Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 42
Meðal þess verðmæta farms sem
fluttur er á þjóðvegum landsins
með vöruflutningabílum allt árið
er ferskur fiskur. Útflutningur á
fiski skiptir þjóðarbúið gríðarlega
miklu máli og við flutning þess
farms skiptir tvennt mestu máli:
rétt hitastig í vagninum og stutt-
ur flutningstími.
Einn þeirra bílstjóra sem standa
í stórræðum allt árið er Gísli Ás-
geirsson en fyrirtæki hans flytur
eldislax frá Vestfjörðum víða um
land. Flutningurinn á eldislaxi hófst
árið 2010 og hefur vöxturinn verið
hraður undanfarin ár. „Við notum
3-4 bíla á dag nánast allt árið við
flutning á ferskum eldislaxi. Fisk-
urinn fer bæði í flug á Keflavíkur-
flugvelli og við keyrum farminn
víða um land, t.d. til Akureyrar,
Seyðisfjarðar, Vestmannaeyja og
fleiri staða. Þar er fiskurinn lest-
aður um borð í skip til að tryggja
sem stystan vinnslutíma.“
Hitastigið mikilvægt
„Til dæmis keyrum við fisk til
Reykjavíkur á fimmtudegi þar
sem hann er lestaður um borð hjá
Samskip. Svo siglir skipið af stað
og kemur næst við í Vestamanna-
eyjum þar sem meiri fiskur er
lestaður um borð degi síðar.“
Við flutning á svo verðmætum
farmi skiptir hitastigið öllu máli
að sögn Gísla. „Þar sem við erum
með nýjustu bíla og vagna náum
við að stýra því mjög vel. Framleið-
endur og kaupendur eru eðlilega
mjög stífir á þessum þætti þegar
kemur að flutningi laxins. Þeir
geta meira að segja fengið afrit úr
vagninum ef einhver kvörtun berst
þar sem hægt er að sjá nákvæm-
lega hvert hitastigið var á hverjum
tíma.“ Fyrir utan hitastigið skipt-
ir auðvitað flutningstíminn sjálfur
miklu máli að sögn Gísla svo fisk-
urinn haldist sem lengst ferskur.
„Það á helst bara að flytja fiskinn
beint á áfangastað og helst ekki að
færa hann milli bíla.“
Fjölskyldan stundum með
Gísli er á ferðinni nánast alla daga
ársins og það ekki á hefðbundn-
um skrifstofutíma. „Fjölskyldu-
meðlimir fá stundum að fljóta
með enda ekki annað hægt þegar
vinnutíminn er svona. Við hjón-
in eigum tvo stráka og eina stelpu
sem koma stundum með og þeim
finnst gaman að vera í vinnunni
með pabba sínum enda aldrei of
snemmt að þjálfa nýja bílstjóra
upp. Einnig kemur frúin stundum
með og þannig verða vinnuaðstæð-
ur aðeins fjölskylduvænni fyrir
vikið enda er ég lítið heima hjá
mér og á ferðinni á öllum tímum
sólarhrings. En börnin mín þekkja
svo sem ekki neitt annað.“
Vöxturinn hefur verið mikill og
hraður undanfarin ár og hann sér
fram á annasama tíma. „Þetta er
bullandi vinna allan sólarhringinn
en samstarfið við ólíka aðila í öllu
ferlinu er gott. Og með svo traust
farartæki kemst farmurinn frek-
ar ferskur á leiðarenda á góðum
tíma.“
Mikilvægur fyrir þjóðarbúið
Rétt hitastig í vagninum og stuttur flutningstími skiptir mestu máli þegar ferskur fiskur er fluttur út eða til vinnslu. Þetta er
annasamt starf sem þarf að sinna á öllum tímum sólarhrings og þá er gott að leyfa einstaka fjölskyldumeðlimum að fljóta með.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Gísli Ásgeirsson keyrir eldislax alla daga og nýtur stundum aðstoðar yngri fjölskyldumeðlima.
Starfið er annasamt og unnið á öllum tímum sólarhrings við mismunandi aðstæður.
Vörubílar oG VinnuVélar Kynningarblað
27. september 201624
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
B
2
-C
9
9
4
1
A
B
2
-C
8
5
8
1
A
B
2
-C
7
1
C
1
A
B
2
-C
5
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K