Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 2
Veður Breytileg átt 3-8 metrar eða hafgola í dag. Skýjað með köflum eða bjartviðri en líkur á síðdegisskúrum, einkum sunnanlands. Hiti víða 10 til 16 stig, en svalara við austurströndina. sjá síðu 16 Ferðaþjónusta „Þetta er fyrst og fremst gert til að bregðast við þessari rosalegu fjölgun farþega og til þess að geta afgreitt allar þessar vélar,“ segir Gunnar Sigurðsson, markaðs- stjóri Isavia, en færst hefur í aukana að flugvélar á Keflavíkurflugvelli komi ekki upp að flugstöðinni heldur taki inn farþega úti á svokölluðum fjar- stæðum. Þetta þurfti að gera til að bregðast við fjölgun flugtaka og lendinga á Keflavíkurflugvelli en frá því í janúar á þessu ári til maí voru sam- tals 30.204 flugtök og lendingar skráð á vellinum. Þá hafa 2,2 millj- ónir farþega farið um völlinn á sama tímabili en það er þrjátíu prósenta fjölgun frá því í fyrra. Suðurbygging Keflavíkurflug- vallar var stækkuð og tekin í notkun á þessu ári og er sú bygging einungis með rútustæðum. Fara farþegarnir þaðan með rútu á fjarstæðin sem eru nú fimmtán talsins, mislangt frá flug- stöðunni. Nýlega voru þrjú ný fjarstæði tekin í notkun. „Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risa- stór og til að líkja þessu við eitthvað þá eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn,“ segir Gunnar og bætir við að ódýrara og fljótlegra sé að byggja og notast við fjarstæðin heldur en að byggja stæði upp við flugstöðina og nota landgöngubrýr. „Þannig getum við líka byggt hraðar upp til að bregðast við fjölgun á farþegum til landsins.“ Þá segir Gunnar að fjölgun á fjar- stæðum leiði til þess að það þurfi að fjölga rútum. Í dag eru tólf rútur í farþegaakstri og þrír strætisvagnar í leigu sem notaðir eru þegar þörf krefur vegna fjölda. „Við erum að bregðast við því en þetta hefur samt gengið vel,“ segir Gunnar og bætir við að nú sé mikill vöxtur á álagstímum í Keflavík en Icelandair og WOW air eru að fjölga flugvélum og bæta við leiðum. „Það er allavega ekki vandamál með landsvæði fyrir stæðin, það er nóg til af landi enda er Keflavík byggð á heiði.“ nadine@frettabladid.is Tólf rútur í notkun á Keflavíkurflugvelli Vegna fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli komast flugvélar á vellinum ekki upp að flugstöðinni. Því þarf að notast við risastór fjarstæði. Þrjú slík stæði voru gerð á vellinum nýlega. Tólf rútur og þrír strætisvagnar eru í farþegaakstri. Hér má sjá fjarstæði sem nýlega voru tekin í notkun. Íbúar í Georgíufylki fögnuðu þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í gær, þann 4. júlí, eins og víðar í landinu, með því að efna til skrúðgöngu. Sumir gengu, en aðrir létu sér nægja að aka. Í gær voru liðin 240 ár frá því að Bandaríkjamenn lýstu yfir sjálfstæði sínu. Fréttablaðið/EPa LögregLumáL Tilkynning barst um mann vopnaðan afsagaðri hagla- byssu á bifreiðastæði við Kringluna í gær. Skömmu síðar var tilkynnt um mann með haglabyssu á Grens- ásvegi og hann sagður hafa skotið úr henni á rúðu í húsi við götuna og sömuleiðis ökutæki sem þar var. Sérsveit ríkislögreglustjóra var strax kölluð til, en lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu voru henni til aðstoðar. Bíll mannsins fannst svo nokkru síðar í öðru hverfi borgarinnar og maðurinn sömuleiðis. Sérsveitin handtók manninn og þrjá til viðbótar, auk þess sem haglabyssa fannst í húsi steinsnar frá bíl mannsins. Ekkert bendir til að hleypt hafi verið af byssunni á fyrrnefndum stöðum, en rúðu- brotið á Grensásvegi er rakið til annars. – jhh Tekinn með afsagaða haglabyssu Þessi fjarstæði sem við vorum að byggja upp núna eru risastór og til viðlíkingar eru þau jafn stór og Smáralind ef horft er á grunnflötinn. Gunnar Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna fagnað HeiLbrigðismáL Það sem af er árinu 2016 hafa 16 tilfelli af sárasótt verið greind á Íslandi, sem stað- festir umtalsverða aukningu á sjúk- dómum á undanförnum tveimur árum. Þessi aukning hefur líka verið erlendis segir í Farsótta fréttum, fréttabréfi sóttvarnalæknis. Af þessum 16 einstaklingum voru 14 karlmenn en konur voru tvær. Árið 2015 greindust 27 manns með sjúkdóminn, þar af 24 karlmenn og þrjár konur. Flestir þeirra sem sýkt- ust þá voru karlar sem stunda kynlíf með öðrum körlum. Ein barnshafandi kona greindist með sýkingu af völdum sárasóttar, en slík sýking getur valdið skaða á fóstri ef hún er ómeðhöndluð. – jhh Fleiri með sárasótt Kanada Justin Trudeau, forsætisráð- herra Kanada, segir að nú sé verið að skoða hvort kanadíska ríkið eigi að hefja útgáfu persónuskilríkja, þar sem kynferði einstaklinga er haft ótilgreint. Hann sagði þetta lið í sögulegri þróun samtímans í átt til réttlætis. Trudeau skýrði frá þessu á sunnu- dag þegar hann, fyrstur kanadískra forsætisráðherra, tók þátt í gleði- göngu hinsegin fólks í Toronto. Kynhlutlaus persónuskilríki hafa þegar verið leyfð í nokkrum lönd- um, þar á meðal í Ástralíu, Nepal og á Nýja-Sjálandi. – gb Kynferðið yrði ekki tilgreint trudeau forsætisráðherra í gleðigöngu samkynhneigðra. NordicPHotos/aFP 5 . j ú L í 2 0 1 6 þ r i ð j u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a b L a ð i ð 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E A -2 9 B 4 1 9 E A -2 8 7 8 1 9 E A -2 7 3 C 1 9 E A -2 6 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.