Fréttablaðið - 10.10.2016, Qupperneq 4
Beltone Legend™
Enn snjallara
heyrnartæki
Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust
beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis
heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki
lánað til reynslu.Bel
to
ne
L
eg
en
d
ge
ng
ur
m
eð
iP
ho
ne
6
s
og
e
ld
ri
ge
rð
um
, i
Pa
d
A
ir,
iP
ad
(4
. k
yn
sl
óð
),
iP
ad
m
in
i m
eð
R
et
in
a,
iP
ad
m
in
i
og
iP
od
to
uc
h
(5
. k
yn
sl
óð
) m
eð
iO
S
eð
a
ný
rr
a
st
ýr
ik
er
.
A
pp
le
, i
Ph
on
e,
iP
ad
o
g
iP
od
to
uc
h
er
u
vö
ru
m
er
ki
s
em
ti
lh
ey
ra
A
pp
le
In
c,
s
kr
áð
í
Ba
nd
ar
ík
ju
nu
m
o
g
öð
ru
m
lö
nd
um
.
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is
HEYRNARSTÖ‹IN
Dómsmál Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi á fimmtudag
íslenska ríkið til að greiða Björg-
vini Mýrdal Þóroddssyni bætur
vegna ólögmætrar handtöku og
líkamsleitar.
Málavextir eru þeir að Björg-
vin var gestur á Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum í fyrra þegar lög-
reglumenn höfðu afskipti af
honum og kröfðust þess að fá að
leita á honum. Ástæðan var sú að
fíkniefnahundur lögreglunnar
hafði gefið til kynna að Björgvin
kynni að vera með fíkniefni á sér.
Björgvin neitaði að heimila lík-
amsleit vegna þess að hann taldi
hvorki vera til staðar lagaskilyrði
til handtöku né líkamsleitar. Var
hann þá handtekinn fyrir framan
fjölda manns og leitað á honum.
Ekkert saknæmt fannst og var
Björgvini sleppt að leit lokinni.
Þá er gerð athugasemd í dómn-
um við að nafn félagsskaparins
Snarrótarinnar hafi verið skrif-
að í sviga á eftir nafni Björgvins.
Snarrótin berst meðal annars
gegn bannhyggju í fíkniefnamál-
um og gegnir Björgvin stöðu rit-
ara í stjórn félagsins.
Dómurinn telur engin mál-
efnaleg sjónarmið að baki slíkri
skráningu af hálfu lögreglu og
sjálfur telur Björgvin að með
því að setja nafn Snarrótarinnar
í skýrsluna hafi lögregla verið að
skrá stjórnmálaskoðanir hans.
„Ég er ánægður með að hafa
unnið málið en mér finnast þessi
vinnubrögð hjá lögreglunni vera
með ólíkindum. Vonandi verður
þessi dómur til þess að verklag
hjá lögreglunni verði skoðað,“
segir Björgvin.
Þetta eru ekki einu bæturnar
sem Björgvin Mýrdal Þórodds-
son fær frá ríkinu á þessu ári. Í
apríl síðastliðnum var íslenska
ríkið dæmt til að greiða honum
600 þúsund krónur vegna ólög-
mætrar símhlerunar. – þh
Ríkið dæmt í annað sinn á árinu til þess að greiða Björgvini bætur
Við Hafrafell. Fréttablaðið/VilHelm
Ég er ánægður með
að hafa unnið málið
en mér finnast þessi vinnu-
brögð hjá lögreglunni vera
með ólíkind-
um.
Björgvin Mýrdal
Þóroddsson
Efnahagsmál Ríkasta tíund lands
manna á jafnmikið og um tveir þriðju
hlutar landsmanna til samans. Eignir
þeirra hafa hækkað um 20 prósent frá
árinu 2013 á meðan eignir annarra
tekjuhópa hafa að jafnaði hækkað
um 13 prósent. Að auki fór helmingur
allra greiddra launa í fyrra til tveggja
efstu tekjuhópanna.
Þetta kemur fram í gögnum Hag
stofu Íslands sem Fréttablaðið hefur
tekið saman.
Hagstofan raðar einstaklingum
niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum.
Þeir sem minnstar hafa tekjurnar eru í
fyrsta hópi og svo koll af kolli. Í ár eru
rúmlega 20 þúsund manns í hverjum
tekjuhópi en árið 2013 var fjöldi í
hverjum hópi um 19.000 manns.
Er skoðaðar eru breytingar á laun
um Íslendinga frá árinu 2013 kemur
fram að heildarárstekjur landsmanna
hafa hækkað um 200 milljarða króna.
Einnig eru fleiri á vinnumarkaði
núna samanborið við tölurnar frá
2013. Efstu tveir tekjuhóparnir, sá
fimmtungur sem hefur hæstu launin,
var með samanlagt um 714 milljarða
króna í laun í fyrra. Er þetta 51 pró
sent greiddra launa landsmanna á
árinu.
Aðalsteinn Baldursson, formaður
stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík,
segir þessar tölur sýna svo ekki verði
um villst að peningum sé ekki nægi
lega skipt á milli þjóðfélagshópa.
„Við sem töluðum fyrir því í vor að
meira væri til skiptanna í kjarasamn
ingum við SA vorum úthrópaðir sem
einhverjir vitleysingar og við værum
að stefna öllu í bál og brand,“ segir
Aðalsteinn. „Þetta bendir hins vegar
til þess að við höfum haft rétt fyrir
okkur. Misskiptingin hér á landi er
mikil og fer stækkandi. Það blasir við.“
Af þeim 200 milljörðum króna,
sem greiddar voru í laun í fyrra
umfram það sem var árið 2013, fara
um 137 milljarðar, rúmlega tvær af
hverjum þremur krónum, til efstu
tveggja tíundanna, það er til þeirra 40
þúsund einstaklinga sem hæstar hafa
tekjurnar og mestar eiga eignirnar í
þessu landi.
