Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 39
 Takið vel á móti fermingarbörnunum Þau safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar PIPA R \ TBW A • SÍA • 12290 0 8.990 kr. 14.990 kr. PARIS Borðstofustóll, rauður, svartur, dök- kgrár eða hvítur með viðarfótum. 27.990 kr. 39.990 kr. SALLY Hægindastóll. Koníaksbrúnt eða svart PU-leður og viðarfætur. AFSLÁTTUR 40% AFSLÁTTUR 30% www.husgagnahollin.is 558 1100 HELGAR SPRENGJA LÝ KU R Í D AG BELINA Borðstofustóll. Svartur með viðarfótum. 5.997 kr. 19.990 kr. AFSLÁTTUR 70% 6.990 kr. 14.990 kr. DIMA Borðstofustóll. Hvítur með svörtum löppum. AFSLÁTTUR 53% NORA Skemmtilegur bekkur t.d. við eldhúsborð eða stakur. Svart PU leður og viðarfætur. Stærð: 159 x 56 x 86 cm. 59.990 kr. 89.990 kr. AFSLÁTTUR 33% KENYA Hægindastóll. Grábrúnt slitsterkt áklæði. Stærð: B:69 D:70 H:86 cm 29.990 kr. 59.990 kr. AFSLÁTTUR 50% Fótbolti „Ég er bara að horfa á leik- inn í sjónvarpinu - þetta er ekkert skemmtilegur leikur,“ segir Jón Guðni Fjóluson, miðvörður IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeild- inni, léttur í viðtali við Fréttablaðið. Leikurinn sem um ræðir er 1-1 jafnteflissleikur hans manna gegn Íslendingaliðinu Hammarby á úti- velli en Jón tók út leikbann eftir að fá rautt spjald í umferðinni á undan og verður því að láta sér nægja að horfa á leikinn í sófanum heima. Það var vitaskuld svekkjandi fyrir Jón Guðna að fá rautt í síðustu umferð en það var þó betra að vera yfir höfuð inni á vellinum. Þar átti hann ekki að vera miðað við þær fréttir í byrjun mánaðar að tíma- bili miðvarðarins væri lokið vegna höfuðhöggs sem hann fékk í leik gegn Rosenborg í for- keppni Meistaradeildar- innar. Fékk grænt ljós Framarinn missti af tólf leikjum frá 23. júlí til 18. október þegar hann sneri aftur nokkuð óvænt. „Það var búið að afskrifa mig en síðan var farið með þetta aðeins lengra,“ segir Jó n G u ð n i sem kom inn á sem vara- maður gegn Fa l ke n b e r g en spilaði svo allan leikinn fram að rauða spjaldinu gegn Elfsborg í síð- ustu umferð. „ Þ e t t a e r u óvenjuleg meiðsli í fótbolta,“ segir Jón, en hann fékk slæmt högg á bein rétt við gagnaugað - þó ekki kjálkabeinið - sem er þynnra en höfuðkúpan og stórhættulegt að fá annað högg á meðan brotið er að gróa. „Þeir grófu upp hokkílækni og sérfræðinga sem eru vanari svona meiðslum. Þeir sögðu að það væri í lagi að spila með svona grímu eða hjálm eins og ég nota núna. Það verndar þetta. Þetta var samþykkt af sérfræðingum eftir að hjálmurinn var smíðaður.“ Jón fagnar því að sjálfsögðu að komast fyrr út á völlinn en tíminn á hliðarlínunni var erfiður. „Það var mjög gaman að fá að spila aftur og líka óvænt. Maður var búinn að vera hundfúll og illa pirraður að vera bara alltaf skokk- andi á hliðarlínunni á meðan hinir spiluðu leikina. Tímasetning var líka leiðinleg. Ef ég hefði komið til baka aðeins fyrr hefði ég náð toppbaráttu leikjunum gegn Malmö og AIK,“ segir Jón Guðni, en tapið í síðustu umferð hjálp- aði Malmö að verða meistari. „Ég skil samt vel að ég fór ekki fyrr af stað. Þetta eru þannig meiðsli að það verður að fara mjög varlega með þetta. Ef ég hefði fengið annað högg hefði allt g e t a ð farið á versta v e g . Það hefði getað blætt inn á þetta og kannski væri ég bara ekki hér,“ segir hann. Einn af gömlu köll- unum Norrköping varð óvænt meistari í fyrra en þrátt fyrir að missa suma af sínum bestu leikmönnum eins og Arnór Ingva Traustason var engin meistaraþynnka hjá liðinu. Það er búið að tryggja sér Evrópusæti. „Við komum öllum á óvart nema okkur sjálfum. Það héldu ekki margir að við gætum verið aftur í baráttunni vegna meiðslanna og leikmannanna sem við misstum,“ segir Jón og bætir við að stuðnings- menn liðsins og allir innan félagsins séu ánægðir með árangurinn. „Félagið hefur verið í lægð undan- farin ár en nú er uppbyggingin að skila sér. Það voru margir seldir en samt náðum við að halda okkur við toppinn. Þetta hrundi aðeins undir lokin hjá okkur. Við töpuðu ekki í einhverjum 20 leikjum í röð en svo töpuðum við núna þremur af síðustu fjórum.“ Meðalaldurinn er ekki hár hjá Norrköping-liðinu og um það er Jón Guðni vel meðvitaður. „Ég er ekki nema 27 ára en samt eru bara 3-4 hérna sem eru eldri en ég. Maður er bara orðinn gamall,“ segir hann og hlær við. Jón er orðinn þriggja barna faðir og segir fjölskylduna njóta sín í Norrköping. „Þetta eru orðin þrjú stykki. Núna er þetta bara orðið fínt,“ segir hann kíminn. „Við erum mjög ánægð hérna og höfum ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er félag á uppleið og menn vilja leggja eitthvað í þetta. Ég hlakka bara til næstu leik- tíðar,“ segir Jón Guðni Fjóluson. tomas@365.is Hokkílæknir til bjargar Jón Guðni Fjóluson átti ekki að spila meira á leiktíðinni með Norrköping eftir slæmt höfuðhögg frá íslenskum leikmanni í Meistaradeildarleik. Hitti lækni úr annarri íþrótt sem gaf grænt ljós. Þriggja barna faðir sem nýtur lífsins í Svíþjóð. Þetta eru þannig meiðsli að það verður að fara mjög varlega með þetta. Ef ég hefði fengið annað högg hefði allt getað farið á versta veg. Jón Guðni Fjóluson s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 15M Á N U D A G U r 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 D -6 E 4 0 1 B 1 D -6 D 0 4 1 B 1 D -6 B C 8 1 B 1 D -6 A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.