Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 38
Hvað gerðu Gylfi og Jóhann Berg? Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði nýliða Burnley sem gerðu sér lítið fyrir og sóttu stig á Old Trafford. Jóhann Berg spilaði mjög vel í leiknum, sérstaklega í vörninni. Gylfi mætir Stoke í kvöld Stærstu úrslitin Midd- lesbrough vann Bournemouth, 2-0, sem var mikilvægt fyrir nýliðana. Þeir voru fyrir leikinn um helgina ekki búnir að vinna í sjö leikjum í röð. Hetjan Tom Heaton, markvörður Burnley, bauð upp á eina ótrú- legustu frammistöðu í manna minnum gegn United. Hann varði allt sem kom á markið og var öruggur allan leikinn. Kom á óvart Jafntefli Burnley kom hvað helst á óvart í umferð þar sem nær öll efstu liðin unnu nema Tott- enham sem gerði jafntefli við Eng- landsmeistara Leicester. Burnley sótti gott stig á Old Trafford. Þetta West Ham-lið eru svo mikil vonbrigði. Ömur- leg kaup í sumar. Allir nýju mennirnir hafa ekkert gert, bara skemmt. Magnús Andrésson @MagnusAndresson Nýjast Sunderland 1 – 4 Arsenal Man. Utd 0 – 0 Burnley M.Boro 2 – 0 Bournemouth Tottenham 1 – 1 Leicester Watford 1 – 0 Hull WBA 0 – 4 Man. City C. Palace 2 – 4 Liverpool Everton 2 – 0 West Ham Southampton 0 – 2 Chelsea Efst Man. City 23 Arsenal 23 Liverpool 23 Tottenham 20 Chelsea 19 Neðst West Ham 10 Stoke 9 Hull 7 Swansea 5 Sunderland 2 Enska úrvalsdeildin Olís-deild kvenna Grótta - Valur 25-29 Markahæstar: Sunna María Einarsdóttir 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir 2 - Díana Dögg Magnúsdóttir 8, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 4, Kristín Guð- mundsdóttir 3. Stjarnan - Fylkir 25-20 Markahæstar: Helena Rut Örvarsdóttir 8, Solveig Lára Kjærnested 4, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 3 - Thea Imani Sturludóttir 8, Christine Rishaug 4, Þuríður Guðjónsdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 2. Haukar - Selfoss 27-28 Markahæstar: Ramune Pekarskyte 6, Maria Ines Da Silve 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Vilborg Pétursdóttir 4 - Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Dijana Radojevic 4, Adina Maria Ghidoarca, Carmen Palamariu 3, Fram - ÍBV 20-17 Markahæstar: Ragnheiður Júlíusdóttir 7, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Steinunn Björns- dóttir 4, Hulda Dagsdóttir 1, Eva Þóra Arnar- dóttir 1 - Ester Óskarsdóttir 8, Telma Silva Amado 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 2. Efst Fram 13 Stjarnan 13 Haukar 10 Valur 8 Neðst ÍBV 6 Selfoss 4 Fylkir 2 Grótta 2 HAndBolti Geir Sveinsson, lands- liðsþjálfari í handbolta, hristi ærlega upp í hlutunum þegar hann valdi hópinn fyrir leikina gegn Tékklandi og Úkraínu í undankeppni EM 2018 sem fram fara í þessari viku. Lykil- menn á borð við Snorra Stein og Alexander Petersson eru hættir og þá valdi Geir ekki stórlaxa á borð við Róbert Gunnarsson og Vigni Svavarsson. Geir finnst of margir línumenn hafa verið í hópnum undanfarin misseri en tvær skiptingar milli varnar og sóknar hafa verið vanda- mál liðsins í langan tíma, sérstak- lega í nútíma handbolta þar sem svona skiptingar eru að deyja út. Svar Geirs við þessu var að kalla inn Arnar Frey Arnarsson, tvítugan Framara sem er á sínu fyrsta tíma- bili sem atvinnumaður hjá Sví- þjóðarmeisturum Kristianstad. Þar hefur þessi tröllvaxni og ljóshærði línumaður fengið að spila bæði vörn og sókn og er að taka miklum framförum. Í síðustu leikjum hefur hann verið að skora 4-6 mörk í leik og þá var honum kastað beint í djúpu laugina í Meistaradeildinni þar sem hann spilar við þá bestu í hverri viku. Bjóst ekki við að vera valinn „Ég er mjög glaður að vera kominn í landsliðið,“ segir Arnar Freyr en Fréttablaðið tók hann tali eftir æfingu liðsins í Laugardalshöll í gær þar sem ríflega helmingur hópsins var kominn saman fyrir leikinn gegn Tékklandi á miðvikudags- kvöldið. Hann segir landsliðskallið hafa komið sér á óvart. „Ég verð að segja það. Ég bjóst ekki við að vera valinn því við eigum svo frábæra línumenn. Geir vill samt greinilega hafa mig þannig að ég ætla að reyna að sýna hvað ég get og halda mér í hópnum,“ segir Arnar. Geir vill samt augljóslega miklu meira en bara hafa Arnar í hópn- um. Reynsluboltar voru settir á ís en hann tekinn inn – leikmaður sem getur bæði spilað sókn og vörn. Í raun er smá pressa á Arnari að standa sig og sá stóri er hvergi banginn. „Það er bara fínt. Ég fíla það. Ég vil eins mikla pressu og hægt er. Þannig er þetta hjá mér í Svíþjóð. Það eru 5.000 manns á hverjum leik þann- ig að það er eins gott að standa sig. Ég fíla pressuna í botn og vonandi næ ég bara að standast þessar vænt- ingar.