Fréttablaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.05.2016, Blaðsíða 18
Pritzker-arkitektúrverðlaun- in eru þau virtustu sem arkitekt getur hlotið. Þau voru veitt við há- tíðlega athöfn í aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York í apríl. Verðlaunahafinn, Alejandro Ara- vena, er 48 ára gamall og starfar í Sant íago í Síle. Hann er 41. Pritz- ker verðlaunahafinn og sá fyrsti frá Síle. Aravena stofnaði fyrir- tæki sitt, Alej- andro Aravena Arch itects, árið 1994 eftir út- skrift frá Uni- versidad Cat- ólica de Chile. Hann hefur síðan hannað ófáar byggingar fyrir skólann. Sú nýjasta er UC Innovation Center – Anacleto Angelini. Lokið var við bygginguna 2014 en hún hlaut arki- tektúrverðlaun í keppninni „2015 Designs of the Year“ sem haldin er af hönnunarsafninu í London. Aravega hefur hannað fjölda ann- arra bygginga fyrir skólann, þar má nefna byggingu fyrir stærð- fræðideild skólans 1999, Síams- tvíburaturnana árið 2005 og nýja byggingu fyrir læknadeildina árið 2004. Hann er þó best þekktur fyrir brautryðjendastarf sitt í félags- legu húsnæði. Hann hefur frá árinu 2001 leitt „do tank“ verk- efni sem gengur undir nafn- inu Ele mental. Markmið þess er að byggja hús fyrir fátæk samfélög eða þau sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum. Elemental hefur vakið athygli á heimsvísu fyrir sniðugar og ódýrar lausnir. Meginhugsun- in er sú að byggja meginstoð- ir húsa þannig að fólk geti búið þar en skilja hluta húsanna eftir ófullgerða. Þannig er íbúum gefið færi á að eignast ódýrt húsnæði og þeir geta síðar byggt við það eftir eigin höfði þegar efni leyfa. Flest húsin hafa verið reist í Síle. Fyrsta verkefninu, Quinta Monroy Housing project, í Iquique í Síle lauk 2004. Þar fengu 100 fjölskyld- ur framtíðarheimili á svæði sem þær höfðu búið á ólöglega í 30 ár. Element hefur ráðist í svipuð verk- efni utan Síle, og má nefna Mont- errey Housing í Mexíkó árið 2010. solveig@365.is Brautryðjandi í arkítektúr Alejandro Aravena frá Síle hlaut hin virtu Pritzker-arkitektúrverðlaun árið 2016. Hann er hvað þekktastur fyrir húsnæðisverkefnið Elemental sem vinnur að því að útvega fátæku fólki þak yfir höfuðið. Bicentennial-garðurinn í Santiago í Síle . Mynd/CriStoBAl PAlMA Siamese towers eru skólastofur og skrifstofur við háskólann Universidad Católica de Chile. Mynd/CriStoBAl PAlMA UC innovation Center – Anacleto Angelini, við háskólann Universidad Católica de Chile í Santíago. Mynd/ninA VidiC Alejandro Aravena Mynd/CriStoBAl PAlMA Monterrey Housing í Mexíkó eru hluti af verkefnum Elemental. Hluti húsanna er skilinn eftir óbyggður en íbúar geta klárað húsin þegar þeir hafa ráð á því og gert það eftir eigin höfði. Mynd/rAMiro rAMirEz Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig. Líttu í kringum þig í næstu verslun. Þú kemur eaust auga á eitthvað ljómandi gott. H E I L N Æ M T O G N Á T T Ú R U L E G T LJÓMANDI GOTT solgaeti.isheilsa.is 3 0 . m a í 2 0 1 6 m Á N U D a G U R2F ó l k ∙ k y N N i N G a R b l a ð ∙ H e i m i l i 3 0 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 9 2 -8 F 9 4 1 9 9 2 -8 E 5 8 1 9 9 2 -8 D 1 C 1 9 9 2 -8 B E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.