Fréttablaðið - 10.10.2016, Page 8
Samfélag Bretar ætla skera upp herör
gegn offitu þjóðarinnar og hafa hvatt
veitingastaði til að minnka skammt-
ana af hinum eina sanna Fish and
Chips.
Í fyrra hvöttu bresk stjórnvöld
veitingastaði meðal annars til að fela
saltstaukana og nú verður hægt að fá
minni skammta af þessum einfalda
en eftirsótta rétti. Þá verður hægt að
fá salat og steikingarolíunni verður
breytt. Meðalstærð á skammti er um
450 grömm en áætlanir gera ráð fyrir
að skammturinn fari í 283 grömm.
Mun verðið vera í kringum pundið
eða 140 krónur.
Íslendingar selja gríðarlega mik-
inn fisk til Englands þar sem hann
er undirstaðan í þessum eftir-
lætisskyndibita Breta. Karen
Kjartansdóttir, hjá Samtökum
fyrirtækja í sjávarútvegi, segir
að vel matreiddur fiskur sé hita-
einingasnauð og holl matvara.
„Við getum vel tekið undir
mikilvægi þess að minnka
skammtastærðir til að
draga úr sóun enda tals-
menn ábyrgrar nýtingar
á auðlindum. Að leifa
mat þykir ekki góður
siður enda er með því
verið að sóa fjármunum
og auðlindum jarðar,“ segir
Karen.
Hins vegar kveðst Karen
viðurkenna að hún telji
nokkurt óráð að draga úr
fiskneyslu til að bæta heilsufar fólks,
ekki síst þegar rætt sé um okkar
„villta og heilnæma“ fisk úr Atl-
antshafinu. „Mínar ráðleggingar
í þessum málum eru því frekar
þær að minnka skammtinn af
frönskunum auk þess sem
ég tek undir tillögur um
að bæta matreiðsluað-
ferðir og nota betri olíu
við steikingu,“ segir hún.
Karen bætir því við
að þegar kemur að mat
séu Samtök fyrirtækja
í sjávarútvegi talsmenn
gæða fremur en magns.
„Vitanlega finna útflytj-
endur fyrir því að pundið
hefur fallið, sem er baga-
legt fyrir íslenskan efna-
hag. Í raun sjáum við bara
tækifæri í aukinni áherslu
á heilsu og hollustu í Bret-
landi enda fiskur mikil holl-
ustuvara,“ segir Karen. – bbh
Pundið léttist einnig í
fiskiskammti Breta
Mínar ráðleggingar í
þessum málum eru
því frekar þær að minnka
skammtinn af frönskunum
auk þess sem ég tek undir
tillögur um að bæta mat-
reiðsluaðferðir og
nota betri olíu
við steikingu.
Karen Kjartans-
dóttir hjá Sam-
tökum fyrirtækja í
sjávarútvegi
Fish and Chips staðir
eru hvattir til að minnka
skammtastærðir til að berjast
gegn offitu. Fréttablaðið/Getty
Íþróttir Mennta- og menningarmála-
ráðuneytið, Reykjavíkurborg og Knatt-
spyrnusamband Íslands munu veita
alls 21 milljón króna til að fullkanna
rekstrargrundvöll fjölnota íþrótta-
leikvangs, bera saman mismunandi
útfærslur og vinna frumhönnun leik-
vangsins ásamt því að vinna kostn-
aðargreiningu vegna framkvæmda.
Hver leggur sjö milljónir í verk-
efnið. Þetta kom fram á borgarráðs-
fundi á fimmtudag þar sem Degi B.
Eggertssyni var veitt umboð til að
skrifa undir viljayfirlýsingu fyrir hönd
borgarinnar.
Fram hefur komið að KSÍ vilji
kaupa völlinn og hefja samtal um
u p p b y g g -
ingu innan núverandi byggingar-
reits hans án fjárhagslegrar aðkomu
borgarinnar.
KSÍ hefur unnið hagkvæmni-
athugun um uppbyggingu fjölnota
leikvangs þar sem markmiðið er að
bæta völlinn sem þjóðarleikvang
í knattspyrnu, auka nýtingu hans,
ásamt því að styrkja nærumhverfi. Ill-
ugi Gunnarsson, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, Dagur og Geir
Þorsteinsson, formaður KSÍ, hafa því
ákveðið að veita styrk til undirbún-
ings á verkefninu.
KSÍ hefur skuldbundið sig til að
bera ábyrgð á framvindu verkefnisins
og leggja fram verkefnisáætlun til sam-
þykktar fyrir aðila samkomulagsins.