“ Þrátt fyrir að vera ekki smeykur er Arnar fullmeðvitaður um að það verður ekkert grín að koma sér inn í spilamennsku íslenska liðsins á jafnskömmum tíma og það fær til æfinga. „Það er mikil vinna framundan og lítill tími til að vinna með þann- ig að við sjáum til. Ég á að spila þrist í vörn og þar er maður mikið að hugsa og leiðbeina þannig að þetta verður erfitt. En til þess er maður í þessu. Ég vill hafa þetta erfitt og krefjandi. Þannig bætir maður sig,“ segir Arnar Freyr. Veit hvað þarf að bæta Stökkið hjá Arnari var og er stórt. Hann fór úr Olís-deildinni hér heima í meistaralið í Svíþjóð sem spilar í Meistaradeildinni. Óhætt er að fullyrða að fáir leikmenn hafi fengi aðra eins eldskírn í Meistara- deildinni en Arnar Freyr er búinn að mæta Vardar Skopje, Evrópumeist- urum Kielce, PPD Zagreb og Rhein Neckar Löwen. „Það er stór plús fyrir mig að spila í Meistaradeildinni og það hjálpar mér mikið að bæta mig. Ég er búinn að standa mig vel í Svíþjóð og allt í lagi í Meistaradeildinni,“ segir Arnar sem er búinn að skora tíu mörk í þessum fjórum leikjum en fjögur af þeim komu í eins marks tapi gegn Þýskalandsmeisturum Löwen. Leik- irnir gegn þeim bestu hafa sýnt Arn- ari hvað hann þarf að bæta. „Þetta hefur gengið ágætlega en ef ég á að gagnrýna mig fyrir eitthvað á ég enn eitthvað í land líkamlega. Ég er nú samt bara tvítugur þannig að það verður ekkert mál. Ég mætti líka alveg vera sneggri á fótunum en þetta kemur. Ég er nú þegar búinn að bæta mig helling. Ég þarf að styrkja mig en passa samt að verða ekki of þungur því ég vil spila bæði vörn og sókn og verð því að halda snerpunni,“ segir Arnar Freyr. Þegar Arnar Freyr spilaði hér heima var hann mest notaður sem varnar- maður en hann skoraði tvö mörk að meðaltali í leik á síðustu leiktíð . „Mér finnst að þjálfarar á Íslandi ættu að leyfa línumönnum sem geta spilað vörn og sókn að gera það. Við verðum að búa til fleiri svona leikmenn því svona er alþjóðlegi boltinn í dag. Menn verða að geta spilað beggja megin vallarins. Það er ekkert lengur hægt að skipta í vörn og sókn. Sérstaklega ekki í Meistara- deildinni.“ tomas@365.is Vonandi stenst ég væntingar Arnar Freyr Arnarsson er maðurinn sem á að leysa línuvandræði íslenska landsliðsins. Framarinn ungi byrjar frábærlega í atvinnumennskunni þar sem honum var kastað í djúpu laugina í Meistaradeildinni. Arnar Freyr Arnarsson er vonandi leikmaðurinn sem Ísland hefur verið að leita að – alhliða línumaður sem getur bæði spilað vörn og sókn. FréttABlAðið/HANNA Kristianstad-strákarnir Arnar Freyr, Ólafur og Gunnar Steinn á landsliðs æfingu í gærkvöldi. Tala íslensku í leikjum Með Arnari Frey hjá Kristianstad spila Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson en allir eru þeir í íslenska landsliðshópnum. Ólafur og Gunnar hafa hjálpað Arnari mikið á sinni fyrstu leiktíð í atvinnumennskunni. Ólafur varð meistari með Kristianstad á síðustu leiktíð en Gunnar er nýr hjá liðinu eins og Arnar. Hann er þó öllu reyndari sem atvinnumaður. „Það er alveg geggjað að vera með tvo Íslendinga með mér sem hjálpa mér að komast inn í leikkerfin og tungumálið. Þegar við erum þrír inná vellinum að spila tölum við líka bara íslensku. Það sem þeir hafa gert fyrir mig hingað til er alveg ómetanlegt. Að spila í Meistaradeildinni er líka stór plús og það er að hjálpa mér mikið að bæta mig. Ég er rosalega ánægður með þetta,“ segir Arnar Freyr. 3 1 . o K t ó B e r 2 0 1 6 M Á n U d A G U r14 S p o r t ∙ F r É t t A B l A ð i ð sport 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 D -5 F 7 0 1 B 1 D -5 E 3 4 1 B 1 D -5 C F 8 1 B 1 D -5 B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.