Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 53

Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 53
Hringferð Kraftvéla um landið hófst mánudaginn 12. september og lauk síðastliðinn föstudag með opnu húsi í Kraftvélum. „Þetta var tólf daga ferð hjá okkur og var stoppað á 43 stöðum víðsveg­ ar um landið þar sem við sýndum nýjustu tækin frá Iveco og Weide­ mann,“ segir Viktor Karl Ævars­ son, framkvæmdastjóri sölu­ og markaðssviðs hjá Kraftvélum. Sýningartæki seld á staðnum „Við vorum með ýmsar útfærsl­ ur af Weidemann liðléttingum og skotbómum, ásamt fjölbreyttu úr­ vali Iveco atvinnubifreiða. Ferðin gekk sérstaklega vel og við feng­ um frábærar undirtektir, seldum nokkur tæki í ferðinni og lentum meira að segja í því að smærri tæki eins og jarðvegsþjöppur og fleygar seldust á staðnum og voru ekki meira með í ferðinni. Stærri tækin sem við seldum á leiðinni gátum við ekki afhent því við þurftum að klára hring­ ferðina. Að lokinni ferð voru öll sýningartækin seld, við fundum fyrir gífur lega miklum áhuga alls staðar þar sem við stoppuðum og fengum fjölda tækifæra sem þarf nú að fylgja eftir.“ Góðar undirtektir Kraftvélar hafa áður farið í svip­ aðar hringferðir um landið en þá hafa fleiri tæki verið með í för. „Í fyrri ferðum höfum við sýnt heildarvöruúrvalið okkar. Þá höfum við tekið traktora, gröfur og fleira með okkur en nú lögðum við áherslu á þessi tvö vörumerki, Iveco og Weidemann. Venjulega er hringferðin ein vika og bara stoppað í stærri bæjarfélögum en nú var ferðin lengri og mun fleiri staðir heimsóttir. Stoppað var styttra í einu á hverjum stað og vorum við hreyfanlegri með þessar smávélar en við höfum verið með stóru vélarnar. Miðað við undirtektirnar í þessari ferð höfum við áhuga á að hafa sam­ bærilega ferð á svipuðum tíma á næsta ári,“ nefnir Viktor. Mikil sala í vinnuvélum Að sögn Viktors er mikil eftir­ spurn eftir smávélunum hjá bændum á þessum tíma þegar gjafir eru að byrja. „Þetta eru fjölnota tæki sem eru notuð í öll möguleg verk og hægt að nýta vélarnar í fjölbreytt verkefni, til dæmis inni í fjósi að gefa eða snjómokstur á planinu. Ástæðan fyrir því að við fórum með Iveco bílana í hringferðina er að þeir hafa verið vinsælir hjá björg­ unarsveitum, bæjar­ og sveitar­ félögum og verktökum.“ Viktor segir að það sé virki­ lega góð sala í vinnuvélum í heild sinni hjá þeim og mikið af vélum á leiðinni. „Þar á meðal er hybrid vél sem er sú fyrsta sinnar teg­ undar hér á landi. Þetta er fyrsta græna vinnuvélin, Komatsu HB 365 beltagrafa með hybrid útbún­ aði og er hún væntanleg til lands­ ins í október.“ Viktor Karl Ævarsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs Kraft- véla, segir hafa gengið sérstaklega vel í nýlokinni hringferð Kraftvéla. „Við fengum frábærar undirtektir og að lokinni ferð voru öll sýningartækin seld.“ MYND/ERNIR Iveco bílarnir hafa verið vinsælir hjá björgunarsveitum, bæjar- og sveitarfélögum og verktökum. Weidemann skotbóman er hentug til ýmissa verka. Vel heppnaðri hringferð Kraftvéla lokið Mikill áhugi var fyrir nýjustu tækjunum frá Iveco og Weidemann í nýlokinni hringferð Kraftvéla um landið. Tækin frá Weidemann eru fjölnota tæki sem hafa verið vinsæl hjá bændum. Góð sala er á vinnuvélum um þessar mundir og margar vélar á leiðinni til landsins. Komatsu PC490 3,4m armur 700mm spyrnur Lagnir fyrir fleyg Hraðtengi Grjótskófla Komatsu PW160 Einföld bóma Einföld dekk Þrefaldar vökvalagnir Hraðtengi Rótotilt 3 skóflur Komatsu PC240 3,2m armur 700mm spyrnur Lagnir fyrir fleyg og annan búnað Hraðtengi Tvær skóflur Komatsu PW118 ( árg 2011 ) Tvískipt bóma Tvöföld dekk Ýtublað Lagnir fyrir fleyg Hraðtengi Tvær skóflur Dynapac CA3500 13 tonna valtari Einn með öllu Án Ad-Blue Dynapac LF75 95kg jarðvegsþjappa Honda bensínmótor Fjarlægjanlegur vatnstankur Skóflur fráRammer 315 Eigin þyngd 160 kg Þrýstingur 100-140 bar Vökvaflæði 16-50 lítrar / mín Þyngd vinnuvélar 2.0-3.0 tonn Hávaðamörk 128 dB Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is Eigum eftirfarandi tæki til afgreiðslu strax 2016-09-23-fréttablaðið-hálfsíða.indd 1 26.9.2016 11:06:46 Kynningarblað VöRubílaR og VINNuVélaR 27. september 2016 35 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A B 2 -8 E 5 4 1 A B 2 -8 D 1 8 1 A B 2 -8 B D C 1 A B 2 -8 A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.