Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 2
Einnig: Georgía & Azerbædsjan, Hvítarússland, Úzbekistan og Túrkmenistan, siglingar Rússlandi www.bjarmaland.is bjarmaland@bjarmaland.is 770 50 60 FRAMHALD JÓLA í Moskvu 5.-9. janúar 150 200 kr. ÆVINTÝRALJÓMI TRANSILVANÍU Í fótspor Drakúla greifa 20.- 27. maí 161 700 kr. HIÐ ÓÞEKKTAINDÓKÍNA 8.- 23. apríl 598 000 kr. INDLANDbónus - Moskva 13.feb.- 2.mars 563 000 kr. FERÐIR 2017 nokkur sæti laus! Veður Hvöss norðvestanátt á austurhelmingi landsins, stormur á Austfjörðum og einnig á Suðausturlandi. Mun hægari vindur vestantil. Él á norðaustanverðu landinu og stöku skúrir eða él vestantil. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. sjá síðu 18 Undirbúa flutning í keiluhöllina „Þetta sýnir andann í félaginu að fólk sé mætt hingað á sunnudagsmorgni í sjálfboðavinnu. Þeir sem mættu fengu frían alvöru þrektíma,“ segir Haraldur Dean Nelson oft kenndur við Mjölni. Vaskur hópur iðkenda Mjölnis var mættur í gömlu keiluhöllina í morgun til að rífa upp brautir og gólf keilusalarins. Mjölnir festi nýlega kaup á húsnæðinu og hyggst opna þar æfingaaðstöðu um næstu áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Kosningar  Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem ekki náði manni inn á þing í nýafstöðnum kosningum sem hefur náð lágmarki til að eiga rétt til framlaga úr ríkissjóði. Flokkurinn hlaut 3,5 prósent greiddra atkvæða, en að lágmarki þarf 2,5 prósent atkvæða til að eiga rétt á framlögum. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næst- liðnum kosningum. Upphæðin er ákveðin með fjár- lögum hverju sinni. Í fyrra fengu flokkar alls 286 milljónir samkvæmt fjárlögum 2016. Ef upphæðin helst sú sama í næstu fjárlögum má gera ráð fyrir að Flokkur fólksins myndi fá allt að 10 milljónir króna. – sg Flokkur fólksins kemst á fjárlög Kosningar Meðalaldur nýkjörinna þingmanna er 46,8 ár. Það er yngsta Alþingi á lýðveldistíma. Leita þarf aftur til kosninganna 1934 til að finna yngra þing. Þingflokkur Pírata er áberandi yngstur en meðalaldur þingmanna þeirra er 30,5 ár. Þingflokkar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru elstir en meðalaldur beggja flokka er rúmlega 57,6 ár. Yngstu þingmennirnir eru fæddir árið 1990. Það eru Píratarnir Ásta Guðrún Helgadóttir og Eva Pan- dora Baldursdóttir og Sjálfstæðis- konan Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir. Af þeim þremur er Áslaug Arna yngst. Aldursforseti þessa þings er Vinstri græni nýliðinn Ari Trausti Guðmundsson en hann verður 68 ára gamall í desember. Á hæla hans fylgja Sjálfstæðismennirnir Vil- hjálmur Bjarnason, 64,5 ára, og Páll Magnússon, rúmlega 62 ára. – jóe Yngsta þing frá því fyrir stríð Samfylkingin galt afhroð í alþingis- kosningunum sem fram fóru á laugardaginn. Flokkurinn meira en helmingaði fylgi sitt og fékk ein- ungis 5,7 prósent og þrjá þingmenn kjörna. Flokkurinn missti alla þing- menn sína á höfuðborgarsvæðinu sem verður að teljast töluverð tíð- indi þar sem flokkurinn hefur alla jafna sótt fylgi sitt þangað. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins náði kjöri, auk Loga Einarssonar varaformanns og Guðjóns S Brjáns- sonar oddvita Norðausturkjördæm- is. Einungis Logi er kjördæmakjör- inn en hin tvö jöfnunarþingmenn. Árni Páll Árnason, Oddný ætlar ekki að segja af sér formennsku Samfylkingin er minnsti flokkurinn á Alþingi eftir kosningarnar. Oddný Harðardóttir segir enga kröfu hafa komið fram um afsögn sína. Borgarstjórnar- flokkurinn kom saman eftir að flokkurinn missti alla þingmenn í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Helgi Hjörvar og Valgerður Bjarnadóttir náðu ekki kjöri. Stjórn Samfylkingarinnar fundaði um stöðu flokksins í gær. Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar og segir Oddný að hún muni ekki stíga til hliðar sem formaður um sinn.  „Við skoðum það í sam- hengi við annað, hvað við teljum heppilegt að gera. Það hefur engin krafa komið fram um það að ég fari að stíga til hliðar daginn eftir kosn- ingar. Ég held að menn séu sammála um að við tökum ákvörðun um það saman. Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu,“ segir Oddný. Fréttablaðið hafði samband við áhrifafólk innan Samfylkingarinn- ar og er mismunandi í þeim tónn- inn varðandi stöðu formannsins. Nokkrir voru þeirrar skoðunar að Oddný þyrfti að segja af sér í ljósi stöðunnar og einn hafði á orði að ef Samfylkingin ætti að taka stöðu sína alvarlega þyrfti Oddný að segja af sér. Aðrir töldu rétt að leyfa ryk- inu að setjast áður en einhver rót- tæk ákvörðun yrði tekin. „Í dag er maður náttúrulega svo hundfúll,“ segir Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins. „Tökum tvo daga í að anda inn og út og síðan þarf hver og einn að íhuga sína stöðu.“ Líkt og fram hefur  komið missti Samfylkingin alla sína þing- menn í Reykjavík á sama tíma og  borgarstjóri kemur úr röðum flokksins. Fréttablaðið hefur heim- ildir fyrir því að borgarstjórnarfull- trúar og nefndamenn flokksins hafi fundað í gærkvöldi til að ræða stöðu flokksins. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir uppstokkun blasa við á vinstri vængnum. Fylgi félagshyggjufólks sé að dreifast mjög víða. „Það er ein- hver blæbrigðamunur á milli fram- boða og margir voru að tala fyrir því sama í aðdraganda kosninga. Þetta strandar ekki á málefnastöðunni, frekar á einhverjum persónum,“ segir hann. „Mér finnst skylda að félags- hyggjufólk hugi að því með ein- hverjum hætti hvernig væri best að gera þetta. Nú er VG með góðan sigur en samt verður flokkurinn hugsanlega bara meðalstór stjórnar- andstöðuflokkur af því vinstrið er eins og það er,“ segir Magnús. stefanrafn@frettabladid.is thorgnyr@frettabladid.is Kosningar 2016 2009 2013 2016 ✿ Fylgisþróun frá 2009 n Reykjavík suður n Reykjavík norður 57% 62% 23.235 10.001 3.766 5.007 1.944 11.667 11.568 4.994 1.822 Kosningar  „Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki að öllu leyti á óvart eftir það sem á undan er gengið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, um niðurstöðu kosninganna. Framsókn hlaut 11,5 prósent atkvæða. Að mati Sigmundar hefði flokknum gengið betur undir hans stjórn.  „Ég var búinn að leggja drög að því hvernig með öflugri kosningabaráttu hefðum við getað hækkað fylgið um kannski fjögur prósentustig  og svo kannski tvö í viðbót í kosningunum sjálfum. Við hefðum þá getað gert ráð fyrir 18 til 19 prósenta fylgi.“ „Að vera með flokkinn í inn- byrðis átökum vikum og mánuðum saman, frekar en að einbeita sér að því að undirbúa kosningar og fara samhent í þær með þennan árangur sem við vorum búin að ná, leiddi til þessarar niðurstöðu. Þeir sem höfðu áhyggjur af Pírata- stjórn fóru yfir á Sjálfstæðisflokk- inn sem auðnaðist það að standa saman." – sg Hefði farið með flokkinn í 19% Oddný Harðardóttir segir flokksmenn ætla að fara yfir stöðuna FRÉTTABLAÐIÐ/HANNA Ég geri það sem er flokknum fyrir bestu. Oddný Harðardóttir, formaður Samfylk- ingarinnar 3 1 . o K t ó b e r 2 0 1 6 M á n u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 D -5 F 7 0 1 B 1 D -5 E 3 4 1 B 1 D -5 C F 8 1 B 1 D -5 B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.