Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 28
„Ég var að endurnýja en ég var á minni bíl áður. Ég fékk Atego 1024, sendibíl með kassa og lyftu, af- hentan í janúar og er mjög ánægð- ur með hann,“ segir Ríkharður Traustason sendibílstjóri. Hann hefur ekið sendibíl í þrjátíu ár og yfirleitt keypt Mercedes-Benz þegar komið hefur að því að endur- nýja vinnubílinn. „Ég hef aðallega haldið mig við Mercedes-Benz og hef kunnað vel við þjónustuna hjá umboðinu. Ég þarf náttúrlega að nota bílinn á hverjum degi og þeir hafa sinnt honum hvað varðar viðgerðir og viðhald, þegar þess hefur verið þörf, bæði fljótt og vel,“ segir Rík- harður. Hann segir bílinn hafa reynst afar vel þessa mánuði sem hann hefur þeyst á honum milli staða. „Ég er ánægður með bílinn, hann hefur reynst mjög vel og er í alla staði vel heppnaður. Hann uppfyllir allar mínar kröfur í það minnsta. Skiptingin er góð og hann er afar rúmgóður, þá tekur hann rúmlega 30 rúmmetra í flutning. Ég er á ferðinni allan daginn en það er ekkert þreytandi í þessum bíl.“ Hvað ertu helst að flytja? „Ég flyt hvað sem er, ætli aðal- flutningarnir hjá mér séu ekki á brauði,“ segir Ríkharður sposkur. „Ég er með verktaka í fleiri verk- efnum sem eru þá á eigin bílum. Ég er einn á þessum bíl,“ segir hann og lætur vel af sendibílstjórastarfinu. Það sé síður en svo leiðigjarnt að aka bíl daginn út og inn í tugi ára. „Þetta er alls ekki verra en hvað annað. En jú, það er ekki verra að hafa gaman af því að keyra og svo er gott að endurnýja bílinn öðru hvoru. Það lífgar upp á tilveruna.“ Uppfyllir allar mínar kröfur Ríkharður Traustason sendibílstjóri fékk afhentan nýjan Atego sendibíl frá bílaumboðinu Öskju í janúar síðastliðnum. Hann er hæstánægður með bílinn og hreint ekki orðinn þreyttur á akstrinum sem staðið hefur sleitulaust í þrjátíu ár. „Askja hefur náð góðum árangri í sölu á Atego sendibílum á undan- förnum árum og í tilefni þess hefur framleiðandinn, Mercedes- Benz, tekið höndum saman við Öskju. Fram að áramótum verð- ur Atego bíllinn á betri kjörum en áður,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, sölumaður vörubifreiða hjá bíla- umboðinu Öskju. Hrunið setti ákveðið strik í reikninginn hvað varðar endur- nýjun á atvinnubílum. Því hefur byggst upp mikil þörf á endurnýj- un í þessum geira að sögn Eiríks. Það sé orðið áríðandi að yngja upp flotann, nýrri bílar séu sparneytn- ari og mengi minna. Því sé til mik- ils að vinna. „Auk þess verða bílarnir stöð- ugt fullkomnari og endalaust verið að reyna að gera betur hvað varðar vinnuumhverfi ökumanns- ins,“ segir Eiríkur og hvetur áhugasama til að panta reynslu- akstur. „Askja er með Atego sýningar- bíl sem hægt er að fá að reynslu- aka. Einnig er boðið upp á að fá okkur í heimsókn í fyrirtæki til að kynna nýjan Atego og bjóða upp á reynsluakstur.“ Hægt er að panta reynsluakstur í síma 590-2120. Atego – fyrir atvinnulífið Atego sendibílar þjóna öllum geirum atvinnulífsins að sögn Eiríks Þórs Eiríkssonar, sölumanns vörubifreiða hjá bílaumboðinu Öskju, umboði fyrir Mercedes-Benz á Íslandi, enda vinsælasti sendibíllinn af 8-15 tonna stærð. Ríkharður Traustason sendibílstjóri fékk afhentan nýjan Atego 1024 sendibíl í janúar síðastliðnum. Mynd/EyÞóR Bíllinn er rúmgóður og þægilegur í akstri. „Bíllinn uppfyllir allar mínar kröfur,“ segir Ríkharður. „Skiptingin er góð og hann er afar rúmgóður, þá tekur hann rúmlega 30 rúmmetra í flutning. Ég er á ferðinni allan daginn en það er ekkert þreytandi í þessum bíl.“ Eiríkur Þór stendur hér við Mercedes-Benz Atego 1024 reynsluakstursbíl. Vörukassinn er frá Vögnum & þjónustu ehf. Mynd/ASkjA HEiTi á SÉRBlAði kynningarblað 27. september 201610 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -D D 5 4 1 A B 2 -D C 1 8 1 A B 2 -D A D C 1 A B 2 -D 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.