Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 54

Fréttablaðið - 27.09.2016, Page 54
Toterhome kallast skemmtileg húsbílaútgáfa af vörubílum. Vöru- bílarnir eru útbúnir líkt og húsbíl- ar, með rúmum, eldhúsi, baðher- bergi og öllu tilheyrandi. Slíkir bílar eru vinsælir erlendis, sér í lagi hjá hestafólki og fólki sem stundar mótorsport. Þetta fólk þarf oft að ferðast lengri leiðir á milli landshluta og landa til að taka þátt í keppni. Oft er því bíllinn að hluta til útbúinn sem hestakerra eða bílskúr þann- ig að hægt sé að flytja bíla eða hesta. Þegar komið er á keppnis- stað getur fólk slegið tvær flugur í einu höggi. Sparað sér hótelkostn- að með því að búa í sérútbúnum vistarverum og geta um leið geymt hesta/eða keppnisbíla í vörubíln- um. Trukkar sem heimili Enn standa yfir lagfæringar á Blöndubrú á Blönduósi. Viðgerðir hófust um miðjan ágúst og er reiknað með að þær standi yfir til 1. desember. Á meðan á framkvæmd- um stendur er brúin einbreið en stýrt með ljósum. Akbrautin er aðeins þrír metr- ar að breidd og þess vegna þurfa ökumenn að gæta fyllstu varúðar þegar ekið er yfir brúna. Mikil umferð er jafnan yfir þessa brú, jafnt minni bílar sem stórir flutningabílar og rútur. Brúin verður breikkuð um 60-70 cm með því að taka burt steypta stétt sunnan megin á henni. Sett verður nýtt vegrið sunn- an megin á brúna, brúargólfið brotið upp og nýtt steypt í staðinn. Vegurinn beggja vegna brúarinnar verður svo breikkaður í samræmi við breikkun akbrautar á brúnni. Stéttin norðan megin á brúnni mun standa óbreytt, að því er fram kom á vef Húnahornsins. Heimamenn höfðu lengi beðið eftir viðgerð- um á brúnni sem þeir töldu að væri vegfar- endum hættuleg. Það ættu því margir að fagna þegar verkinu lýkur. BlönduBrú enn í viðgerð KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK 590 5100 Vinnuvéla- og vörubíladekk í hæsta gæðaflokki færðu hjá okkur. ÞEGAR GÆÐI SKIPTA MÁLI Aftanákeyrslur eru meðal algeng- ustu umferðaróhappa hérlendis. Ástæðan er of lítið bil á milli bíla og skortur á athygli. Til þess að meta það hvort nægilegt bil sé í næsta bíl er til ágæt aðferð sem kallast „þriggja sekúndna reglan“. Taka skal mið af t.d. ljósastaur sem bíllinn á undan ekur hjá. Telja skal eitt þúsund og einn, eitt þúsund og tveir, eitt þúsund og þrír. Sé bíll- inn ekki kominn að staurnum þegar talningunni er lokið er fjarlægð- in í lagi. Sé bíllinn kominn fram hjá staurnum er bilið of lítið og hætta yfirvofandi. Þriggja sekúndna reglan Vörubílar og VinnuVélar Kynningarblað 27. september 201636 2 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :5 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A B 2 -8 9 6 4 1 A B 2 -8 8 2 8 1 A B 2 -8 6 E C 1 A B 2 -8 5 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 7 2 s _ 2 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.