Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2016, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 06.08.2016, Qupperneq 24
Ég skoðaði strippstaðina á netinu og umsagnir um þá á TripAdvisor. Ég sótti svo um hjá nokkrum sem voru með bestu einkunnina og fékk fljótlega símhringingu og var boðuð í atvinnuviðtal. Það var bara mjög venjulegt atvinnuviðtal hjá rekstrarstjóra staðarins. Í kjölfarið var mér boðin vinna á staðnum. Í rauninni var þetta allt eitthvað svo ótrúlega hversdagslegt,“ segir leik- konan og dansarinn Olga Sonja Thorarensen sem er einn höfunda leikverksins STRIPP sem hún hefur unnið ásamt leikhópnum Dance for Me. Verkið verður frumsýnt á sviðs- listahátíðinni Everybody Is Specta- cular 24. ágúst næstkomandi og er byggt á reynslu Olgu af því að starfa á strippstað. Strippað fyrir skuld Staðurinn sem Olga starfaði á var svokallaður topless-bar þar sem strippað var úr öllu nema nær- buxum. Á staðnum störfuðu ein- göngu konur og langflestir kúnn- arnir voru karlkyns. „Ég eignaðist nokkrar kunningjakonur, eina sem ég held enn þá sambandi við í dag. Þær voru alls staðar að, vinkona mín er frá Japan, svo voru einhverjar frá Púertó Ríkó og margar þýskar líka. Þetta voru alls konar stelpur að koma úr alls konar aðstæðum. Ein var að safna fyrir brúðkaupinu sínu og ein að læra líffræði í háskólanum og vann til þess að borga námið.“ Olga útskrifaðist sem leikkona árið 2012. Strax eftir útskrift fór hún til Berlínar þar sem hún er enn búsett. Í Berlín hóf hún störf með danska leikhópnum SIGNA og setti ásamt fimmtíu manna leikhóp upp verk þar sem hún fór með hlutverk strippara. „Maður fær ekkert borgað ef maður er í starfsnámi þannig að ég endaði á að taka lán frá bank- anum og var komin í skuld þegar verkefnið kláraðist. Ég ákvað að fá mér vinnu og fór í nokkrar sem voru ekki vel borgaðar. Þá datt mér í hug að prófa að sækja um vinnu á strippstað í Berlín og sjá hvort þetta væri svona rosalega vel launað eins og fólk talar um og sjá hvort ég gæti greitt þessa skuld með því að vinna fyrir mér sem strippari.“ Og þó að hlutirnir hafi æxlast þannig að starfsreynslan af stripp- staðnum sé nú kveikjan að STRIPP þá var starfið ekki hugsað sem rann- sóknarvettvangur fyrir leikverk. „Ekki til að byrja með en eiginlega um leið og ég fór að vinna þarna þá fór ég að hugsa um það. Þetta hafði rosalega mikil áhrif á mig. Ég hafði aldrei komið inn á alvöru stripp- stað áður og hugsaði að ég þyrfti að skrifa niður hugsanir mínar og það sem væri að gerast til þess að sjá hvaða áhrif þetta hefði á mig og hvort ég færi eitthvað að breytast í þessu umhverfi.“ Olgu tókst að safna fyrir skuld- inni á þremur mánuðum og hætti störfum á strippstaðnum í kjölfarið. En skyldi hún hafa verið fegin að hætta? „Þetta var ekkert brjálæðis- lega íþyngjandi á meðan á þessu stóð,“ segir Olga og hugsar sig um. „Ég var einmitt að hugsa í morgun um hvað strippstaður væri í raun og veru. Mér fannst ótrúlega áhugavert þegar ég var að vinna þarna hvernig þetta var smá eins og míkróútgáfa af okkar heimi. Það súmmeraðist dálítið upp hvernig heimurinn virkar einhvern veginn. Peninga- skipti, stigveldi og allir að reyna að fá það sem þeir vilja. Það er kannski meira falið í okkar samfélagi. Þarna verður það einhvern veginn svo strípað niður. Einhver lítil útgáfa af okkar heimi.“ Hún segir reynsluna að vissu leyti hafa breytt lífsviðhorfum sínum. „Ég hafði fordóma fyrir þessu áður en ég fór að vinna þarna og ég veit ekki alveg hvað mér finnst um stripp- staði enn þá. Ég er kannski smá að gera það upp við mig enn þá og líka með því að gera þetta verk. Þetta breytti aðeins minni aðkomu og ég sá betur að hlutirnir eru oft öðruvísi en maður heldur að þeir séu. Heim- urinn er ekki svartur og hvítur.