Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 43

Fréttablaðið - 27.09.2016, Síða 43
 „Nú um áramótin taka gildi nýjar reglur frá Evrópusambandinu sem gera strangari mengunarkröfur til vörubíla en verið hefur. Þá þurfa allir framleiðendur að koma með vélar sem uppfylla þennan staðal sem kallast Euro 6C en var áður Euro 6,“ útskýrir Guðmundur Bjarnason, sölumaður hjá Krafti, sem hefur haft söluumboð fyrir MAN hér á landi frá upphafi. „Af þessu tækifæri hafa þeir hjá MAN gripið tækifærið og koma þeir með vélar sem upp- fylla þessar kröfur um minni út- blástursmengun en eru kraftmeiri um leið og hestöflunum fjölgar um tuttugu frá því sem verið hefur í þessum stóru bílum. Í stærstu bíl- unum höfum við verið með 520 og 560 hestafla mótora sem verða núna 540 og 580 hestöfl. Svo bætist við einn mótor sem er 640 hestöfl.“ Guðmundur bætir við að sömu reglur gildi hér á landi og gilda í ríkjum Evrópusambandsins; allir bílar sem fluttir verða inn eftir áramót þurfa að uppfylla þennan nýja staðal til þess að þeir fáist skráðir, en allir nýir bílar frá MAN gera. Hann nefnir líka að nýju bílarnir verði sparneytnari en áður enda hafa framleiðendur lagt áherslu á að svo verði. Nýju MAN bílarnir hafa fengið lítils háttar andlitslyftingu að utan og að innan gefa hlýir litir ásamt nýjum efnum og bólstrun í sætum nýja módelinu ferskt útlit. „Aðal- atriðin eru eins og í fyrri útgáfum af bílunum. Breytingarnar eru í raun bara til þess að það sjáist að bíllinn sé nýr,“ segir Guðmundur í léttum dúr. MAN líka með sendibíla Það eru fleiri nýjungar á leiðinni frá MAN en á IAA sýningunni sem nú stendur yfir í Hannover í Þýskalandi verða nýir sendibílar og minni flokkabílar kynntir. Þetta er í fyrsta sinn sem MAN býður upp á sendibíla og minni flokka- bíla. Fram að þessu voru 7,5 tonn- in það minnsta sem MAN bauð upp á, en nú verða það þrjú tonn. Með TGE kemur léttflutningabíll í hóp fjölda milli- og þungaflutninga- bifreiða. „Með tilkomu TGE verð- ur þungasvið MAN frá 3 tonnum upp í 44. MAN er að þróast í alls- herjar þjónustuaðila þegar kemur að því að veita lausn á öllum flutn- ingsverkefnum. Með TGE mun MAN veita alla þá þjónustu sem viðskiptavinir þeirra þekkja frá stærri bifreiðaflokkunum yfir í sendibifreiðaflokkinn. Besta lausnin fyrir viðskiptavininn er alltaf aðaláherslan,“ segir Guð- mundur. Hann bætir við að auk lokaðs sendibíls og vinnubíls, sé fjöldi möguleika á yfirbyggingum aukinn með grindarbílum með ein- földu húsi eða flokkahúsi. „Flokka- húsið verður fáanlegt í fjölda út- færslna. Í hinum nýja TGE verða tvær hjólhafsútfærslur, þrjár þak- hæðir og þrjár bíllengdir í boði.“ Sala á MAN TGE hefst í mars á næsta ári og framleiðsla fer í gang í apríl. Fyrstu löndin til að fá TGE eru Þýskaland, Austurríki, Sviss og Holland. Fyrstu afhendingar í þeim löndum eru tveimur mán- uðum eftir að framleiðsla hefst. Önnur lönd innan Evrópu fá TGE afhenta síðar og verður hann lík- lega til sölu hér á landi árið 2018. Fimmtíu ára afmæli Krafts Kraftur hefur eins og áður segir flutt MAN bíla til landsins frá upp- hafi. Í nóvember fagnar fyrirtæk- ið fimmtíu ára afmæli sínu en það hefur alltaf verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar. „Við ætlum að fagna þessum tímamótum með veislu- höldum þegar þar að kemur. Ann- ars er nóg að gera hjá okkur þessa dagana og finnum við fyrir meiri eftirspurn eftir nýjum bílum. Það hefur verið uppsveifla í þessu á þessu ári og því síðasta. Menn eiga þó meira sjálfir í bílunum en áður tíðkaðist og þurfa því ekki að taka jafn há lán og áður. Það er því óhætt að segja að fólk hafi lært af reynslunni,“ segir Guðmundur. Kraftmeiri og umhverfis- vænni bílar frá MAN Nýir, umhverfisvænni, kraftmeiri og sparneytnari vörubílar frá MAN koma á markað um næstu áramót. 2017 módelin frá MAN verða allt upp í 640 hestöfl og uppfylla nýja staðla um útblástur. Guðmundur Bjarnason sölumaður hjá Krafti. MYND/ANTON BRINK Allir bílar sem fluttir verða inn eftir áramót þurfa að uppfylla nýjan staðal til þess að þeir fáist skráðir. 2017 módelin frá MAN verða allt upp í 640 hestöfl. Þeir eru umhverfisvænni og sparneytnari en eldri gerðir. Nýju bílarnir frá MAN hafa fengið smá- vegis andlitslyftingu. Kraftur hefur flutt MAN bíla til landsins frá upphafi. Í nóvember fagnar fyrirtækið fimmtíu ára afmæli sínu en það hefur alltaf verið í eigu sömu fjölskyldunnar. CW gildi útblástursins í MAN TGE er aðeins 0.33 og verður sparneytnasti bíllinn í sínum flokki. Lágur viðgerðar- og viðhaldskostnaður er einnig heillandi. Með þyngdarsvið frá þremur tonnum upp í 44 tonn mun MAN geta boðið upp á fjölbreytt úrval þjónustu- og flutningabifreiða. Kynningarblað VöRuBÍLAR OG VINNuVéLAR 27. september 2016 25 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -D 8 6 4 1 A B 2 -D 7 2 8 1 A B 2 -D 5 E C 1 A B 2 -D 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.