Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
verkefnastjóri UMFÍ, sem hefur
starfað við verkefnið frá upphafi.
Ráðstefnan Sýnum karakter verð-
ur haldin í Háskólanum í Reykja-
vík næstkomandi laugardag og
standa ÍSÍ og UMFÍ saman að ráð-
stefnunni sem markar upphaf að
sameiginlegu verkefni og vefsíðu
með sama heiti.
NoteNdavæNt verkefNi
Verkefnið Sýnum karakter bygg-
ir á Framtíðinni, leiðarvísi í þjálf-
un barna og ungmenna sem Viðar
hefur þróað í mörg ár með það
fyrir augum að finna styrkleika
íþróttafólks. Dr. Hafrún Krist-
jánsdóttir, íþróttasálfræðingur
og sviðsstjóri á íþróttasviði Há-
skólans í Reykjavík, er einnig
höfundur að efni Sýnum karakt-
er. „Við erum með hæft fagfólk í
að vinna efnið til að gera það sem
best úr garði og að þetta sé not-
endavænt verkfæri. Þetta á ekki
að vera kvöð fyrir þjálfara held-
ur að blandast í þá þjálfun sem er
til staðar með þeim markmiðum
að vinna með andlega og félags-
lega þætti barna og ungmenna,“
segir Sabína.
mikilvægir þættir
Í verkefninu er einblínt á þann
jákvæða ávinning sem hlýst af
íþróttaiðkun umfram líkamleg-
an, svo sem áhugahvöt, félags-
færni, sjálfstraust, einbeitingu,
leiðtogahæfni og markmiðasetn-
ingu. Sabína segir reynsluna af
verkefninu vera góða. „Með verk-
efninu er ekki bara unnið með
líkamlega þjálfun barna og ung-
menna heldur er verið að byggja
upp sterka einstaklinga til fram-
búðar. Það er gríðarlega mikil-
vægt að leggja áherslu á félags-
lega og andlega þætti. Heilsan er
þríþætt; líkamleg, andleg og fé-
lagsleg, og það er mikilvægt fyrir
barn sem er til dæmis ekki sterk-
ast í greininni tæknilega að það
geti verið mikill stuðningur sem
sterkur leiðtogi. Verkefnið nýtist
líka vel þegar farið er þvert á fé-
lögin, þá fá börn sem eru að æfa
fleiri en eina grein sömu skilaboð
milli íþróttagreina.“
Sterkari eiNStakliNgar
Í Sýnum karakter verkefninu er
hvað mest verið að horfa til barna
og ungmenna á aldrinum þret-
tán til átján ára. „Þetta er ald-
urinn þar sem við erum helst að
finna fyrir brottfalli. Þá er gott að
styrkja alla þessa þætti en verk-
efninu er beitt fyrir yngri krakka
líka. Brottfall er þó ekki endilega
það versta, aðalatriðið er að krakk-
ar finni sér þá eitthvað annað
skipulegt starf til að stunda sem
er fyrirbyggjandi fyrir áhættu-
hegðun. Með verkefninu erum við
vonandi að skila sterkari einstakl-
ingum út í samfélagið. Ég held að
Sýnum karakter sé vannýtt verk-
færi, börn og ungmenni eru hjá
okkur af því þau vilja það. Ef við
sinnum ekki þeim öllum að verð-
leikum og vinnum með styrkleika
þeirra þá er það hlutverk þjálfar-
ans að vera opinn fyrir leiðum til
að styrkja alla,“ lýsir Sabína.
vefSíða opNuð
Ráðstefnan verður haldin næsta
laugardag klukkan tíu í Háskól-
anum í Reykjavík og er þátttöku-
gjald tvö þúsund krónur. Hún
er öllum opin og eru, foreldr-
ar jafnt sem þjálfarar, iðkendur
og aðrir sem áhuga hafa, hvattir
til að mæta. Á ráðstefnunni mun
íþróttafólk og þjálfarar halda er-
indi um ýmsar hliðar þjálfunar
og ræða málið í pallborði og ráð-
stefnugestir geta tekið þátt í um-
ræðunum. Vefsíðan Sýnum kar-
akter verður opnuð sama dag en
þar verða greinar og viðtöl við
þjálfara og afreksíþróttafólk þar
sem helsta umfjöllunarefni er efl-
ing andlegra og félagslegra þátta í
gegnum þjálfun.
Með verkefninu er
ekki bara unnið
með líkamlega þjálfun
barna og ungmenna
heldur er verið að byggja
upp sterka einstaklinga til
frambúðar. Það er gríðar-
lega mikilvægt að leggja
áherslu á félagslega og
andlega þætti. Heilsan
er þríþætt; líkam-
leg, andleg og
félagsleg.
Sabína Steinunn
Halldórsdóttir
fólk er kyNNiNgarblað sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367
Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
lilja björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
Í íþróttaiðkun barna og unglinga eru það litlu hlutirnir sem skipta máli og er unnið með þá jákvæðu nálgun að vinna með styrk-
leika hvers og eins og að hrósa í sýnum karakter.
markmið með verkefninu er að skila sterkari einstaklingum út í samfélagið.
verkefNið vaNNýtt verkfæri
Í verkefninu Sýnum karakter er einblínt á jákvæðan ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlegan. Verkefnið er
verkfæri fyrir þjálfara til að efla og hlúa að andlegum og félagslegum þætti í þjálfun barna og ungmenna.
FYRIRTÆKJAGJAFIR
Sérblað um jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna
og viðskiptavina kemur út 30. september.
Áhugasamir hafi samband við:
Jón Ívar Vilhelmsson
Sími/Tel: +354 512 5429
jonivar@365.is
Í þessu blaði er hægt að kaupa auglýsingar sem og kynningar.
2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
B
2
-A
7
0
4
1
A
B
2
-A
5
C
8
1
A
B
2
-A
4
8
C
1
A
B
2
-A
3
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K