Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 36

Fréttablaðið - 22.10.2016, Síða 36
 Það var mjög hörð lending þegar mér mistókst í fyrsta skipti. Það heyrðist ekkert nema dynurinn í loftræstingunni og glamrið í klökunum í drykkjunum meðan ég reyndi að vera fyndin. Ég varð þurr í munninum og hvít í framan. Fór svo beint heim og grenjaði ofan í viskíflösku. Snjólaug Lúðvíks Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is „Það var gott að byrja á þessu í London, þar sem enginn þekkti mig og ekkert félagslegt sjálfsmorð þó ég gerði mig að fífli.“ Snjólaug Lúðvíks uppistandari treður upp á Café Rosenberg í kvöld. Mynd/AnnA MAggý „Við heitum því hógværa nafni, „Haha, voða fyndið“, en þetta er engin kaldhæðni, við erum svaka­ lega fyndin,“ segir uppistand­ arinn Snjólaug Lúðvíksdóttir en hún kemur fram á Rosenberg í kvöld ásamt meðgrínurum sínum, Bylgju Babýlons, Ara Eldjárn, Jon­ athan Duffy, Andra Ívars og Jó­ hannesi Inga. „Jóhannes Ingi er litla barnið okkar, við erum að kenna honum á lífið. Ari er svona kempan í hópn­ um, Andri er með sönguppistand og Bylgja talar um píkuna á sér í korter! Ég er lang fyndnust, það er engin spurning,“ segir Snjólaug svellköld, spurð út í dagskrána. Hún skellir síðan upp úr, er auðvit­ að að grínast og segist taka sjálfa sig miskunnarlaust fyrir á sviðinu. „Ég geri grín að því hversu mikill hálfviti ég er, gengur ekk­ ert á Tinder hjá mér og svo tala ég líka um það sem fer í taugarn­ ar á mér. Stundum grínast ég fyrir neðan beltisstað svo það er bann­ að að mæta með börnin. Þetta er fullorðins.“ Snjólaug byrjaði í uppistandi fyrir þremur árum í London, þar sem hún lærði handritagerð. Eng­ inn hafi hins vegar viljað sjá hand­ ritaskrifin hennar svo hún ákvað að prófa uppistand. Hún sló í gegn á fyrsta kvöldi og sveif í gleðivímu marga daga á eftir. „Mér gekk rosalega vel. Vann meira að segja einhverja keppni. Kannski byrjendaheppni en uppi­ standið er eins og fíkn. Ég var glöð í viku á eftir og gat ekki hætt. Það var mjög hörð lending þegar mér mistókst í f y r s t a skipti,“ r ifjar Snjó ­ laug upp. „Algjör niðurlæging. Eins og að standa ein og alls­ ber á Miklubrautinni. Það heyrð­ ist ekkert nema dynurinn í loft­ ræstingunni og glamrið í klökun­ um í drykkjunum meðan ég reyndi að vera fyndin. Ég varð þurr í munninum og hvít í framan. Fór svo beint heim og grenjaði ofan í viskíflösku. En, af því að ég vissi hversu dásamleg tilfinningin er þegar vel tekst, gat ég ekki hætt. Það var líka gott að byrja á þessu í London þar sem enginn þekkti mig og ekkert félagslegt sjálfsmorð þó ég gerði mig að fífli.“ En hér þekkist þú. Hvað segir fjölskyldan við dónabröndurun­ um? „Ætli ég eigi ekki bara svo klikkaða fjölskyldu því þau fíla þetta bara!“ segir Snjólaug og hlær. „Mamma mætir á hvert ein­ asta uppistand og segir bara: „flott hjá þér!“ þó ég sé að tala um eitt­ hvað kynlífsdót. Það getur auðvit­ að verið vandræðalegt að vita af henni í salnum. En líka gott ef það gengur illa. Hún lýgur alltaf blá­ kalt að mér að ég hafi staðið mig frábærlega.“ Dagskráin hefst klukkan 22. Bannað að mæta með Börn, þetta er fullorðins Eplakaka er alltaf mjög góð. Hvernig væri að baka eina slíka um helgina með kaffinu. Best er að bera hana fram volga með ís eða rjóma. Kakan hentar líka vel í barnaafmæli því þetta er stór upp­ skrift. 7 epli Safi úr einni sítrónu 500 g mjúkt smjör 500 g sykur 8 egg 500 g hveiti 3 tsk. vanillusykur 3 tsk. lyftiduft Smjör til að smyrja ofnskúffuna Ofan á kökuna fer: 2 msk. sykur 1 msk. kanill 100 g grófhakkaðar möndlur og hnetur Hitið ofninn í 190°C. Skrælið eplin, skerið þau til helminga og kjarn- hreinsið. Skerið í fínar sneiðar. Leggið eplasneiðarnar í sítrónu- vatn. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið einu eggi í einu saman við og hrærið. Sigtið hveiti, vanillusyk- ur og lyftiduft og bætið út í smjör- kremið. Hrærið allt vel saman. Smyrjið form sem er um 25x40 cm. Setjið deigið í formið og raðið síðan eplasneiðunum í það. Dreif- ið kanilsykri, möndlum og hnetum yfir. Bakið kökuna í 40-45 mínútur. Berið fram volga með vanilluís eða þeyttum rjóma. eplakaka í ofnskúffu Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari með meiru verður með grín á Café Rosenberg í kvöld. Hún sló í gegn á sínu fyrsta uppistandi í London fyrir þremur árum en hágrét ofan í viskíflösku þegar það það hló ekki sála. Hún segir uppistand eins og fíkn sem ekki er hægt að hrista af sér og tekur sjálfa sig miskunnarlaust fyrir á sviðinu. 2 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r4 F ó L k ∙ k y n n i n G A r b L A ð ∙ X X X X X X X XF ó L k ∙ i ∙ L í F s s t í L L 2 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 0 7 -5 C 8 4 1 B 0 7 -5 B 4 8 1 B 0 7 -5 A 0 C 1 B 0 7 -5 8 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.