Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2016, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 06.08.2016, Qupperneq 92
Meginástæða þess að við erum á Íslandi er að upplifa Gleði-gönguna. Frá því ég hætti að vinna hef ég lagt mikið upp úr því að ferðast, en við Richard ferðumst saman í tvo mánuði á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands,“ segir Alan Fulwood, spurður út í heimsókn sína til Íslands. Richard og Alan eru báðir frá Ástr- alíu og spurðir að því hvernig það er að vera samkynhneigður í Ástralíu sega þeir að margt sé í góðum farvegi en draumurinn sé að lög um samvist samkynhneigðra verði samþykkt þar. Árið 2008 var veitt lagalega heimild hér á landi til að staðfesta samvist samkynhneigðra, en það mun vera eitt stærsta skrefið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. „Það er frábært að koma hingað til Íslands. Samkynhneigðir einstak- lingar eru mjög hamingjusamir hér, enda stendur ísland mjög framar- lega hvað varðar réttindi samkyn- hneigðra. Minn stærsti draumur í dag er að Ástalía samþykki hjóna- bönd samkynhneigðra, ég bíð enn þá eftir því. Ég vil gjarnan giftast kærasta mínum í Ástralíu, og ef það gengur eftir verð ég giftur aftur eftir að hafa verið giftur konu í þrjátíu ár,“ segir Richard Densley léttur í bragði og bætir við að vonandi verði hann giftur honum næstu þrjátíu ár. Þeir félagar eiga sér mjög ólíka sögu hvað varðar það að koma út úr skápnum, en báðir segja þeir að það hafi þó verið frekar erfitt á þeim tíma og í dag sé fólk mun opnara hvað varðar samkynhneigð. „Ég áttaði mig fyrst á því að ég var hommi í kring um 45 ára aldur. Ég þekkti mikið af samkynhneigðu fólki og var mikið í kring um það. Þar leið mér vel. Það hefur lítið annað breyst, ég kem úr mjög litlu samfélagi þar sem fólk tók því vel og margir töluðu um að ég væri alltaf sami Richard og ég var,“ segir hann. „Ég hef aldrei verið giftur og aldrei eignast börn, ætli ég hafi ekki alltaf vitað að ég var samkynhneigður. Ég gerði aldrei neitt mikið úr því að ég væri hommi, þetta olli ekki neinum vandræðum í lífi mínu. Ég hef alltaf bara lifað mínu lífi og er lítið fyrir að vera í sviðsljósinu. Fjölskyldan mín veit að ég er samkynheiður en það kemur sjaldan í umræðuna,“ segir Alan, en hann er nýorðinn áttræður og hefur fylgst með baráttu samkyn- hneigðra alla sína tíð og talar um að fólk sé mun opnara fyrir fjölbreyti- leika í dag. Sú birtingarmynd homma sem hefur þróast í gegnum tíðina birtist að mestu í sjónvarpi og þáttum þar sem hlutverk homma virðist oftar en ekki vera ýkt týpa og er stællegi og óskammfeilni samkynhneigði besti vinurinn til dæmis klassísk erkitýpa úr kvikmyndum og sjónvarpi sem enn nýtur mikilla vinsælda. „Það sem við sjáum í sjónvarpinu er ekki endilega raunveruleikinn. Samkynhneigðir einstaklingar eru auðvitað bara venjulegt fólk, enda á það ekki að skipta neinu máli hvort þú ert hommi, lesbía eða ekki. Við erum virkilega spenntir að upp- lifa Gleðigönguna hér í Reykjavík í dag áður en við höldum áfram að ferðast,“ segja þeir félagar að lokum. Félagarnir njóta þess að ferðast saman og í dag ætla þeir að mæta í gleðigönguna. Fréttablaðið/Hanna Otas eiustque eaRepe dOlup- tiOs eatissit pRae evendis alis sOllORR untemped eveni apeR- undunt, ut Það sem við sjáum í sjónvaRpinu eR ekki endilega RaunveRuleikinn. samkynhneigðiR