Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook Skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju eru tímaskekkja. Enn var það ítrekað í sumar þegar tilkynnt var úr fjármálaráðuneytinu að taka ætti presta undan forsjá Kjararáðs. Við nánari skoðun reyndist það illmögulegt af því að kirkjan með starfsfólki sínu er ekki ríkisstofnun, heldur sjálfstætt félag samkvæmt lögum. Prestar og starfs- fólk Þjóðkirkjunnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnuveitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Í gildi er lögbundinn viðskiptasamningur á milli kirkju og ríkis um yfir- töku ríkisins á jarðeignum kirkjunnar og afgjaldið fyrir jarðirnar stendur undir launum presta og starfs- fólks á Biskupsstofu. Síðan ákveður Kjararáð fjárhæð launanna. Þessi skipan hefur reynst vel og ólíklegt að annað fyrirkomulag dugi betur. Þetta staðfestir enn og aftur, að kirkjan er sjálf- stæð, frjáls og aðskilin frá ríkinu og er í samræmi við ákvæði 62. gr. stjórnarskrárinnar sem var það eina sem fólkið í landinu vildi ekki breyta í þjóðarat- kvæðagreiðslu um tillögur að nýrri stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Hér er einmitt kveðið á um aðskilda kirkju frá ríkinu sem skal njóta stuðnings og verndar ríkis- valdsins að því leyti að hún sé evangelísk og lútersk. Enda eru miklir hagsmunir í húfi að varðveita og rækta evangelískan og lúterskan sið í landinu sem er grundvöllur frelsis, réttlætis og velferðar, og Norður- löndin hafa verið þekkt af, og mótað hefur menn- ingu og gildismat okkar um aldir. Þar er kirkjan kjölfesta og hefur auk þess umsjón með þjóðarverð- mætum sem aldrei verða metin til fjár. En umfram allt, þá er kirkjan alltaf til þjónustu reiðubúin við fólkið í landinu og stundum eina skjólið þegar á reynir. Þá skiptir máli að vera sjálfstæð í þjónustu og störfum. Það staðfesta lögin um sjálfstæði Þjóðkirkj- unnar frá árinu 1997 og sýna að skoðanakannanir um aðskilnað ríkis og kirkju byggja á staðleysum og eru tímaskekkja. Kirkjan er ekki ríkisstofnun Gunnlaugur Stefánsson Heydölum Prestar og starfsfólk Þjóðkirkj- unnar geta ekki samið við ríkið eins og vinnu- veitanda um launin sín, af því að kirkjan er sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu. Það verður seint sagt um íslensku þjóðina að hún sé fyrirsjáanleg og auðlesin. Það er að minnsta kosti ekki hlaupið að því að átta sig á niðurstöðum kosninganna um helgina, ekki síst í ljósi þess sem á undan er gengið í íslenskum stjórn- málum á undanförnum árum. Af þeim sjö flokkum sem náðu á þing, unnu fimm flokkar ýmist varnar- eða sóknarsigur, tveir guldu svo gott sem afhroð og þjóðin hafnaði núverandi ríkisstjórn þrátt fyrir góða stöðu þjóðarbúsins. Nú þegar hafa leiðtogar tveggja flokka lýst því yfir að eðlilegt sé að þeir fái umboð frá forseta Íslands til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Og það á sama tíma og flokkarnir sjö standa frammi fyrir nánast fordæmalausri stöðu í mögulegri ríkis- stjórnarmyndun á Íslandi. Einu sinni verður allt fyrst. Kannski að íslenska þjóðin hafi fundið þetta á sér þegar hún kaus til forseta Guðna Th. Jóhannesson, doktor í sagnfræði og sérfræðing í sögu embættisins, ábyrgð þess, möguleikum og skyldum. Ekki veitir af. Staðan virðist vera flókin og