Fréttablaðið - 06.08.2016, Blaðsíða 2
Veður
Að mestu hægur vindur á morgun, en
strekkingur með suðausturströndinni.
Víða bjart veður en þó líkur á síðdegis-
skúrum, einkum norðaustanlands. Hiti
10 til 17 stig, hlýjast vestan til.
sjá síðu 36
Heljarstökk á makrílveiðum
Margir lögðu leið sína að höfninni í Hafnarfirði í veðurblíðunni í gær. Fjöldi manna greip með sér veiðistöng til að fara á makrílveiðar en aðrir
virtust koma á staðinn til að njóta stemningarinnar. Ungur maður nýtti tækifærið til að taka heljarstökk ofan í svalandi sjóinn. Fréttablaðið/Eyþór
Akureyri Bílaklúbbur Akureyrar
afhjúpaði í gær minnisvarða um
Pál Steindór Steindórsson og Pétur
Róbert Tryggvason sem fórust í flug-
slysi á svæði bílaklúbbsins fyrir þrem-
ur árum þegar sjúkraflugvél Mýflugs
brotlenti á svæðinu af ókunnum
ástæðum.
Einar Gunnlaugsson, formaður
bílaklúbbsins, segir atburðinn hafa
legið þungt á félagsmönnum allan
þennan tíma.
Rannsóknarnefnd flugslysa hefur
ekki enn birt skýrslu sína um orsakir
þess að sjúkraflugvélin af gerðinni
Beechcraft B200 Super King Air brot-
lenti fyrir þremur árum.
„Það er auðvitað erfitt að hafa ekki
fengið skýrslu rannsóknarnefndar-
innar. Á meðan bíðum við í óvissu
og þá fara að vakna hugmyndir um
orsakir sem ekki eru á rökum reistar,“
segir Einar.
Með afhjúpun minnisvarðans er
ætlunin að reyna að ná einhverri
niðurstöðu í málið.
„Þessi atburður er til þess ætlaður
að setja ákveðinn punkt aftan við
þetta mál. Lífið heldur áfram og við
viljum minnast þeirra fyrir þá menn
sem þeir höfðu að geyma,“ segir Einar.
Geir Kristinn Aðalsteinsson, for-
maður Íþróttabandalags Akureyrar,
hélt ræðu við tilefnið.
„Við munum líklega öll hvar við
vorum stödd þegar við fengum
fréttir af hörmulegu flugslysi sem átti
sér stað hér á félagssvæði Bílaklúbbs
Akureyrar þar sem tveir miklir heið-
ursmenn létu lífið,“ sagði Geir Krist-
inn.
„Litla samfélagið okkar var sem
lamað en það var engu að síður
aðdáunarvert að sjá samkenndina
og stuðninginn sem fylgdi í kjölfarið,
hvort sem um ræðir félagsmenn Bíla-
klúbbsins eða samfélagið í heild,“
bætir Geir við.
Mótorhjólafólk og Bílaklúbbur
Akureyrar afhentu síðan við athöfn-
ina hollvinasamtökum sjúkrahússins
á Akureyri fjárframlag til kaupa á svo-
kallaðri ferðafóstru sem er sérstaklega
hannaður hitakassi fyrir ungbörn.
Samkvæmt barnadeild sjúkra-
hússins mun þessi gjöf koma að mjög
góðum notum þar sem fyrir er gamall
hitakassi sem þarfnast endur nýjunar.
Búnaðurinn er notaður þegar flytja
þarf veika nýbura strax eftir fæðingu
til frekari aðhlynningar i Reykjavík.
sveinn@frettabladid.is
Minnast vina í óvissu
um ástæður flugslyss
Bílaklúbbsmenn á Akureyri reistu minnisvarða í gær til heiðurs föllnum fé-
lögum. Þrjú ár eru síðan sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á Akureyri. Formaður
klúbbsins vill að skýrsla rannsóknarnefndar flugslysa verði opinber sem fyrst.
