Fréttablaðið - 06.08.2016, Side 30

Fréttablaðið - 06.08.2016, Side 30
„Nafnið Skóbúðin er þannig til komið að við erum í húsi sem er bara þekkt sem Skóbúðin. Húsið var byggt 1948 og þar var Skó- búð Leós starfrækt frá byggingu en Leó seldi Ísfirðingum skó frá 1904. Það er ekki endilega hægt að breyta nöfnum á húsum því fólk veit hvað húsið heitir og húsið veit sjálft hvað það heitir. Svo passar nafnið það ágætlega við sýninguna okkar Göngutúr í okkar skóm eða Take a walk in our shoes,“ segir Björg. Undirtitill Skóbúðarinnar er Hversdagssafnið eða Museum of the mun dane og hugmyndin er sú að þar sé menningarvettvangur sem miðlar vestfirskri menningu og samfélagi í gegnum frásagnar- listina, sem og sjón- og hljóðræna miðla. Björg og Vaida hafa báðar mikinn áhuga á að miðla hvers- dagsleikanum enda er Björg mennt- uð í hagnýtri menningarmiðlun og Vaida í sjónrænni mannfræði. „Við erum að safna þessum hversdagssögum sem fólki dett- ur ekkert endilega í hug að segja og finnst ekkert merkilegar. Við tókum viðtöl við fólk úr norðan- verðum Ísafirði, skoðuðum mynda- albúm og fengum sögurnar bak við myndirnar. Þetta eru ekkert alltaf hversdagslegar sögur og stundum eru þær af dramatískum atburðum en aðalmálið er kannski að þetta eru ekki opinberar sögur heldur sögur af mannlífinu, lífi fólks og sjónarhornið okkar er þar.“ Eftir að sögurnar höfðu verið valdar voru ljósmyndirnar sem fylgdu hverri sögu skannaðar inn og sagan skrifuð upp og svo bund- in inn og sett á bókavegg þar sem safngestir opna bækurnar, labba á milli og lesa sögur. „Svo erum við með bakherbergi þar sem við sýnum vídeóverk af svæðinu og þar er til dæmis núna í sýningu verk sem heitir Waiting for the storm sem sýnir þegar fólk er að bíða eftir fárviðrinu sem er alltaf yfirvofandi á veturna.“ Í Skóbúðinni er einnig hægt að fá keypta list og hönnun frá fólki sem býr á svæðinu eða tengist því. Þessum varningi fylgja svo líka sögur, bæði af tilurð hans og þeirra sem búa hann til svo sög- urnar eru víða í Skóbúðinni. Björg og Vaida fengu styrki bæði frá Uppbyggingarsjóði Vest- fjarða og Atvinnumálum kvenna til að koma Skóbúðinni á laggirn- ar. „Við hugsum safnið og búðina bæði fyrir ferðamenn, íslenska og erlenda, því hugmyndin er að veita innsýn í lífið og menninguna hér. Íslenski textinn er sá fyrsti sem maður sér. En bæjarbúum finnst auðvitað líka gaman að koma og lesa sögur af sér og þeim sem þeir þekkja þó á öðruvísi forsendum sé.“ Og svo er það súkkulaðið. „Hug- myndin með því var að búa til eitthvað sem aðeins væri hægt að fá í Skóbúðinni. Þetta eru litl- ir skammtar þar sem fer saman góður biti og góð saga því Skóbúð- in snýst öll um sögur. Elsa Gugga, súkkulaðisnillingur á Súðavík sem rekur súkkulaðigerðina Sætt og salt!, gerir súkkulaðið. Sögurnar eru svona þrjóskusögur af svæð- inu og þær eru prentaðar inn í súkkulaðiumbúðirnar og ljúffeng- ur biti fylgir með. Þessar súkkul- aðisögur eru bara fáanlegar í Skó- búðinni.“ Nánari upplýsingar um Skóbúðina má finna á Facebook: https://www. facebook.com/museum.mundane Hversdagssögur í skóbúðinni Þær Björg Sveinbjörnsdóttir og Vaida Braziunaite reka Skóbúðina sem stendur við Hafnargötu á Ísafirði. Þar er þó ekki hægt að kaupa skó heldur er í Skóbúðinni bæði safn og verslun. Undirtitillinn er Hversdagssafnið. Sögur í vasann eru súkkulaðimolar þar sem áhugaverðar sögur af þrautseigju Ísfirðinga eru prentaðar á umbúðirnar sem Nina Ivonaova hannaði. Súkkulaðið sjálft er handgert á Súðavík af súkkulaðimeistaranum Elsu Guggu sem framleiðir undir vörumerkinu Sætt og salt! Hönnuðurinn Marta Sif býr til þessar skemmtilegu lyklakippur úr gömlum skóm af Ísfirðingum og bandi frá netagerðinni sem fæst í Skóbúðinni. Hún segir að það sé satt sem sagt er um lyklakippur, það þurfi heilt þorp til að búa þær til. „Það er ýmislegt sem gerist“ er nafnið á sagnaveggnum. Þessar fallegu bækur geyma sögur úr hversdagsleikanum sem hafa nú verið skráðar. Þær hittu fólk með myndaalbúmin sín og spjölluðu um myndirnar. Þannig komu sögurnar fram. Björg Sveinbjörnsdóttir og Vaida Braziunaite í Skóbúðinni þar sem allt er sögur. Eyesland . Gleraugnaverslun . Glæsibæ, 5. hæð . Sími 577 1015 . www.eyesland.is Mikið úrval af fallegum sólgleraugum. Líttu vel út í sumar! Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@365.is 6 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R6 F ó L k ∙ k y n n i n g A R b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ k y n i n g A R b L A ð ∙ h e L g i n 0 6 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 0 -A 9 8 0 1 A 3 0 -A 8 4 4 1 A 3 0 -A 7 0 8 1 A 3 0 -A 5 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 9 6 s _ 5 _ 8 _ 2 0 1 6 _ C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.