Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 16
Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálf- ara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Upphaf verkefn- isins nær aftur til ársins 2012 þegar Ungmennasamband Kjal- arnesþings, UMSK, í samstarfi við dr. Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fór af stað með verkefnið. Það hefur verið prófað hjá nokkrum félögum og verið í þróun síðan þá. „Við fundum út hvaða aðferð- um við myndum vilja beita til að gera þetta sem auðveldast fyrir þjálfara, íþrótta- félögin, héraðssam- böndin og alla sam- bandsaðila til að nýta sér þetta verkfæri,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, verkefnastjóri UMFÍ, sem hefur starfað við verkefnið frá upphafi. Ráðstefnan Sýnum karakter verð- ur haldin í Háskólanum í Reykja- vík næstkomandi laugardag og standa ÍSÍ og UMFÍ saman að ráð- stefnunni sem markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti. NoteNdavæNt verkefNi Verkefnið Sýnum karakter bygg- ir á Framtíðinni, leiðarvísi í þjálf- un barna og ungmenna sem Viðar hefur þróað í mörg ár með það fyrir augum að finna styrkleika íþróttafólks. Dr. Hafrún Krist- jánsdóttir, íþróttasálfræðingur og sviðsstjóri á íþróttasviði Há- skólans í Reykjavík, er einnig höfundur að efni Sýnum karakt- er. „Við erum með hæft fagfólk í að vinna efnið til að gera það sem best úr garði og að þetta sé not- endavænt verkfæri. Þetta á ekki að vera kvöð fyrir þjálfara held- ur að blandast í þá þjálfun sem er til staðar með þeim markmiðum að vinna með andlega og félags- lega þætti barna og ungmenna,“ segir Sabína. mikilvægir þættir Í verkefninu er einblínt á þann jákvæða ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamleg- an, svo sem áhugahvöt, félags- færni, sjálfstraust, einbeitingu, leiðtogahæfni og markmiðasetn- ingu. Sabína segir reynsluna af verkefninu vera góða. „Með verk- efninu er ekki bara unnið með líkamlega þjálfun barna og ung- menna heldur er verið að byggja upp sterka einstaklinga til fram- búðar. Það er gríðarlega mikil- vægt að leggja áherslu á félags- lega og andlega þætti. Heilsan er þríþætt; líkamleg, andleg og fé- lagsleg, og það er mikilvægt fyrir barn sem er til dæmis ekki sterk- ast í greininni tæknilega að það geti verið mikill stuðningur sem sterkur leiðtogi. Verkefnið nýtist líka vel þegar farið er þvert á fé- lögin, þá fá börn sem eru að æfa fleiri en eina grein sömu skilaboð milli íþróttagreina.“ Sterkari eiNStakliNgar Í Sýnum karakter verkefninu er hvað mest verið að horfa til barna og ungmenna á aldrinum þret- tán til átján ára. „Þetta er ald- urinn þar sem við erum helst að finna fyrir brottfalli. Þá er gott að styrkja alla þessa þætti en verk- efninu er beitt fyrir yngri krakka líka. Brottfall er þó ekki endilega það versta, aðalatriðið er að krakk- ar finni sér þá eitthvað annað skipulegt starf til að stunda sem er fyrirbyggjandi fyrir áhættu- hegðun. Með verkefninu erum við vonandi að skila sterkari einstakl- ingum út í samfélagið. Ég held að Sýnum karakter sé vannýtt verk- færi, börn og ungmenni eru hjá okkur af því þau vilja það. Ef við sinnum ekki þeim öllum að verð- leikum og vinnum með styrkleika þeirra þá er það hlutverk þjálfar- ans að vera opinn fyrir leiðum til að styrkja alla,“ lýsir Sabína. vefSíða opNuð Ráðstefnan verður haldin næsta laugardag klukkan tíu í Háskól- anum í Reykjavík og er þátttöku- gjald tvö þúsund krónur. Hún er öllum opin og eru, foreldr- ar jafnt sem þjálfarar, iðkendur og aðrir sem áhuga hafa, hvattir til að mæta. Á ráðstefnunni mun íþróttafólk og þjálfarar halda er- indi um ýmsar hliðar þjálfunar og ræða málið í pallborði og ráð- stefnugestir geta tekið þátt í um- ræðunum. Vefsíðan Sýnum kar- akter verður opnuð sama dag en þar verða greinar og viðtöl við þjálfara og afreksíþróttafólk þar sem helsta umfjöllunarefni er efl- ing andlegra og félagslegra þátta í gegnum þjálfun. Með verkefninu er ekki bara unnið með líkamlega þjálfun barna og ungmenna heldur er verið að byggja upp sterka einstaklinga til frambúðar. Það er gríðar- lega mikilvægt að leggja áherslu á félagslega og andlega þætti. Heilsan er þríþætt; líkam- leg, andleg og félagsleg. Sabína Steinunn Halldórsdóttir fólk er kyNNiNgarblað sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 lilja björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Í íþróttaiðkun barna og unglinga eru það litlu hlutirnir sem skipta máli og er unnið með þá jákvæðu nálgun að vinna með styrk- leika hvers og eins og að hrósa í sýnum karakter. markmið með verkefninu er að skila sterkari einstaklingum út í samfélagið. verkefNið vaNNýtt verkfæri Í verkefninu Sýnum karakter er einblínt á jákvæðan ávinning sem hlýst af íþróttaiðkun umfram líkamlegan. Verkefnið er verkfæri fyrir þjálfara til að efla og hlúa að andlegum og félagslegum þætti í þjálfun barna og ungmenna. FYRIRTÆKJAGJAFIR Sérblað um jólagjafir fyrirtækja til starfsmanna og viðskiptavina kemur út 30. september. Áhugasamir hafi samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími/Tel: +354 512 5429 jonivar@365.is Í þessu blaði er hægt að kaupa auglýsingar sem og kynningar. 2 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r2 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A Ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A Ð ∙ h e I l s A 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -A 7 0 4 1 A B 2 -A 5 C 8 1 A B 2 -A 4 8 C 1 A B 2 -A 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.