Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.09.2016, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 27.09.2016, Qupperneq 42
 Meðal þess verðmæta farms sem fluttur er á þjóðvegum landsins með vöruflutningabílum allt árið er ferskur fiskur. Útflutningur á fiski skiptir þjóðarbúið gríðarlega miklu máli og við flutning þess farms skiptir tvennt mestu máli: rétt hitastig í vagninum og stutt- ur flutningstími. Einn þeirra bílstjóra sem standa í stórræðum allt árið er Gísli Ás- geirsson en fyrirtæki hans flytur eldislax frá Vestfjörðum víða um land. Flutningurinn á eldislaxi hófst árið 2010 og hefur vöxturinn verið hraður undanfarin ár. „Við notum 3-4 bíla á dag nánast allt árið við flutning á ferskum eldislaxi. Fisk- urinn fer bæði í flug á Keflavíkur- flugvelli og við keyrum farminn víða um land, t.d. til Akureyrar, Seyðisfjarðar, Vestmannaeyja og fleiri staða. Þar er fiskurinn lest- aður um borð í skip til að tryggja sem stystan vinnslutíma.“ Hitastigið mikilvægt „Til dæmis keyrum við fisk til Reykjavíkur á fimmtudegi þar sem hann er lestaður um borð hjá Samskip. Svo siglir skipið af stað og kemur næst við í Vestamanna- eyjum þar sem meiri fiskur er lestaður um borð degi síðar.“ Við flutning á svo verðmætum farmi skiptir hitastigið öllu máli að sögn Gísla. „Þar sem við erum með nýjustu bíla og vagna náum við að stýra því mjög vel. Framleið- endur og kaupendur eru eðlilega mjög stífir á þessum þætti þegar kemur að flutningi laxins. Þeir geta meira að segja fengið afrit úr vagninum ef einhver kvörtun berst þar sem hægt er að sjá nákvæm- lega hvert hitastigið var á hverjum tíma.“ Fyrir utan hitastigið skipt- ir auðvitað flutningstíminn sjálfur miklu máli að sögn Gísla svo fisk- urinn haldist sem lengst ferskur. „Það á helst bara að flytja fiskinn beint á áfangastað og helst ekki að færa hann milli bíla.“ Fjölskyldan stundum með Gísli er á ferðinni nánast alla daga ársins og það ekki á hefðbundn- um skrifstofutíma. „Fjölskyldu- meðlimir fá stundum að fljóta með enda ekki annað hægt þegar vinnutíminn er svona. Við hjón- in eigum tvo stráka og eina stelpu sem koma stundum með og þeim finnst gaman að vera í vinnunni með pabba sínum enda aldrei of snemmt að þjálfa nýja bílstjóra upp. Einnig kemur frúin stundum með og þannig verða vinnuaðstæð- ur aðeins fjölskylduvænni fyrir vikið enda er ég lítið heima hjá mér og á ferðinni á öllum tímum sólarhrings. En börnin mín þekkja svo sem ekki neitt annað.“ Vöxturinn hefur verið mikill og hraður undanfarin ár og hann sér fram á annasama tíma. „Þetta er bullandi vinna allan sólarhringinn en samstarfið við ólíka aðila í öllu ferlinu er gott. Og með svo traust farartæki kemst farmurinn frek- ar ferskur á leiðarenda á góðum tíma.“ Mikilvægur fyrir þjóðarbúið   Rétt hitastig í vagninum og stuttur flutningstími skiptir mestu máli þegar ferskur fiskur er fluttur út eða til vinnslu. Þetta er annasamt starf sem þarf að sinna á öllum tímum sólarhrings og þá er gott að leyfa einstaka fjölskyldumeðlimum að fljóta með. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Gísli Ásgeirsson keyrir eldislax alla daga og nýtur stundum aðstoðar yngri fjölskyldumeðlima. Starfið er annasamt og unnið á öllum tímum sólarhrings við mismunandi aðstæður. Vörubílar oG VinnuVélar Kynningarblað 27. september 201624 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B 2 -C 9 9 4 1 A B 2 -C 8 5 8 1 A B 2 -C 7 1 C 1 A B 2 -C 5 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.