Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 12
Í dag 22.00 Borgunarmörkin Borgunarbikar karla: 19.15 Fram - Selfoss Borgunarbikar kvenna: 19.15 Breiðablik - HK/Víkingur 19.15 Stjarnan - Haukar Strákunum okkar fagnað sem hetjum á Arnarhóli Þakklæti Íslenska landsliðið í fótbolta, leikmenn og starfsfólk fékk höfðinglegar móttökur við komuna til Íslands í gær. Fjöldi fólks kom saman á Arnarhóli til að hylla strákana okkar sem gerðu gott mót á EM í Frakklandi. Íslensku leikmennirnir þökkuðu sömuleiðis fyrir þann mikla stuðning sem þeir fengu á EM, bæði hjá þeim sem sóttu leikina í Frakklandi og þeim sem fylgdust með heima á Íslandi. FréttaBlaðið/Hanna golf „Það er mikill heiður að Ísland fái að halda Evrópumót landsliða. Hér eru allir fremstu áhugakylfingar álfunnar mættir til þess að spila. Hérna eru allir atvinnumenn fram- tíðarinnar,“ segir landsliðsþjálfar- inn Úlfar Jónsson en mótið var formlega sett í gærkvöld og byrjað var að spila í dag. Alls eru 20 þjóðir mættar til Íslands vegna mótsins. Keppnis- fyrirkomulagið á EM er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur fyrstu tvo keppnisdagana og telja fimm bestu skor af alls sex í hverri umferð. Þjóðunum er að því loknu skipt upp í A-, B- og C-riðil þar sem leikin er holukeppni. Í A-riðli leika þjóð- irnar sem enduðu í 1.-8. sæti í högg- leiknum, í B-riðli leika þjóðirnar í sætum 9.-16. og í C-riðli leika þjóð- irnar sem eru þar fyrir neðan. renna blint í sjóinn Landsliðsþjálfarinn segir að vissu- lega renni hann nokkuð blint í sjóinn með styrkleikann á liðunum en engu að síður setur liðið markið hátt. „Það er alltaf erfitt að segja hvað sé raunhæft. Við höfum samt undir- búið okkur vel og liðið lítur vel út. Við erum ánægðir með stelpurnar sem eru í mjög góðum gír. Ef við spilum samkvæmt getu þá eigum við ágæta möguleika á því að kom- ast í A-riðil. Markmiðið er að sjálf- sögðu sett þangað,“ segir Úlfar og hann vonast til þess að heimavöllur- inn hjálpi þó svo aðeins sé búið að breyta vellinum. „Það er helst að veðrið er ekki að hjálpa okkur. Það er allt of gott veður,“ segir Úlfar og hlær við. „Það er leikið á öðrum teigum en stelp- urnar eru vanar. Völlurinn hefur verið lengdur og er um 500 metrum lengri. Má segja að það sé leikið af gulum teigum. Það er nýtt fyrir þær en við höfum náð að undirbúa okkur vel þannig að ég held að við höfum ákveðið forskot þar. Ef þær halda sínu striki og leika sitt golf getur ýmislegt gott gerst.“ Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel að sögn Úlfars og liðið náð talsvert að spila saman. „Það er búið að vera mikið að gera undanfarnar vikur hjá stelp- unum. Það hefur verið sveitakeppni, Íslandsmót í holukeppni og fleira. Það hefur mætt mikið á stelpunum. Undirbúningurinn hjá okkur hófst í maí og fram í júní. Upp á síðkastið höfum við aftur verið að æfa saman. Fara yfir völlinn og búa til leikskipu- lag,“ segir þjálfarinn og bætir við að það sé mjög góður mórall í liðinu. „Þær eru alltaf að keppa við hverja aðra og þekkjast mjög vel þessar stelpur. Þetta er virkilega flottur hópur sem gaman er að vinna með. Við höfum verið að hittast á vell- inum og borða svo saman.“ Flottar fyrirmyndar Það er mikil gróska í íslensku kvennagolfi og íslenskir kven- kylfingar sífellt að ná betri árangri. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er til að mynda að taka þátt á Evrópumóta- röðinni. „Svo er Valdís Þóra Jónsdóttir í næstu mótaröð fyrir neðan. Þær eru flottar fyrirmyndir fyrir hinar stelpurnar. Sýna að þetta sé hægt. Það er búið að ryðja brautina. Það eru ungar og flottar stelpur að koma upp. Við erum með U-18 ára lið í Ósló þar sem þær fá flotta reynslu. Þar eru líka mikil efni og yngsta stelpan í liðinu þar er bara 14 ára,“ segir Úlfar en hann gleðst líka yfir því að breiddin sé sífellt að verða meiri. „Það eru miklir möguleikar fyrir stelpur sem vilja leggja á sig af fullum krafti. Það eru tækifæri fyrir þær. Að komast í landsliðið eða í góðan háskóla í Bandaríkjunum.