Neðstu fjórir tekjuhóparnir, 40
prósent þeirra sem eru með lægstar
tekjurnar, fá greidda tíund allra launa
í landinu í fyrra. Hafa ber þó í huga
að í neðstu tekjuhópunum eru ein
staklingar sem eru í hlutastörfum,
ungir námsmenn og fleiri.
Svandís Svavarsdóttir, þingkona
VG, segir fleiri en eina þjóð lifa í
þessu landi þar sem misskiptingin sé
mikil. „Við sjáum það í þessum tölum
að stór hluti tekjuaukans færist á þá
hæst launuðu í þessu landi. Það segir
okkur að það er ekki rétt gefið og við
ættum að staldra við,“ segir hún.
„Alls staðar í hinum vestræna
heimi er umræða um hið ríkasta eina
prósent og að þeir einstaklingar þurfi
að leggja meira af mörkum. Lands
menn hafa tvo valkosti í kosning
unum eftir þrjár vikur. Annars vegar
áframhaldandi misskiptingu í boði
Bjarna Benediktssonar eða réttláta
og sanngjarna ríkisstjórn undir stjórn
Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Svandís.
Hafa ber í huga að fjölmargir í
lægstu hópunum eru námsmenn á
námslánum og nemar sem búa enn
hjá foreldrum, sem gæti skekkt tölu
vert laun neðstu hópanna. Því gefa
tekjur þeirra ekki glögga mynd af
fjárhagsstöðu hópsins í heild. Hins
vegar sýnir þetta dreifingu allra á
vinnumarkaði og því gefa tölurnar
raunsanna mynd af honum í heild
og tekjudreifingu allra.
sveinn@frettabladid.is
Laun þeirra ríku hækka hraðar
Laun á Íslandi hafa hækkað um 200 milljarða króna frá 2013. Ríkasti fimmtungur landsmanna fær nær
70 prósent þeirrar upphæðar í sinn skerf. Formaður Framsýnar segir stórátak þurfa í að jafna laun í landinu.
Misskiptingin hér á
landi er mikil og fer
stækkandi. Það blasir við.
Aðalsteinn Baldurs-
son, formaður
stéttarfélagsins
Framsýnar á
Húsavík
Við sjáum það í
þessum tölum að
stór hluti tekjuaukans færist
á þá hæst laun-
uðu í þessu
landi.
Svandís
Svavarsdóttir,
þingmaður VG
Hagstofan raðar skattgreiðendum niður í tíu jafnstóra hópa eftir tekjum árið 2015. Hver litur táknar 10% skattgreiðenda og hlutfall hvers af heildartekjum.
✿ skipting heildartekna Íslendinga árið 2015
34,0% af heildartekjum Íslendinga18,2%13,3%10,0%7,8%6,0%
tekjuHæsti Hópurinn
4,7%3,5%2,0%0,5% 40%
tekjulægstu
skattgreiðenda afla 10,7%
teknanna.
skattgreiðenda afla 52,2%
teknanna.20%
tekjuHæstu
Heildartekjur 1.368 milljarðar Fjöldi launþega 202.505
Meðalárstekjur
í fyrsta tekjuhópi
Meðalárstekjur
öðrum tekju-
hópi
Meðalárstekjur í
þriðja tekjuhópi
Meðalárstekjur í
fjórða tekjuhópi
Meðalárstekjur
í fimmta tekju-
hópi
Meðalárstekjur í
sjötta tekjuhópi
Meðalárstekjur
í sjöunda tekju-
hópi
Meðalárstekjur
í áttunda tekju-
hópi
Meðalárstekjur
í níunda tekju-
hópi
Meðalárstekjur í
tíunda tekjuhópi
330
þúsund
1,36
milljónir
2,38
milljónir
3,20
milljónir
4,07
milljónir
5,26
milljónir
6,73
milljónir
8,98
milljónir
12,27
milljónir
22,99
milljónir
fjölmiðlar Bókin Sjö ár hjá dönsku
leyniþjónustunni verður birt á vef
Politiken í dag. Fyrir helgi fékk
danska leyniþjónustan PET lögbann
á bókina sem fjallar um starfsár Jak
obs Scharf hjá leyniþjónustunni.
Telur leyniþjónustan upplýsingar
í bókinni geta skaðað starf hennar.
Morten Skjoldager, höfundur bók
arinnar, og Scharf vísa því á bug.
Christian Jensen, ritstjóri Poli
tiken, segir lögbannið brjóta gegn
tjáningarfrelsi. Með birtingu bók
arinnar getur Politekn átt yfir höfði
sér málsókn. – þh
Bókin birt þrátt
fyrir lögbann
samgöngur Vegkantur gaf sig
undan rútu síðdegis í gær á veginum
að Hafrafelli við Svínafellsjökul.
Rútan hallaðist og hætta var á að
hún myndi velta ef farþegarnir 44
reyndu að yfirgefa hana.
Farþegarnir héldu ró sinni þar til
björgunarsveitarmenn aðstoðuðu
þá að komast út úr rútunni að því
er segir í frétt frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörg. – þh
Farþegar fastir í
hallandi rútu
Höfuðstöðvar politiken í kaupmanna-
höfn. nordicpHotos/gettY
Sveinn
Arnarsson
sveinn@frettabladid.is
1 0 . o k t ó b E r 2 0 1 6 m á n u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
0
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
C
-5
D
9
8
1
A
D
C
-5
C
5
C
1
A
D
C
-5
B
2
0
1
A
D
C
-5
9
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K