“ Berskjaldaðir kúnnar „Þegar ég tala um þetta við fólk í Þýskalandi þá verður það ekkert mjög sjokkerað miðað við þegar maður talar um þetta á Íslandi. Ég skil það samt líka, mínar hugmyndir voru líka svolítið ákveðnar og þetta er bara ákveðin mynd sem maður hefur. Síðan er þetta náttúrulega flókið. Þegar maður er femínisti og kona þá auðvitað pælir maður í alls konar. Það togaðist á í mér og ég man eftir að hafa oft hugsað: Get ég verið femínisti og strippari? Má það? Er það hægt? Það fóru líka af stað pælingar um líkamann sem einkaeign. Hvað er það? Má ég gera það sem ég vil við minn líkama eða er þetta flóknara en það? Það fylgja alls konar spurningar sem ég er að reyna að setja fram í þessu verki,“ segir Olga en hún stundar masters- nám í Berlín sem stendur og er að skrifa lokaritgerðina sína sem fjallar um líkamann sem einkaeign, þó í töluvert stærra samhengi. Líkt og áður sagði voru flestir kúnnar staðarins karlkyns og á öllum aldri, úr öllum áttum. Bæði fastakúnnar og svo menn sem komu bara einu sinni. „Það var ótrúlega merkilegt, ég átti nokkur móment þar sem ég hugsaði að ég vorkenndi þeim og fór að fá einhverja samúð með kúnnunum,“ segir Olga og heldur áfram: „Mér fannst við stelpurnar oft valdefldar. Við vorum saman í liði og allar sameinaðar í að græða pen- ing. Allar saman í því að það sem við værum komnar til þess að gera væri að ná eins miklum pening og við gætum út úr þessum köllum,“ segir Olga en hún segir að marga kúnnana hafi hún upplifað sem ein- mana. „Þeir komu oft bara að leita að félagsskap og spjölluðu heillengi af því að þá vantaði einhvern til þess að tala við. Þá var mér farið að líða eins og ég væri að notfæra mér þá. Ég var bara að reyna að græða pen- ing á þeim.“ Flúorljósin kveikt „Ég nýtti það allavega smá til þess að byrja með. Að reyna að feika það til þess að meika það,“ segir Olga þegar hún er spurð að því hvort leiklistar- námið hafi nýst henni. „Mér fannst þetta smá erfitt fyrst. Ég hafði aldrei komið inn á strippstað. Það er ótrú- lega skrýtið að koma inn á einhvern stað sem þú hefur aldrei komið inn á en hefur svona ákveðnar hugmyndir um. Sumt er kannski nákvæmlega eins og þú hafðir ímyndað þér að það væri og annað ekki. Ég er pínu feimin að eðlisfari og finnst meira að segja erfitt að fara á svið yfir- höfuð, hvað þá að fara á svið og úr fötunum. Þannig að það hjálpaði mér að fara í karakter.“ Stór hluti af hugmyndinni um stripp og strippstaði er fantasía og erótík en þar þarf líkt og annars staðar að sinna hversdagslegum verkum. Skúra gólf. Þurrka af speglum og þurrka súlur. „Það var ótrúlega áhugavert að sjá þessi hversdagslegu og raunverulegu móment. Eins og til dæmis alltaf áður en þú ferð inn á svið að dansa tekur þú sótthreinsisprey og pappír og þurrkar súluna,“ segir hún og nefnir einnig sem dæmi móment Fantasían hverfur þegar flúorljósin kvikna Olga Sonja Thorarensen vann á strippstað í Berlín til þess að borga skuld eftir starfs- nám hjá dönskum leikhóp. Hún starfaði á staðnum í þrjá mánuði og borgaði skuldina. Meðan á starfinu stóð hélt hún dagbók og setur nú upp leikverk byggt á reynslunni. Olga segist stundum hafa fengið samúð með kúnnunum á strippstaðnum. FréttaBlaðið/Eyþór Það var ótrúlega áhugavert að sjá Þessi hversdagslegu og raunverulegu móment. eins og til dæmis allt- af áður en Þú ferð inn á svið að dansa tekur Þú sótthreinsisprey og pappír og Þurrkar súluna. Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ↣ 6 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R24 h e L g i n ∙ F R É t t A B L A ð i ð 0 6 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 0 -D 5 F 0 1 A 3 0 -D 4 B 4 1 A 3 0 -D 3 7 8 1 A 3 0 -D 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 5 _ 8 _ 2 0 1 6 _ C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.