“ Umgjörðin í kringum golfíþrótt- ina á Íslandi hefur batnað mikið á síðustu árum og það á stóran þátt í því hversu vel gengur að framleiða efnilega kylfinga. „Það hefur mikið breyst og til að mynda í þjálfun þjálfara. Það eru miklu fleiri þjálfarar PGA-mennt- aðir í dag en voru. Svo hefur æfinga- aðstaðan batnað og æfingarnar hafa líka aukist. Á síðustu tíu árum er algengt að boðið sé upp á æfingar í að minnsta kosti tíu mánuði á ári. Það er meira en til að mynda á Norðurlöndunum. Við erum því mjög framarlega í þjálfun okkar barna og unglinga sem og afreks- fólks. Umgjörðin er til staðar og það er mikill metnaður í golfhreyf- ingunni.“ henry@frettabladid.is Það er allt of gott veður Evrópumót kvennalandsliða í golfi hefst á Urriðavelli í dag. Þetta er stærsta alþjóðlega golfmót sem hefur verið haldið á Íslandi. Landsliðsþjálfarinn, Úlfar Jónsson, setur markið hátt fyrir mótið stóra. Íslenska kvennalandsliðið. Frá vinstri: ragnhildur Kristinsdóttir, anna Sólveig Snorradóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björnsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Signý Árnórsdóttir. mynd/GSÍ Borgunarbikar karla 8 liða úrslit Þróttur- FH 0-3 0-1 Þórarinn Ingi Valdimarsson (21.), 0-2 Þórarinn Ingi (48.), 0-3 Kristján Flóki Finn- bogason (54.). Borgunarbikar kvenna 8 liða úrslit ÍBV- Selfoss 5-0 1-0 Rebekah Bass (24.), 2-0 Cloe Lacasse (41.), 3-0 Lacesse (45.), 4-0 Lacesse (56.), 5-0 Sigríður Lára Garðarsdóttir, víti (80.). Þór/Ka - Fylkir 1-0 1-0 Sandra Stephany Maria Gutiérrez (13.). DUrANt VALDi GoLDEN StAtE Kevin Durant, einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin ár, greindi frá því í gær að hann væri á leið til Golden State Warriors frá oklahoma City thunder. Durant, sem hefur fjórum sinnum orðið stigakóngur í NBA, var samningslaus og því frjálst að semja við hvaða lið sem er í NBA. Fjölmörg kepptust um að tryggja sér þjónustu Durants sem valdi að lokum Golden State sem tapaði fyrir Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA í síðasta mánuði. Lið Golden State virkar ansi óárenni- legt en þar hittir Durant fyrir skytturnar öflugu Stephen Curry og Klay thompson auk Draymons Green. talið er að Durant, sem var valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar 2014, skrifi undir tveggja ára samning við Golden State að verð- mæti 54,3 milljónir dollara. Falleg stund á Arnarhóli. #takkstrákar #TakkLars #TakkHeimir Algjörlega magnaðir allir með tölu. Takk fyrir mig. Hörður Magnússon @HoddiMagnusson MEiStArArNir BætA Við SiG Englandsmeistarar Leicester ætla ekki að gefa neitt eftir á næsta tímabili en þeir hafa verið duglegir að styrkja sig í sumar. Leicester er nú komið langt með að tryggja sér þjónustu nígeríska framherjans Ahmed Musa sem hefur leikið með CSKA Moskvu undanfarin ár. talið er að Leicester greiði 16,6 milljónir punda fyrir Musa sem verður þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Musa skoraði 53 mörk í 164 leikjum fyrir CSKA Moskvu en hann varð þrisvar rússneskur meistari með liðinu. 5 . j ú l í 2 0 1 6 Þ R I Ð j U D A g U R12 s p o R t ∙ f R É t t A B l A Ð I Ð sporT 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E A -3 3 9 4 1 9 E A -3 2 5 8 1 9 E A -3 1 1 C 1 9 E A -2 F E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.