Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.10.2016, Blaðsíða 34
Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Sandra Dís í eldhúsinu, á sínum uppáhaldsstað á heimilinu. MynD/GVA Hnífur sem Sandra Dís keypti í Japan. Vegglampi frá Ligne roset sem heitir Josephine 5D eftir B.Dubos & R.Fard. Sandra Dís heldur mikið upp á þennan Iittala vasa sem hún fékk að gjöf frá ömmu sinni og afa. Uppáhalds hönnuður? Mér finnst erfitt að nefna einn ákveðinn hönnuð þar sem ég held upp á svo marga hluti frá mörgum hönnuð- um. Svo á ég marga uppáhalds- byggingar og þær eru einnig allar hver frá sínum arkitektinum. Uppáhaldshönnunarmunur? Það er lampi frá Flos sem heitir 2097-50 eftir Gino Sarfatti. Hann er búinn að vera efst á óskalistan- um hjá mér lengi vel en núna er hann aðeins of stór til að passa fal- lega inn í íbúðina okkar. Svo bíð ég spennt eftir sófaborði sem heit- ir Ayala sem ég var að panta frá versluninni Seimei en ég var búin að hafa augastað á því í svona hálft ár áður en ég sló til og keypti það. Þetta borð er gegnheilt þverskorið úr akasíuviði og því er ekkert borð eins sem gerir það svo heillandi. Uppáhaldshlutur á heimilinu? Það eru þrír hlutir sem standa upp úr núna en þeir eru: Gamall Iittala vasi sem ég fékk að gjöf frá ömmu og afa. Hnífar sem við keyptum í Japan núna um daginn en Japanar eru með svo ótrúlega flott úrval af fallegum hágæðahnífum. Í þriðja lagi er það vegglampi frá Ligne roset sem heitir Josephine 5D eftir B.Dubos & R.Fard en hann kemur svo skemmtilega út þegar kveikt er á honum og gefur frá sér fallega skugga. Uppáhaldsstaðurinn á heim- ilinu? Ég verð að segja eldhús- ið, þar sem ég ver miklum tíma í eldamennsku og bakstur. Svo hefur íbúðin okkar þann kost að eldhúsið er opið inn í stofu. Ég er því alltaf með fjölskyldunni eða gestum þó ég sé að stússast í eldhúsinu. Þó getur það stundum verið ókostur þegar maður nenn- ir ekki að skella leirtauinu beint í uppþvottavélina. Uppáhaldshönnun úr eigin smiðju? Það eru tvö verkefni sem ég er að vinna að þessa dagana. Annars vegar hótel undir Eyja- fjöllum sem á að opna í byrjun næsta árs en þar sé ég um alla inn- anhúss- og lýsingarhönnun. Hins vegar Bláalónshótel og spa. Ég hef ásamt samstarfsfélaga mínum verið að hanna alla lýsingu inn í þessa stórkostlegu byggingu sem mun opna árið 2017. Hvert er nýjasta verkefnið þitt? Ég er að byrja á tveimur skemmti- legum verkefnum. Það er breyting á einbýlishúsi og lýsingarhönn- un fyrir hótel úti á landi þar sem verið er að byggja við og breyta. Hvað er framundan hjá þér? Ótrúlega margt skemmtilegt. Til dæmis fer ég til útlanda í næsta mánuði til að skoða framleiðslu á húsgögnum sem ég var að panta fyrir verkefni. Fyrir utan vinnu reyni ég að eyða sem mestum tíma með kærastanum mínum og litla stráknum okkar, sem er ný orðinn eins árs. Lampi eftir Gino Sarfatti er efSt á óSkaLiStanum Sandra Dís Sigurðardóttir innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður hjá LISKA ver miklum tíma við eldamennsku og bakstur. Eldhúsið er enda hennar uppáhaldsstaður á heimilinu. Henni þykir einna vænst um gamlan Iittala vasa. 3 1 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M Á N U D A G U r6 F ó l k ∙ k y N N i N G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y N N i N G A r b l A ð ∙ H e i M i l i 3 1 -1 0 -2 0 1 6 0 5 :1 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 D -7 8 2 0 1 B 1 D -7 6 E 4 1 B 1 D -7 5 A 8 1 B 1 D -7 4 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.