Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 19
Klettur hefur um árabil verið
leiðandi félag í sölu og þjónustu
á breiðri línu vinnuvéla og vöru-
flutninga- og hópferðabíla auk
annarra tækja og tóla. Félagið
hefur undanfarin ár selt Scania
flutningabifreiðar með góðum
árangri en um þessar mundir er
Scania einmitt að kynna nýjar
línur flutningabifreiða sem eru
sérstaklega sniðnar að langflutn-
ingum að sögn Bjarna Arnarson-
ar, sölustjóra fyrirtækisins.
„Nýju línurnar voru fyrst
kynntar á stórri flutningasýn-
ingu í Svíþjóð nú í lok ágúst og
Evrópufrumsýningin verður í
þessari viku á IAA bílasýning-
unni í Hannover. Um er að ræða
R og S gerðirnar en þær henta
mjög vel til langflutninga og
fyrir einyrkja og fyrirtæki þar
sem ökumaður dvelur langtím-
um saman í ökutækinu. Báðar
týpurnar eru með alveg nýjum
húsgerðum. Til að mynda er
S gerðin með sléttu gólfi sem
kemur sér afar vel þegar dvalið
er í bílnum til lengri tíma.“
Glæsileg hönnun
Með báðum gerðunum næst fram
enn frekari eldsneytissparnað-
ur að sögn Bjarna, eða allt að 5%.
„Mikið var lagt upp úr að ná fram-
úrskarandi loftflæði en Scania er
sennilega með fullkomnasta vind-
hermi sem völ er á fyrir stóra bíla.
Einnig má geta þess að hönnunin á
bílunum var unnin í samvinnu við
hönnunardeild Porsche en bæði
merkin eru undirmerki Volks-
wagen Group.“
Að sögn Bjarna er húsið helsta
breytingin frá fyrri gerðum auk
þess sem einnig eru breyting-
ar á fjöðrunarbúnaði og stýris-
gangi. „Mikil vinna var lögð í að
gera vinnuumhverfi ökumanns
óaðfinnan legt út frá vinnuvist-
fræðilegum sjónarmiðum. Stað-
setning ökumanns er bæði flutt
framar og örlítið til hliðar ásamt
því að gluggapóstar eru þynnri en
var áður sem gerir sjónarhorn öku-
mannsins mun betra. Innréttingar
eru auk þess úr vönduðu efni og er
óhætt að segja að ekkert hafi verið
til sparað.“
Vélar sem eru í boði eru 13 og
16 lítra og spanna frá 410-730 hest-
öfl. Samhliða þessari kynningu
kemur einnig ný 500 hestafla 13
lítra útfærsla inn í vélaflóruna að
sögn Bjarna. „Gírkassinn er auk
þess með nýjustu gerð af sjálf-
virkri Oticruse gírskiptingu með
öxulbremsu sem flýtir fyrir öllum
skiptingum. Scania Retarder drif-
línuhemill er nú 4.100 Nm í heml-
unargetu sem eykur öryggi og
meðalhraða til muna.“
Merkileg nýjung
Nú er einnig í boði ýmis þjónusta
fyrir viðskiptavini að sögn Bjarna, t.d. flotastjórnunarkerfi og ökurita-
vistun. „Þá má nefna nýjung sem
er villulestur úr kerfi bifreiðar-
innar yfir netið. Þannig geta bif-
reiðarnar verið nánast hvar sem
er á landinu og
starfsmaður á verkstæði okkar í
Reykjavík séð hvaða villur koma
upp. Um leið er hægt að panta vara-
hluti áður en bíllinn kemur í bæinn
eða þurrka út villukóðann og end-
urræsa bílinn í sumum tilfellum.“
Klettur hefur ávallt lagt mik-
inn metnað í að þjónusta við-
skiptavini sína sem best að sögn
Bjarna enda oft mikið undir. „Við
bjóðum t.d. upp á útkallsþjónustu
á verkstæði, í varahlutum og í hjól-
barðaþjónustu. Einnig eru viður-
kenndir þjónustuaðilar Scania víða
úti á landsbyggðinni.“
Klettur er til húsa að Klettagörðum
8-10 í Reykjavík. Allar nánari upp-
lýsingar má finna á www.klettur.is
Nýjar línur flutningabifreiða frá Scania
Um þessar mundir er Scania að kynna tvær nýjar línur flutningabifreiða sem eru sérstaklega sniðnar að langflutningum. Báðar innihalda
nýjar húsgerðir og betri stjórn á eldsneytiseyðslu auk þess sem nú er boðið upp á villulestur úr kerfi bifreiðarinnar yfir netið.
Vörubílar &
vinnuvélar
27. september 2016
KyNNiNgARblAð Klettur| Hekla | RAG | Askja | Brimborg | Verkfæri ehf. | Kraftur | Vinnuvélar | Kraftvélar
Nýju línurnar í flutningabifreiðum frá Scania voru kynntar í Svíþjóð í lok ágúst. Um er að ræða R og S gerðirnar sem þykja stórglæsilegar og hafa vakið mikla athygli.
Mikil vinna var lögð í að gera vinnuumhverfi ökumanns óaðfinnanlegt.
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
B
2
-8
9
6
4
1
A
B
2
-8
8
2
8
1
A
B
2
-8
6
E
C
1
A
B
2
-8
5
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K