Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 22
Hrönn segir hreina tilviljun hafa
ráðið því að hún gerðist flutninga-
bílstjóri. „Ég byrjaði að keyra hjá
Ölgerðinni árið 2000. Þar vant-
aði meiraprófsbílstjóra og ég var
send í próf. Síðan ílengdist ég bara
í þessu. Á þeim tíma var ég aðeins
með grunnskólamenntun og sá
þetta sem tækifæri til að fá hærri
laun. Í dag held ég að þau þyki því
miður ekki eftirsóknarverð.“
Hrönn færði sig frá Ölgerðinni
til Samskipa og þaðan til Eimskips.
„Ég var fyrsta konan sem starfaði
sem flutningabílstjóri hjá báðum
þessum stóru skipafélögum. Í upp-
hafi ætluðu menn reyndar ekki að
vilja ráða konu en það varð úr og
hafa þó nokkrar kynsystur mínar
fylgt í kjölfarið.“
Aðspurð segist Hrönn hafa
þurft að berjast fyrir tilveru sinni
í fyrstu. „Mér fannst ég þurfa að
standa mig rosalega vel til að vera
samþykkt og fékk yfir mig ýmsar
athugasemdir og skítakomment.
Oft var ég alveg við það að gefast
upp. Í dag bítur hins vegar ekkert
á mig enda veit ég að ég er alveg
jafn góður bílstjóri og karlarnir
og gef þeim ekkert eftir.“
Í dag starfar Hrönn hjá fyrir-
tækinu Akstur & köfun á Patreks-
firði og er aðallega í flutningi á
ferskum fiski. „Ég er fædd og
uppalin á Bíldudal og er svolítið
að loka hringnum með því að gera
út hér á sunnanverðum Vestfjörð-
um,“ segir Hrönn sem keyrir þó
landshorna á milli.
Hrönn segir margt hafa breyst á
þeim árum sem hún hefur starfað
við akstur. „Flutningar hafa auk-
ist mikið. Umferðin hefur almennt
þyngst og að mínu mati stendur
vegakerfið ekki undir henni. Veg-
irnir eru víða ónýtir og varla færir
jeppum. Ef við tökum í jákvæðan
streng þá hefur konum í faginu
fjölgað þó hlutfallið sér reyndar
ekki ýkja hátt en mér finnst það
ánægjulegt.“
Sjálf segist Hrönn hafa reynt
að hætta síðastliðin sex ár. „Það
gengur ekkert enda mikil eftir-
spurn eftir reyndum bílstjórum.“
En hvernig er þetta starf? „Það
felur í sér mikla einveru og þér
þarf að líka ágætlega við sjálfa
þig. Þú þarft að geta haft ofan af
fyrir þér og í mínu tilfelli hefur það
gengið vel. Ég hlusta mikið á skáld-
sögur, reyfara og tónlist en svo
líður mér líka voða vel í þögninni
og keyri ég oft heilu og hálfu leið-
irnar án þess að hlusta á nokkuð.
Líður vel í þögninni
Hrönn Arnfjörð hefur starfað sem flutningabílstjóri í sextán ár. Hún var fyrsti kven-
bílstjórinn sem tók til starfa hjá bæði Samskipum og Eimskip og þurfti að taka á öllu
sínu til að sanna sig í karllægum heimi. Í dag gefur hún körlunum ekkert eftir.
Mér fannst ég þurfa
að standa mig rosalega
vel til að vera samþykkt
og fékk yfir mig ýmsar
athugasemdir og skíta-
komment. Oft á tíðum
var ég alveg við það að
gefast upp. Í dag bítur
hins vegar ekkert á mig
enda veit ég að ég er
alveg jafn góður bílstjóri
og karlarnir og gef þeim
ekkert eftir.
Hrönn Arnfjörð
Vera
Einarsdóttir
vera@365.is
Hrönn segir nauðsynlegt að atvinnubílstjórum líki nokkuð vel við sjálfa sig enda
fylgir starfinu mikil einvera.
Hrönn hefur alltaf verið mikill Scania-
aðdáandi en ekur nú Volvo 750. „Það er
eiginlega toppurinn og ég er við það að
læknast af Scania-dellunni.“
Bíla- og
tækjafjármögnun
Landsbankans
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Landsbankinn býður fyrirtækjum hagkvæma
fjármögnun á bifreiðum, atvinnutækjum,
vélum og ýmsum rekstrartækjum.
VörubÍLAr Og VinnuVéLAr Kynningarblað
27. september 20164
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
B
2
-A
2
1
4
1
A
B
2
-A
0
D
8
1
A
B
2
-9
F
9
C
1
A
B
2
-9
E
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K