Miðasala er hafin
Stórtónleikar
í Eldborg
17. september
Chris
Norma
n
BrAsilíA Afkomendur þræla ásaka
byggingaverktaka um að hafa eyði-
lagt fornleifar með því að byggja
húsnæði fyrir blaðamenn ofan á
fjöldagröf afrískra þræla.
Blaðamenn og ljósmyndarar
flykkjast nú til Brasilíu til að fylgj-
ast með Ólympíuleikunum sem fara
fram í Ríó um þessar mundir. The
Guardian greinir frá því að afkom-
endur þræla, þekktir sem quilombo,
segi að Barra, fjölmiðlaþorp númer
þrjú, hafi verið byggt á landi þar sem
forfeður þeirra voru grafnir og þeir
töldu heilagt.
Adilson Batista Almeida, leiðtogi
Camorim Quilombo, ásakar bygg-
ingaverktakann um að koma í veg
fyrir að samfélagið eigi opinbert
svæði til að halda afrísk-brasilíska
menningu í heiðri.
Húsnæðið í fjölmiðlaþorpinu
verður selt einkafyrirtækjum að
loknum Ólympíuleikunum. – sg
Ólympíuþorpið
á gröfum þræla
lögreglumál Nítján ára piltur
var í gær í Héraðsdómi Reykja-
víkur úrskurðaður í áframhaldandi
gæsluvarðhald til 19. ágúst að kröfu
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu, en það var gert á grundvelli
almannahagsmuna.
Samkvæmt tilkynningu frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu
er pilturinn grunaður um tvö kyn-
ferðisbrot, annað á höfuðborgar-
svæðinu en hitt á Suðurnesjum.
Hann hefur kært úrskurðinn til
Hæstaréttar.
Rannsókn málsins miðar vel að
sögn lögreglu. – sg
Áframhaldandi
gæsluvarðhald
Viðstödd voru börn mannanna sem létust, þau Guðný birta og Sara Elísabet Páls-
dætur, og Markús, Snædís lind og Krumma Dís Pétursbörn. Geir Kristinn aðalsteins-
son, formaður Íþróttabandalags akureyrar er fyrir miðju. Fréttablaðið/auðunn
Veður Hvít jörð var í gær í Miðengi
í Grímsnesi. Þar gerði þrumur og
fylgdi þeim haglél.
Veðurstofa Íslands hefur í spám
fyrir vikuna minnt á að afar óstöðugt
loft sé yfir landinu. Skúrir og haglél
geta fylgt slíku ástandi og þá að sjálf-
sögðu þrumur og eldingar.
Birta Líf Kristinsdóttir, veður-
fræðingur hjá Veðurstofunni, segir
kröftugar skúrir og klakka hafa verið
sunnanlands. Þrumur og eldingar
hafa mælst með þessu óstöðuga
lofti. Mælitæki Veðurstofunnar hafi
numið tvær eldingar en líklega hafi
þær verið mun fleiri. – sg
Hvít sumarjörð
Snjór í Miðengi. MynD/HElGa GúStaVSD.
Það er auðvitað
erfitt að hafa ekki
fengið skýrslu rannsóknar-
nefndarinnar. Á meðan
bíðum við í óvissu og þá fara
að vakna hugmyndir um
orsakir sem ekki eru á
rökum reistar.
Einar Gunnlaugsson,
formaður Bíla-
klúbbs Akureyrar
Nítján ára piltur hefur
kært gæsluvarðhaldsúrskurð
vegna meintra nauðgana á
tveimur fimmtán ára stúlk-
um.
6 . á g ú s t 2 0 1 6 l A u g A r D A g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð
0
6
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:5
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
0
-9
0
D
0
1
A
3
0
-8
F
9
4
1
A
3
0
-8
E
5
8
1
A
3
0
-8
D
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
9
6
s
_
5
_
8
_
2
0
1
6
_
C
M
Y
K