Fréttablaðið - 27.09.2016, Qupperneq 48
„Við rekum fjölskyldufyrirtæki
með jarðýtur, vörubíla, krana-
bíl og gröfu. Maður stekkur bara
á milli tækja eftir þörfum. Ætli
ég sé ekki betri á gröfunum en
hinum. Ef maður getur skorið
gúrkur með gröfunni getur maður
jafnað lóðir,“ segir Grétar Gríms-
son gröfumaður, sem hampar titl-
inum gröfumeistari ársins á Sel-
fossi fjórða árið í röð. Keppnin fór
fram á hátíðinni Tvær úr Tungun-
um í ágúst.
Fyrir keppendur voru lagðar
ýmsar nákvæmnisþrautir, svo sem
að koma litlum boltum í mjólkur-
dunk, raða upp rörum í pýramída
og sneiða grænmeti. Grétar segir
ákveðna lipurð þurfa til að vinna
slíka keppni en tekur lítið undir
þegar hann er spurður hvort hann
hljóti ekki að vera fremstur meðal
jafningja þar sem hann hefur
unnið keppnina ár eftir ár.
„Ég myndi nú aldrei ganga svo
langt að fullyrða það. Það eru til
svo margir góðir gröfumenn. Ætli
það hafi verið nema átta keppend-
ur þarna. Það þyrfti auðvitað að
halda keppni á landsvísu í þessu.
Ég myndi taka þátt í henni. En
jú, maður þarf að vera góður í að
stjórna gröfunni og vera nákvæm-
ur. Ein þrautin var meðal annars
að skera niður gúrku í sneiðar. Því
þynnri sneiðar því fleiri stig fékk
maður í pottinn,“ segir Grétar.
Hvað náðirðu mörgum sneið-
um úr gúrkunni? „Ég man það
nú ekki, maður er ekkert að telja.
Ég er bara ánægður með að hafa
náð að klára þetta og svo var það
bara undir dómnefndinni komið
hvað þeim fannst. Skurðirnir voru
samt þokkalega beinir, sem þykir
gott. Maður þarf að hafa góða til-
finningu fyrir tækinu en þetta er
í raun auðvelt fyrir þá sem eru
að vinna á þessum tækjum dags-
daglega. Þetta er orðið innbyggt í
mann,“ segir Grétar.
„Það er gott að geta sleikt út
moldina eins og með kökuspaða
þegar verið er að rétta af lóðir,“
segir hann. „Ég er reyndar mjög
góður í því að baka, lélegri í að
elda mat samt. Get rétt hitað pyls-
ur og bjúgu,“ segir Grétar sposkur
og bætir við að kannski yrði hann
liðtækari við önnur verk ef hann
gæti notað gröfuna til þess.
„Það er reyndar mikið búið
að gera grín að mér, að ég yrði
kannski duglegri við allt annað ef
ég mætti nota tækin í vinnunni við
það. Ætli mér yrði þó ekki gefið illt
auga ef ég festi til dæmis málning-
arpensil á gröfuna og færi að mála
húsið. En það væri kannski efni í
eina keppnisþraut.“
Sneiddi niður gúrku með gröfunni
Grétar Grímsson vann titilinn gröfumeistarinn fjórða árið í röð á hátíðinni Tvær úr Tungunum sem fram fór á Selfossi í ágúst. Þurftu
keppendur til dæmis að sneiða niður gúrku en Grétar segir lipurð og nákvæmni innbyggða eiginleika í þeim sem vinni dagsdaglega á gröfu.
Það þyrfti auðvitað
að halda keppni á lands-
vísu í þessu. Ég myndi
taka þátt í henni.
Grétar Grímsson gröfumeistari
Grétar Grímsson varð gröfumeistari fjórða árið í röð á bæjarhátíðinni Tvær úr
Tungunum á Selfossi í sumar. Myndir/MaGnúS Hlynur HreiðarSSon
Grétar segir lipurð og nákvæmni þurfa á gröfu en hér opnar hann bjórflösku með
gröfunni.
ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@365.is
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • Frostagata 2a • 600 Akureyri • www.claas.is
VERKIN TALA
JCB gjörbyltir hönnun
á hjólagröfum
KattliðugFramúrskarandi útsýni
Fremst fyrir stöðugleika
40km ökuhraði
Einstakt aðgengi
Vörubílar oG VinnuVÉlar Kynningarblað
27. september 201630
2
7
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:5
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
B
2
-C
4
A
4
1
A
B
2
-C
3
6
8
1
A
B
2
-C
2
2
C
1
A
B
2
-C
0
F
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
2
6
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K