Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 20

Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 20
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Félag vinnuvélaeigenda var stofn- að í desember árið 1953 á skrif- stofu Almenna byggingafélagsins hf. í Reykjavík. Tilgangur félags- ins í upphafi var að efla samstarf vinnuvélaeigenda og gæta sameig- inlegra hagsmuna þeirra. Stofn- endur voru níu einstaklingar frá nokkrum fyrirtækjum, flestum af höfuðborgarsvæðinu og var Jón G. Halldórsson frá Almenna byggingafélaginu fyrsti formaður stjórnar félagsins og gegndi stöð- unni í rúm 34 ár. Haukur Júlíusson lét af for- mennsku stjórnar Félags vinnu- vélaeigenda í vor. Hann segir að framkvæmdir á vegum hers- ins á Keflavíkurflugvelli hafi vissulega átt stóran þátt í stofn- un félagsins en þó hafi vinnuvél- ar verið notaðar hér á landi árin áður. „Það ágætt að halda því til haga að fyrstu ræktunarvélarnar komu hingað alls ótengdar öllum stríðsrekstri en það var á árunum 1942-43 þegar skurðgröfur og ýtur komu til landsins.“ Þensla skapast Með stofnun Sameinaðra verk- taka, og vinnu þeirra fyrir banda- ríska verktaka á Keflavíkurflug- velli, skapaðist þó þensla á vinnu- vélamarkaði og þörfin á að halda reiðu á hlutunum jókst. „Árin fyrir stríð voru þó vinnuvélar í notkun hér á landi en stór hluti þeirra var í eigu ríkisins eða í fé- lagslegri eigu. Ræktunarsambönd fara síðan að eignast vinnuvélar um miðjan fimmta áratug síðustu aldar, ýmis félög í byggingabrans- anum líka og einstaklingar sömu- leiðis.“ Félagsmenn voru annars vegar einyrkjar sem áttu eigin vél og unnu á henni auk stærri fyrir- tækja og verktaka. Árið 1960 voru félagsmenn um 20 talsins en fjölg- aði hægt og rólega næstu árin og töldu um 160 manns fimmtán árum síðar. Almenn hagsmunagæsla og út- gáfa gjaldskrár var þungamiðja félagsins árum saman að sögn Hauks. „Tilgangurinn með út- gáfu gjaldskrár var upphaflega að láta reikna út rekstrarkostnað fyrir vinnuvélar en ekki síður til að veita upplýsingar um verðbreyt- ingar sem urðu á rekstrarkostnaði vélanna yfir tiltekið tímabili.“ Gjaldskráin merkileg Fyrstu áratugina var gjaldskráin gefin út 1-2 sinnum á ári en verð- bólgan fór á fulla ferð undir lok sjöunda áratugarins og árið 1980 var verðskráin gefin út nokkrum sinnum á ári. „Þá reiknaði félag- ið út rekstrarkostnaðinn og birti í gjaldskránni ásamt tölum sem verðlagseftirlitið samþykkti. Þar gætti oft mikils misræmis milli þeirra talna, vinnuvélaeigendum í óhag og gat þar munað allt að 50 af hundraði þegar verst lét.“ Gjald- skráin var merkilegt gagn að sögn Hauks og var m.a. mikið notuð við útboðsgerð af hálfu verkkaupa og tilboðsgerð verktaka. Lagaumhverfið breyttist seinna meir og varð þá óheimilt að gefa út gjaldskrá. Í kjölfarið má segja að almenn hagsmunagæsla ásamt fræðslumálum og umsögnum um lagafrumvörp hafi verið helstu verkefni félagsins síðan. „Svo hefur drjúgur tími farið í að að- stoða vinnuvélaeigendur við að koma sér upp viðeigandi gæða- kerfi enda sú krafa gerð af hálfu verkkaupa. Einnig höfum við veitt aðstoð vegna útboða á tryggingum, staðið fyrir námskeiðum, haldið árlegt útboðsþing, haldið úti vefn- um vinnuvel.is og svo má nefna að mikil vinna fór í endurútreikning erlendu lánanna á sínum tíma.“ fjölbreyttari starfsemi í dag Þegar Félag vinnuvélaeigenda var stofnað um miðja síðustu öld var almenn hagsmunagæsla og útgáfa gjaldskrár þungamiðja starfseminnar. Með tímanum hefur það hlutverk breyst og í dag er starfsemi félagsins fjölbreyttari og víðtækari en áður. Starri freyr jónsson starri@365.is Þessi Caterpillar grafa frá 1964 hefur lokið verkefnum sínum. Önnur af tveimur elstu dragskóflugröfum landsins frá 1942. Hús við bústaðaveg í reykjavík rifið árið 1971. mynd/dagblaðið VíSir 110 tonna krani sem fluttur var til landsins árið 1983 var sá stærsti sinnar tegundar. Hér er hann hífður upp á hafnarbakkann. mynd/SVeinn ÞOrmóðSSOn VÖrUbílar Og VinnUVélar Kynningarblað 27. september 20162 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -8 E 5 4 1 A B 2 -8 D 1 8 1 A B 2 -8 B D C 1 A B 2 -8 A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.