Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 34
Móses Halldórsson er sviðsstjóri
hjá Ársæli og ber ábyrgð á rekstri
bílaflotans. „Við erum með einn
Man 26 tomma vörubíl, átta manna
VW Transporter fólksflutninga-
bíl, 14 manna Ford Econoline og
tvo Nissan Patrol, breytta jeppa.
Allir þessir bílar eru komnir til
ára sinna. Einnig erum við með
snjóbíl,“ útskýrir Móses og bend-
ir á að bílarnir þurfi töluvert við-
hald. „Snjóbíllinn og Transporter-
inn eru báðir búnir að vera í við-
gerð undanfarið.“
Móses segir að hver bíll hafi tvo
umsjónarmenn. „Það er sjálfboða-
liðastarf og menn eru misvirkir.
Ég stýri verkefnastjórn á þessu
sviði. Ætli ég sé ekki með þúsund
tíma á ári í sjálfboðavinnu í þessu
verkefni,“ segir hann. „Patrol
jepparnir eru árgerðir 2007 og
2008 en til stendur að endurnýja
tvo bíla í vetur.“
Þegar Móses er spurður hvort
útgerðin á bílunum sé dýr, svar-
ar hann því játandi. „Hins vegar
munar miklu að hafa menn í sjálf-
boðavinnu sem sjá um töluvert við-
hald og gera fyrirbyggjandi að-
gerðir. Við endurnýjuðum vöru-
bílinn fyrir tveimur árum en hann
er notaður til að flytja snjóbílinn
í útköll. Sömuleiðis gagnast hann
vel í flugeldasölu um áramót. Við
notuðum hann í sumar til að flytja
gáma inn á hálendið og við erum á
leið til Akureyrar að sækja timb-
ur fyrir rústasveitina okkar. Allir
okkar bílar eru mikið notaðir,“
segir hann.
Móses segir að ekki standi til
að stækka bílaflotann vegna pláss-
leysis í bækistöðinni í Gaujabúð á
Seltjarnarnesi. „Það hefur verið í
umræðunni að kaupa fjórhjól eða
sleða en við höfum ekki nægjan-
lega stórt húsnæði fyrir slík tæki.
Jepparnir okkar þurfa að vera mjög
vel útbúnir og breyttir fyrir jökla-
ferðir, einnig þurfa þeir að hafa
öflugan tölvu- og fjarskiptabún-
að. Þeir þurfa að hafa forgangs-
akstursljós og gul ljós svo eitthvað
sé nefnt. Þetta er mikil útgerð,“
segir Móses. „Bílunum er breytt
eftir að þeir koma til landsins,“
segir hann enn fremur. Landsmenn
njóta síðan góðs af þessu góða sjálf-
boðaliðastarfi og fagna því að sveit-
in sé vel búin tækjum og tólum.
Vel útbúnir bílar hjá Ársæli
Björgunarsveitin Ársæll er öflug sveit frækinna manna og kvenna. Fyrir utan stóra og verklega bíla hefur sveitin slöngubáta og harðbotna
björgunarbát til umráða auk björgunarskips. Allur búnaður er sérhæfður til leitar- og skyndihjálpar.
Ætli ég sé ekki með
þúsund tíma á ári í
sjálfboðavinnu í þessu
verkefni.
Móses Halldórsson
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Móses Halldórsson, sviðsstjóri hjá Björgunarsveitinni Ársæli, stendur hér við breyttan Nissan Patrol. MYND/GVA
VöruBílAr oG ViNNuVélAr Kynningarblað
27. september 201616
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
B
2
-B
0
E
4
1
A
B
2
-A
F
A
8
1
A
B
2
-A
E
6
C
1
A
B
2
-A
D
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K