ófyrirsjáanleg af þeirri einföldu ástæðu að þjóðin er farin að hugsa út fyrir ramma fjórflokksins og útdeilir nú valdi sínu víðar um völl stjórnmálanna en áður hefur tíðkast. Auð- vitað leitar stór hluti kjósenda í það sem þeir þekkja en aðrir virðast segja skítt með hefðina og viðjar vanans. Í þessu sem við getum kallað flippaða fylgið, svo við höldum nú í húmorinn, er að finna áhugaverð skilaboð til þeirra sem voru kjörnir til þings um helgina. Kjósendur höfnuðu sitjandi ríkisstjórn og þeir höfnuðu miðju- vinstriblokkinni og virðast vera að biðja um eitthvað annað. Þetta eitthvað annað er núna verkefni þeirra flokka sem náðu á þing og það felur í sér að eins og kjósendur, þurfa þeir að hugsa út fyrir kassann. Þora að gera málamiðlanir fyrir opnum tjöldum og hafa hugrekki til þess að fylgja vilja kjós- enda og hafa þarfir heildarinnar að leiðarljósi. Verkefni nýrrar ríkisstjórnar, hvernig sem hún verður skipuð, eru ærin. Heilbrigðiskerfið, hús- næðis- og fjármálakerfið, menntakerfið, menningar- stofnanir, ferðaþjónustan, löggæslan, kjör hinna verst settu og þannig mætti áfram telja þarfnast óskiptrar athygli og í framhaldinu aðgerða sem endurspegla ríkidæmi þjóðarinnar og möguleika til velferðar borgaranna. Sátt þarf að nást um atvinnulífið, skatt- lagningu, sjávarútveginn og auðlindagjald, náttúru landsins, virkjanakosti, stóriðju, framtíð og mögu- leika hinna dreifðari byggða. Ríkisstjórn sem ætlar að ná utan um þessi verkefni og fleiri til, þarf að hugsa út fyrir hefðina og viðjar vanans. Þessi ríkisstjórn þarf ríflegan meirihluta og leiðtoga sem eru reiðubúnir til þess að gera mála- miðlanir, takast á við innri sem ytri átök og endur- hugsa íslensk stjórnmál. Það er verkefni dagsins í dag. Hugsað út fyrir hefðina Ríkisstjórn sem ætlar að ná utan um þessi verkefni og fleiri til, þarf að hugsa út fyrir hefðina og viðjar vanans. Allt eða ekkert Samfylkingin vann sætan sigur í borgarstjórnarkosningunum fyrir tveimur árum síðan með fimm borgarfulltrúa og Dag B. Eggertsson öruggan sem borgar- stjóra. Í sveitarstjórnarkosning- unum fékk Samfylkingin 17.426 atkvæði en fær aðeins 3.766 samtals úr Reykjavíkurkjör- dæmunum tveimur nú. Sam- fylkingin hefur þurrkast út á höfuðborgarsvæðinu og er með engan þingmann í þeim þremur kjördæmum sem hingað til hafa þótt sterkustu vígin. Spurningin er hvort borgarstjórnarflokkur- inn muni bjarga ásýnd Samfylk- ingarinnar i borginni eða gjalda annað eins afhroð eftir tvo ár. Þjóðarskútan Það stýrir enginn Pírati þjóðar- skútunni eftir kosningar eins og margir höfðu spáð. Nokkrir þingmenn flokkanna fjögurra sem höfðu lýst yfir samstarfsvilja eftir kosningar voru þegar orðnir hvítir á hnúunum af gremju í garð flokksins og samstarfið var í raun andvana fætt. Þrátt fyrir að Píratar hafi borið sig vel þegar talið var upp úr kjörkössunum og þriðja sætið orðið ljóst herma heimildir blaðsins að tíðindin hafi komið þeim verulega á óvart. Lokafundi fjórbandalagsins á fimmtudag hafi nefnilega lokið með því að einn Píratinn spurði hreinskilnislega: „Og hvenær hringir forsetinn svo í mann?“ snaeros@frettabladid.is 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 D -5 A 8 0 1 B 1 D -5 9 4 4 1 B 1 D -5 8 0 8 1 B 1 D -5 6 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.