Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson | Umsjónarmenn efnis: Sólveig gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351, Vera einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 | Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 2447, Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434, Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 Leifur tekur á því í ræktinni en hann æfir í Crossfit Reykjavík. Mynd/EyþóR Leifur sigraði í þremur af fimm greinum í keppninni. „Það voru drumbalyfta, öxullyfta og Herkúl­ esarhaldið sem var fjandi vont,“ segir Leifur glettinn. „En ég lenti í vandræðum í tveimur greinum, annars vegar í trukkadrættinum þar sem tæknin brást mér og hins vegar í Atlassteinalyftunni.“ Með sigri í sínum flokki vann Leifur sér inn keppnisrétt á heims­ meistaramótið. „Ég held að þetta verði fyrsta Strongman­heims­ meistarakeppni fatlaðra,“ segir Leifur sem stefnir ótrauður á að keppa á mótinu sem haldið verð­ ur í Manchester á Englandi þann 14. ágúst næstkomandi. Hann segir um níu manns skráða í sínum flokki en keppendur komi meðal annars frá Bretlandi, Bandaríkj­ unum, Kanada og Ungverjalandi. En hvenær vaknaði áhugi hans á kraftaþjálfun? „Fyrir um fjór­ um árum datt mér í hug að fara á handafli upp á Hvannadalshnjúk og fór þá markvisst að einbeita mér að hreyfingu. Ég gerði þrjár tilraunir en komst aldrei, meðal annars vegna eldgoss,“ segir hann og brosir. Hins vegar hefur hann tvisvar farið upp á Snæfellsjökul á handaflinu einu. „Þá notaði ég sér­ útbúinn sleða á skíðum. Akkeri er fast við sleðann sem síðan er farið með nokkur hundruð metra upp fjallið og fest þar. Síðan hífi ég mig upp á reipi,“ lýsir Leifur en bætir við að fyrir utan heilmikið puð og erfiði þurfi hann nokkurn mann­ skap með sér í slíkan gjörning. Þegar Leifur byrjaði að æfa fyrir fjórum árum stundaði hann nokkuð hefðbundna líkamsrækt. „Síðan ákvað ég að skella mér í Crossfit Reykjavík. Þar var tekið alveg rosalega vel á móti mér þannig að ég hef haldið mig þar,“ segir hann glaðlega. Hann segist stunda nokkuð fjöl­ breyttar æfingar. „Ég er mikið í róðrarvél og svo tek ég alltaf þátt í tímunum. Æfingarnar eru bara lagaðar að mér. Ég get því tekið þátt í því sem allir aðrir eru að gera,“ segir Leifur sem breytti þó aðeins út af æfingaplaninu fyrir kraftakeppnina. „Þá var ég meira í þungum lyftingum.“ Leifur fæddist með hreyfihöml­ un, CP, sem kemur í ljós á fyrstu æviárum, er varanleg, en versn­ ar ekki. Hann hefur ekki látið fötl­ un sína aftra sér frá því að gera alla þá hluti sem honum finnst skemmtilegir. Hann starfar nú sem þjónustufulltrúi í Þjónustu­ miðstöð Vesturbæjar. En hverjir eru möguleikar hans á heimsmeistaramótinu? „Það er erfitt að dæma. Mér finnst nauð­ synlegt að prófa þetta og vita þá á hvað maður á að fókusera fyrir næsta ár. Þetta fer allt saman í reynslubankann,“ segir Leifur sem æfir nú af kappi og leitar að styrkt­ araðilum fyrir ferðina. solveig@365.is SteFnir á heimSmeiStaramót Keppnin Sterkasti fatlaði maður Íslands var haldin í Víkingaþorpinu í Hafnarfirði á dögunum. Leifur Leifsson sigraði í flokki sitjandi keppenda og vann sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramóti sem haldið verður í Manchester í ágúst. Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á Facebook Vertu vinur á FacebookLaugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA HAFIN 30%– 40% AFSLÁTTUR Skoðið laxdal.is Vertu vinur á Facebook Herkúlesarhaldið er erfið keppnisgrein. Hér reynir Leifur sig við tvær þungar tunnur. Mynd/KJóARniR.iS Endalaust ENDALAUST NET 1817 365.is Ég er mikið í róðrarvél og svo tek ég alltaf þátt í tím- unum. Æfingarnar eru bara lagaðar að mér. Ég get því tekið þátt í því sem allir aðrir eru að gera. Leifur Leifsson 5 . j ú l í 2 0 1 6 Þ R I Ð j U D A G U R2 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A Ð ∙ h e I l s A 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E A -4 7 5 4 1 9 E A -4 6 1 8 1 9 E A -4 4 D C 1 9 E A -4 3 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.