einstakl- ingaR eRu auðvitað baRa venjulegt fólk, enda á Það ekki að skipta neinu máli hvORt Þú eRt hOmmi, lesbía eða ekki. Þeir eiga það sameiginlegt að vera samkynhneigðir og elska að ferðast. Félagarnir Richard og alan, eru hér á landi í þeim megin­ tilgangi að upplifa Gleðigönguna og fagna frelsinu og hamingjunni. svavar Örn útvarpsmaður Gangan snýst meira um mannréttindi en nokkuð annað – að hver og einn fái að fljúga eins og hann er fiðraður. Við þurfum að standa vörð um okkar mannréttindi, sérstaklega í ljósi þess sem er að gerast í heim- inum. Reynslan sýnir okkur að það er auðvelt að missa mannréttindi þegar brjálæðingar ná völdum. Hins vegar finnst mér dásamlegt að sjá á Hinsegin dögum hvað Íslendingar almennt eru for- dómalausir – hvernig gangan og hátíðahöldin öll hafa orðið stærri viðburður með hverju árinu. Á svokölluðu Regnbogakorti, sem Evrópusamtök hinsegin fólks gefa út árlega, er Ísland í fjórtánda sæti og öll önnur Norðurlönd standa framar en Ísland í málaflokknum. Þar höfum við dregist aftur úr, sem eru slæmar fréttir. Þess vegna er mikilvægt að halda þessum málstað á lofti og hafa hátíðina í ár og næstu ár sem allra glæsi- legasta. dagur b. eggertsson borgarstjóri Gangan er gleði- og mannrétt- indaganga. Ein stærsta fjölskyldu- skemmtun árs- ins. Það er engin tilviljun því það verður enginn ósnortinn af tilfinn- ingunum, ást og stuði í magnaðri blöndu. Þannig líður mér a.m.k. alltaf. Ástæðan fyrir því hvað þessi gleði og gangan sjálf er mikilvæg er sú að barátta fyrir mannréttind- um hinsegin fólks er öðrum þræði barátta fyrir því að við höfum rétt á að vera eins og við erum og njóta okkar á eigin forsendum, en þurfum ekki að vera steypt í sama mót. Ég er sjaldan eins stoltur af því að vera borgarstjóri eins og í Gleðigöngunni. lilja ósk magnúsdóttir Göngustjóri Hinsegin daga Ég hef verið sjálf- boðaliði í gleðigöngu Hinsegin daga síðan ég opinberaði tilfinningar mínar og leyfði mér að elska þann sem ég elska. Í göngunni á morgun þá fagna ég því samfélagi sem ég tilheyri – frelsi, fjölbreyti- leika og fordómaleysi en minnist þess einnig að við göngum líka fyrir allt hinsegin fólk í heiminum. Guðrún Jóna Stefánsdóttir gudrunjona@frettabladid.is anna kristjánsdóttir vélfræðingur Gleðigangan er algjörlega nauðsynleg. Ekki aðeins til að sýna baráttuviljann, heldur til að sýna það að við erum til og við þorum að standa saman. Fyrir aðeins ör- fáum áratugum hefði enginn þor- að að mæta í svona göngu. Þá var allt í felum. Eftir að ég kom fyrst út úr skápnum varð maður fyrir alls kyns aðkasti, en það hefur gjörbreyst. Gleðigangan á stóran þátt í því. Svo þurfum við að sýna samstöðu utan landsteinanna, því á sumum svæðum á hinsegin fólk mjög erfitt uppdráttar og réttindi þess takmörkuð – það þarf ekki að líta nema til Færeyja til að sjá það, þótt þar séu að verða jákvæðar breytingar líka. 6 . á G ú s t 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R44 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð 0 6 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :5 8 F B 0 9 6 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 0 -B 3 6 0 1 A 3 0 -B 2 2 4 1 A 3 0 -B 0 E 8 1 A 3 0 -A F A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 9 6 s _ 5 _ 8 _ 2 0 1 6 _ C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.