Fréttablaðið - 10.10.2016, Side 2
PORTO
1. des. í 3 nætur
Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v.2 í herbergi
með morgunmat.
Hotel Cristal
Porto
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir á
sk
ilja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra.
Nýr áfangastaður
Frá kr.
79.995
m/morgunmat
Frábært
að versla
Góður
matur
Veður
Fremur hæg suðvestanátt með skúra-
leiðingum í dag, en bjartviðri norðaustan
til. Hiti 5 til 10 stig. sjá síðu 18
Fornminjar „Þetta er glæsileg
sýning og veglega að henni staðið,“
sagði Ólafur Kristján Valdimarsson,
ein gæsaskyttnanna sem fundu
víkingaaldarsverðið við Ytri-Ása
í Skaftárhreppi á Suðurlandi fyrir
um mánuði.
Þjóðminjasafnið stóð fyrir sýn-
ingu á sverðinu í gær en líklega var
þetta eina tækifærið í rúmlega ár til
þess að berja sverðið augum.
„Fyrst fannst sverðið og járn-
stykki sem menn telja vera sigð en
svo fundust í seinna skiptið bein og
aðrir munir. Búið er að greina mun-
ina og er um að ræða spjótsodd,
hníf og hugsanlega örvarodd. Þegar
rannsóknum lýkur verður sverðinu
komið fyrir á Þjóðminjasafninu,“
segir Uggi Ævarsson, minjavörður
Suðurlands.
Næst á dagskrá er að rannsaka
efni sverðsins en búið er að rönt-
genmynda það.
Sandra Sif Einarsdóttir, sérfræð-
ingur í forvörslu hjá Þjóðminjasafn-
inu, segir sverðið vera með þeim
heillegustu sem fundist hafa.
„Þetta sverð er með hjöltu þannig
að hægt er að greina það til gerðar
og þessi gerð sverðs er frá tímabil-
inu 950 til 1025. Þessi fundur hefði
þó sagt okkur miklu meira hefði
sverðið fundist í heilu kumli,“ segir
Sandra.
Sverðið er það tuttugasta og
þriðja sem finnst frá því tímabili en
aðeins sextán hafa varðveist með
hjöltum.
Gunnar Karlsson, prófessor í
sagnfræði við Háskóla Íslands,
telur að eigandi sverðsins hafi verið
Hróar Tungugoði. Líklega hafi bær
hans Ásar verið á sömu slóðum og
Ytri-Ásar eru í dag. Sverðið fannst á
víðavangi á árbakka í landi Ytri-Ása.
Samkvæmt Íslendingasögunum
og Landnámu var Hróar Tungugoði
einn helsti valdsmaðurinn á seinni
hluta tíundu aldar á Suðurlandi.
„Mér þykir það góð saga að þetta
sé sverðið hans Hróars og vel lík-
legt. Það er merkilegt hvað búið var
vel um hann er hann var drepinn.
Þeir hafa sýnt honum þá virðingu,“
segir Snorri Tómasson, einn af fjölda
gesta sem lögðu leið sína á Þjóð-
minjasafnið til að berja forngripina
augum. thorgeirh@frettabladid.is
Víkingaaldarsverðið sló
í gegn á Þjóðminjasafni
Sverð eignað Hróari Tungugoða var til sýnis á Þjóðminjasafninu í gær. Mikill
fjöldi mætti á sýninguna. Líklegt að rúmt ár sé þangað til að sverðið verði aftur
til sýnis. Hróar var einn helsti valdsmaðurinn á svæðinu á seinni hluta 10. aldar.
Mikill fjöldi var samankominn í Þjóðminjasafninu í gær þegar víkingaaldarsverðið
var til sýnis. Áætlað er að sverðið sé yfir þúsund ára gamalt. Fréttablaðið/Ernir
samgöngur „Brúardekkið er tilbúið
til steypu. Við ætluðum að steypa
þessa helgi en við þurftum að fresta
því fram til þeirrar næstu vegna
veðurs,“ sagði Sveinn Þórðarson
brúarsmiður sem vinnur að bygg-
ingu tvíbreiðrar Morsárbrúar sem
mun leysa Skeiðarárbrúna af hólmi.
Skeiðarárbrú, sem er einbreið, er í
slæmu ástandi. Oft í viku skemmast
hjólbarðar bíla sem aka um hana.
Hætt verður að beina umferð um
brúna þegar Morsárbrúin er tilbúin
og fé hefur verið veitt til að tengja
hana við þjóðveginn.
Á hringveginum eru 39 einbreiðar
brýr en unnið er að því að skipta
þeim út. Við byggingu brúarinnar
eru notaðir átján steypubílar sem
aka alls 22 þúsund kílómetra með
steypu frá Vík í Mýrdal að Morsá, en
alls verða notaðir um 560 rúmmetr-
ar af steypu við framkvæmdina.
Áætlað er að Morsárbrú verði til-
búin eftir fjórar til fimm vikur. – þh
Morsárbrúnni miðar vel
Morsárbrúin sem er um 70 metra löng
mun leysa gömlu Skeiðarábrúna af.
Mynd/StEFÁn björn
Mér þykir það góð
saga að þetta sé
sverðið hans Hróars og vel
líklegt. Það er merkilegt
hvað búið var vel um hann
er hann var drep-
inn.
Snorri Tómasson,
einn gesta í Þjóð-
minjasafninu í gær
Friðarsúlan lýsir á ný
Yoko Ono og Sean Lennon voru í Viðey í gærkvöldi er Friðarsúlan var tendruð. Ásamt þeim voru mætt Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykja-
víkur, Barbara Starr, kona Ringos Starr, Olivia Harrison, ekkja George Harrison, og Charlotte Kemp Muhl, kærasta Seans. Fréttablaðið/Hanna
stjórnmál „Það liggur ekki fyrir
dagsetning en ég geng út frá því
að við munum slíta þingi í þessari
viku,“ segir Einar K. Guðfinns-
son, forseti Alþingis. Ekki hefur
náðst samkomulag um þinglok.
„Stjórnarflokkarnir voru lengi
að gera upp hug sinn um hvern-
ig þeir vildu forgangsraða. Það er
svona að skýrast hvað stjórnar-
meirihlutinn leggur áherslu á en
það auðvitað flýtir fyrir málum.
Hve langan tíma þetta mun taka
er þó enn óvíst,“ segir Katrín Jak-
obsdóttir, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Helstu áherslumál ríkisstjórn-
arinnar eru almannatrygginga-
frumvarp og frumvarp um stuðn-
ing til kaupa á fyrstu íbúð. – þh
Þinglok verði
í þessari viku
Einar K.
Guðfinnsson,
forseti alþingis
og þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins
1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 m á n u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð
1
0
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
C
-4
9
D
8
1
A
D
C
-4
8
9
C
1
A
D
C
-4
7
6
0
1
A
D
C
-4
6
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K