Fréttablaðið - 10.10.2016, Page 44
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Elínborg Jóhanna
Bjarnadóttir
fv. eigandi hannyrðaverslunarinnar
Mólý í Kópavogi,
Ársölum 3, Kópavogi, áður
Hlíðarhvammi 10, Kópavogi,
lést miðvikudaginn 5. október á hjúkrunarheimilinu Eir.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 25. október klukkan 15.
Margrét I. Kjartansdóttir Sigmundur Einarsson
Ólafur Kjartansson Nanna Bergþórsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Alma Dóróthea
Friðriksdóttir
dvalarheimilinu Barmahlíð,
Reykhólum,
andaðist á Sjúkrahúsinu á
Akranesi mánudaginn 3. október. Útförin fór fram frá
Reykhólakirkju í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Olga Sigvaldadóttir Matthías F. Ólason
Dóróthea Guðrún Sigvaldad.
Haflína Breiðfjörð Sigvaldad.
Marta Sigvaldadóttir Magnús Steingrímsson
Guðmundur Helmúth Sigvaldas. Friðrún H. Gestsdóttir
Trausti Valgeir Sigvaldason Una B. Bjarnadóttir
og ömmubörnin öll.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Benedikt Jón Ágústsson
skipstjóri,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
á Hringbraut 25. september 2016.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 11. október kl. 13.00.
Jóna Guðlaugsdóttir
Bára Benediktsdóttir Jóhann Sigurður Magnúss.
Guðlaug Benediktsdóttir Gunnar Már Eiríksson
Guðrún Björk Benediktsd. Hreggviður Þorsteinsson
Ágúst Benediktsson Anna Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Auður Auðuns varð fyrsti kvenráðherra
á Íslandi er hún tók við embætti dóms-
og kirkjumálaráðherra þennan dag árið
1970. Hún sat í nýrri stjórn Jóhanns Haf-
stein sem tók við forsætisráðherraemb-
ætti í júlí sama ár, þegar Bjarni Bene-
diktsson lést í eldsvoða á Þingvöllum.
Auður hafði áður verið fyrst kvenna til
að verða borgarstjóri í Reykjavík þegar
hún og Geir Hallgrímsson tóku við af
Gunnari Thoroddsen og deildu með sér
borgarstjórastarfinu í eitt ár, frá 1959 til
1960.
Auður lauk lögfræðiprófi árið 1935 og
stundaði síðan lögfræðistörf og gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn. Hún var alþingis-
maður Reykvíkinga frá 1959 til 1974.
1871 Loksins tekst að ráða
niðurlögum stórbruna í Chi-
cago-borg sem hefur logað
í þrjá daga.
1935 Herinn rænir
völdum í Grikklandi og
kemur á konungsstjórn
í landinu á nýjan leik.
1957 Dwight Eisen-
hower biður fjármála-
ráðherra Gana afsökunar
eftir að þeim síðarnefnda
var neitað um þjónustu á
veitingastað í Delaware.
1970 Auður Auðuns tekur við
embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og verður þar með fyrsti
kvenráðherra Íslands.
1972 Helgi Hóseason slettir skyri á þingmenn við þingsetningu.
2006 Landsbankinn kynnir til sögunnar Icesave, nýja þjónustu
netinnlánsreikninga fyrir viðskiptavini í Bretlandi.
2015 Sprengjuárás er gerð á lestarstöð í borginni Ankara í Tyrk-
landi. 102 létust og yfir 400 særðust.
Merkisatburðir
1 0 . o kTó B e R 1 9 7 0
Fyrsta konan á ráðherrastóli
Fimmtán ár eru í dag frá því að Smára-
lindin var opnuð þann 10.10.2001
klukkan 10.10. Linda Margrét Gunn-
arsdóttir, níu ára, opnaði Smáralindina
ásamt Smára Páli Svavarssyni, ellefu ára.
Þau voru bæði úr nærliggjandi hverfum,
Smári var úr Smárahverfi en Linda úr
Lindahverfinu.
Linda segist muna vel eftir deginum.
„Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir hún.
Hún segir þó frægðina sem fylgdi því
að opna Smáralindina hafa enst stutt.
„Nei, ég þekkist ekki á því,“ segir Linda
og hlær.
Í dag er Linda 24 ára og nemi á öðru
ári í Landbúnaðarháskólanum. Hún er
að læra búvísindi og stefnir að því að búa
í sveit að náminu loknu en hefur ekki
valið sér sveit. „Ég er með marga staði í
huga því Ísland er svo fallegt.“
Sturla eðvarðsson, framkvæmdastjóri
Smáralindar, segir heilmikið hafa gerst í
umhverfi Smáralindar á þessu tímabili.
„Aðsókn í Smáralind hefur vaxið ár frá
ári. Það hafa verið ýmsar eftirminnilegar
uppákomur hér, eins og þegar Lindex
var opnuð.“ en eins og frægt er orðið
tæmdist þriggja vikna lager á þremur
dögum.
„Við munum fagna þessum fimmtán
ára tímamótum með glæsilegum hætti
þegar við opnum inn á breytingarnar
við Hagkaup í byrjun næsta mánaðar. Þá
verður formleg hátíð Smáralindar,“ segir
Sturla sem hefur verið framkvæmda-
stjóri frá árinu 2010.
„Það er heilmikið fram undan, það
er mikið um að vera hér, miklar endur-
bætur á Smáralind og svo opna nýjar
verslunarkeðjur eins og H&M útibú
hérna á næsta ári,“ segir Sturla. Hann
segir hrunárin hafa verið eftirminnileg,
en nú horfi forsvarsmenn Smáralindar
fram á veginn.
„Það voru erfiðleikar í kringum
hrunið, það voru miklir erfiðleikar fyrir
smásölumarkaðinn á Íslandi. en Smára-
lind sigldi í gegnum þetta. Við höfum, í
framhaldi af þessum samdrætti sem varð
í sölu á fatnaði og skóm og þess háttar,
verið að horfa til sóknar frekar en eitt-
hvað annað.“ saeunn@frettabladid.is
Fimmtán ár síðan
Linda opnaði Smáralind
Margt hefur gerst á 15 árum hjá stærstu verslunarmiðstöð landsins. Kaupmenn hafa
gengið í gegnum hrun og nú eru stórar verslanakeðjur að opna útibú þar. Linda Margrét
Gunnarsdóttir, sem opnaði Smáralindina níu ára gömul, er í dag 24 ára búvísindanemi.
Aðsókn í Smáralind
hefur vaxið ár frá ári.
Það hafa verið ýmsar eftirminni-
legar uppákomur hér.
Sturla Eðvarðsson,
framkvæmdastjóri Smáralindar
Linda Margrét Gunnarsdóttir opnaði Smáralindina fyrir fimmtán árum. FréttabLaðið/Ernir
1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r16 t í M A M ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímAmót
1
0
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
D
C
-5
D
9
8
1
A
D
C
-5
C
5
C
1
A
D
C
-5
B
2
0
1
A
D
C
-5
9
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
1
0
_
2
0
1
6
C
M
Y
K