Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.09.2016, Blaðsíða 50
Sextán íslenskir ökumenn munu keppa í hefðbundinni íslenskri tor­ færu í Tennessee í Bandaríkjun­ um um næstu helgi. Þeir Guðlaug­ ur Sindri Helgason og Guðbjörn Grímsson halda keppnina og eiga mestan þátt í skipulagningu henn­ ar en rúmlega tvö hundruð manns fylgja þeim út. „Við pökkuðum sextán torfæru­ bílum í fjóra gáma fyrir um þremur vikum. Þeir koma í land í Portland í Maine og við keyrum með þá um 5.400 kílómetra suður til Tennessee fyrir keppnina,“ segir Guðlaugur. Verður kannski risastórt flopp Keppnin verður hefðbundin tor­ færukeppni eins og þekkist hér á landi. Bæði brautarstarfsmenn og dómarar koma frá Íslandi og verður brautin lögð kvöldið fyrir keppni. „Þetta er alveg risastórt dæmi, allt íslenskir mótorsportar­ ar sem keppa og sá stærsti, Árni Kópsson, verður með. Tilgangur­ inn með þessu er að kynna íþrótt­ ina með von um að þetta geti orðið eitthvað meira hér úti. Þetta er nokkurs konar tilraunaverkefni sem við stöndum að sjálfir, við erum ekki með neina styrktaraðila þannig að þetta er dýrt ævintýri en gæti mögulega skilað sér í fram­ tíðinni. Kannski verður þetta risa­ stórt flopp en þetta gæti líka virk­ að,“ segir Guðlaugur léttur í bragði. Braut í fyrrverandi skógi Mikill undirbúningur liggur að baki keppninni en þeir Guðlaug­ ur og Guðbjörn hafa þurft að fara nokkrar ferðir til Bandaríkjanna í tengslum við hana. „Við erum búnir að fara þrjár ferðir á innan við ári til að gera og græja í sambandi við þetta. Bubbi er aðalsprautan í þessu en Árni Kópsson kom með okkur í fyrstu ferðina. Keppnin verður haldin rétt við Mississip­ pifljót í risastóru jarðsigi sem er um hundrað metra hátt. Þegar við fórum fyrst út í desember var þetta bara frumskógur sem landeigand­ inn ætlaði að ryðja burtu fyrir keppnina. Við höfðum enga trú á að þetta myndi ganga upp þegar við skoðuðum þetta fyrst en svo sendi hann okkur myndir og var bara búinn að þessu. Við fórum þá aftur út og þá komst skriður á málið, og við fórum að trúa að þetta gæti orðið að veruleika ef við ynnum í þessu. Núna er þetta allt klappað og klárt og við tilbúnir í keppni,“ lýsir Guðlaugur yfir, sem keppir sjálfur í torfærunni úti eins og þeir Bubbi og Árni Kópsson sem að sögn Guð­ laugs hefur nýlokið við að að endur­ smíða gamla bílinn sinn og mun keppa á honum um helgina en eins og margir vita þá er Árni margfald­ ur Íslandsmeistari í torfæru. Keppti í klessubílaakstri Guðlaugur hefur haft áhuga á bílum, tækjum og tólum frá því hann man eftir sér og hefur unnið á vörubílum og vinnuvélum síðan hann var fimmtán ára. Hann seg­ ist vera áhugavörubílstjóri sem safnar vörubílum – og þá helst gulum bílum. Fyrir tveimur árum fór hann til Massachusetts í þeim tilgangi að kaupa sér vörubíl, sem hann og gerði, og kallar bílinn Galdragulan. Það var þó ekki það eina sem Guðlaugur gerði í þeirri ferð því þá keppti hann í því sem kallast „Demolition Derby“. „Það snýst um það að það eru fimm­ tán bílar inni á afmörkuðum velli, síðan er flautað og þá er reynt að klessa eins mikið á hina bílana og hægt er  án þess að  eyðileggja bílinn sinn það mikið að ekki sé hægt að keyra hann því sá vinnur sem getur keyrt út af vellinum. Þetta er eins heimskulegt og þetta getur orðið en svakalega sniðugt og skemmtilegt. Það var rosaleg stemning þarna, fleiri þúsund áhorfendur og flóðlýstur völlur.“ Guðlaugur var þarna í heimsókn hjá vinafólki sínu sem á dráttar­ bílaþjónustu þannig að það var nóg af gömlum druslum úti á plani sem Guðlaugur gat notað í keppninni. „Ég fann mér einn sem fór í gang og græjaði þetta á einni nóttu, mál­ aði bílinn í íslensku fánalitunum en það voru engin öryggisatriði nauðsynleg önnur en þau að ég átti að vera með hjálm á hausnum. Ég hugsaði aðeins um að maður hefði kannski átt að tryggja sig áður en maður fór út í þetta, en þetta kom óvænt upp á, ég fór ekki út til að keppa,“ segir Guðlaugur sem fór hins vegar út núna í þeim tilgangi að keppa í torfærunni um næstu helgi. Ævintýri sem gæti virkað Hefðbundin íslensk torfæra verður haldin um helgina í Tennessee í Bandaríkjunum þar sem vanir torfærukappar munu keppa, þeirra á meðal Árni Kópsson, margfaldur Íslandmeistari í greininni. Tilgangurinn er að kynna íþróttina vestra. Lilja Björk Hauksdóttir liljabjork@365.is Guðlaugur Sindri hefur unnið til fjölda verðlauna í torfæru hér á landi. Hann keppir ásamt fleirum í torfæru á íslenska vísu í Bandaríkjunum um helgina. Fyrir tveimur árum fór Guðlaugur til Massachusetts í þeim tilgangi að kaupa sér þennan vörubíl, sem hann og gerði. Bíllinn sem Guðlaugur keppti á í „Demolition Derby“ var málaður í íslensku fánalitunum. Guðlaugur er afar hrifinn af gulum bílum og heitir lið hans í torfærunni Team Galdragulur. MYND/SVENNI HAR VöRuBíLAR oG VINNuVéLAR Kynningarblað 27. september 201632 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B 2 -B 0 E 4 1 A B 2 -A F A 8 1 A B 2 -A E 6 C 1 A B 2 -A D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.