Verkefnisáætlun skal gera ráð fyrir að
næsta verkþætti verði lokið eigi síðar
en 15. janúar 2017. Þegar niðurstöður
liggja fyrir munu aðilar samkomu-
lagsins taka afstöðu til framhalds verk-
efnisins og raunhæfni.
Afstaða mennta- og menningar-
málaráðuneytis til frekari þátttöku
mun taka mið af því að Laugardalsvöll-
ur verði skilgreindur sem þjóðarleik-
vangur. Borgin hefur lýst sig reiðubúna
að koma að nauðsynlegri greiningu
og skipulagsvinnu sem tengist þróun
fjölnota íþróttaleikvangs með vísan til
erindis Knattspyrnusambands Íslands
frá 10. mars 2016, samþykktar borgar-
ráðs frá 15. september og þeirra fyrir-
vara sem þar koma fram. – bbh
Ríkið vill þjóðarleikvang í Laugardal
BandarÍkin Donald Trump, fram-
bjóðandi Repúblíkanaflokksins í for-
setakosningunum í Bandaríkjunum,
mætti Hillary Clinton, frambjóðanda
Demókrataflokksins, mjög laskaður í
forsetakappræðunum í nótt.
Mjög var sótt að Trump eftir að
hljóðupptökum þar sem hann talar
með niðrandi hætti um fjölmiðlakon-
una Nancy O’Dell, og konur almennt,
var lekið til fjölmiðla.
Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt
við stjórnmálafræðideild Háskóla
Íslands, segir upptökuna hafa hlotið
mikla gagnrýni vegna þess að þarna
sé verið að tala illa um glæsilega hvíta
konu og það fari ekki á milli mála að
Trump hafi sagt þetta.
Fjölmargir áhrifamenn í banda-
ríska Repúblikanaflokknum hafa
farið fram á að Donald Trump dragi
framboð sitt til baka eftir að hljóð-
upptökunum, sem eru frá árinu 2005,
var lekið.
Mike Pence, varaforsetaefni
Trumps, sagði ummælin ófyrirgefan-
leg og vilja fjölmargir að Pence taki við
keflinu. Trump hefur beðist afsökunar
á ummælunum, en segist ekki ætla að
draga framboð sitt til baka.
Þrátt fyrir þetta sýnir skoðana-
könnun frá því í gær að stór hluti
kjósenda Repúblíkanaflokksins
standi með Trump. Hillary Clinton
mælist þó með fjögurra prósentu-
stiga forskot.
Trump hefur látið fjölda niðrandi
ummæla falla í kosningabarátt-
unni. Silja Bára telur að þessi síðustu
ummæli hafi sérstaklega hlotið
gagnrýni vegna þess að hann var að
tala um glæsilega hvíta konu og auð-
veldara sé að fordæma það.
„Allt annað sem hann hefur verið
að segja hefur verið rasismi, eða að
hluta til rasismi, eða fitufordómar.
Viðbrögðin sýna ef til vill hvað inn-
byggður rasismi er fastur í kerfinu,“
segir Silja Bára. Það að Trump hafi
þegar verið búinn að missa fylgi hafi
sennilega ýtt undir viðbrögðin.
„Þetta vekur líka svona mikil við-
brögð vegna þess að það fer ekki á
milli mála að þetta eru hans eigin orð
og mynd og rödd. Áður hefur einhver
verið að ásaka hann, en í þetta sinn er
ekki hægt að draga í efa að hann hafi
sagt þetta.“
Silja Bára segir mestar líkur á að
Hillary Clinton sigri í kosningunum.
„Nema að flokkurinn nái að sann-
færa Trump um að hann þurfi að stíga
til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En
það er mjög ólíklegt.“
saeunn@frettabladid.is
Enn dregur úr líkum á
að Trump sigri Clinton
Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi.
Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni.
Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti.
Kosið verður um forseta í bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Fréttablaðið/aFP
Viðbrögðin sýna ef
til vill hvað inn-
byggður rasismi er fastur í
kerfinu.
Silja Bára
Ómarsdóttir,
aðjunkt við stjórn-
málafræðideild HÍ
21
milljón króna verður veitt til
að fullkanna rekstrargrund-
völl fjölnota íþróttaleikvangs.
1 0 . o k t ó B e r 2 0 1 6 m Á n U d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
0
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
D
C
-8
5
1
8
1
A
D
C
-8
3
D
C
1
A
D
C
-8
2
A
0
1
A
D
C
-8
1
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K