Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 16
Volkswagen hefur sagt að fyrir­ tækið þurfi að reisa eigin raf­ hlöðuverksmiðju til að uppfylla þörfina fyrir stóraukna fram­ leiðslu Volkswagen­bílafjölskyld­ unnar á rafmagnsbílum og tengil­ tvinnbílum. Nýjustu fréttir úr þeirra herbúðum herma að Kína sé líklegasti staðurinn til að reisa slíka verksmiðju. Volkswagen ætlar að kynna 30 nýja bíla sem drifnir eru áfram að hluta eða öllu leyti með rafmagni á næstu tíu árum. 3 milljónir rafmagnsbíla eftir 10 ár Eftir 10 ár gerir Volkswagen ráð fyrir að selja þrjár milljón­ ir bíla sem ganga fyrir rafmagni á hverju ári. Það liggur því ljóst fyrir að eftirspurnin eftir rafhlöð­ um verður gríðarleg hjá Volks­ wagen en fyrirtækið vill ekki þurfa að treysta á aðra framleið­ endur til að uppfylla þessa þörf. Ein af ástæðum þess að líklegt sé að Volkswagen byggi eigin raf­ hlöðuverksmiðju í Kína er sú að hún yrði að helmingi fjármögnuð af Shanghai Automotive sem einn­ ig nýti sér smíði rafhlaða í henni. Volkswagen vill ekki vera háð raf­ hlöðuframleiðslu Panasonic, Sam­ sung eða LG Chem og hyggst lækka framleiðslukostnað raf­ hlaðanna með mjög stórri verk­ smiðju, líkt og Tesla er að byggja í Nevada fyrir sína bíla. Rafhlöðuverksmiðja Volkswagen líklegast í Kína Ford Focus RS er bæði ógnaröflugur og stórkostlegur akstursbíll. Brimborg hefur nú afhent fyrsta Ford Focus RS bílinn, en þessi gerð Focus er öflugasta gerð bíls­ ins og heil 350 hestöfl. Verð þessa bíls er tiltölulega hófsamt fyrir svo öflugan bíl, eða 6.990.000 kr. og erfitt hér á landi að finna svo öflugan bíl á svo lágu verði af nokkurri bílgerð. Ford Focus RS hefur fengið frábæra dóma bíla­ blaðamanna um allan heim og því lék greinarritara forvitni á að vita hvort fótur væri fyrir þeim dómum og fékk því að reyna grip­ inn. Sem dæmi hefur bílablað Top Gear valið hann sem besta bíl árs­ ins af árgerð 2016 og átti ekkert nema fín orð til að lýsa bílnum. Vélin gerð til að snúast hratt Fyrir það fyrsta er bíllinn afar mikið fyrir augað og krafturinn skín af honum. Þegar í hann er sest er alveg ljóst að þá á að halda ökumanni á sínum stað við akst­ urinn því sætin njörva ökumann niður og ekki veitir af þegar af stað er farið. Afl bílsins er hrein­ lega hlægilegt og gaman að láta hann snúast rösklega. Afl vélar­ innar, sem er 2,3 lítra Eco Boost vél með forþjöppu, kemur ekki í ljós við lágan snúning en þegar hún er látin snúast rösklega kemur gríðarlegt afl í ljós og þess­ ari vél er ætlað að snúast hratt og á mjög háum snúningi er hún öskrandi kraftaköggull. Yndislegt er að láta bílinn fara hratt í beygj­ ur með sitt fjórhjóladrif, enda ekkert vit að beina svo miklu afli á annan öxul bílsins. Liggur eins og klessa Ford Focus RS liggur eins og klessa og stýringin er mjög ná­ kvæm. Ford hefur lukkast einkar vel að stilla stýringu þessa bíls og breið dekk hans gera það að verkum að hann missir afar seint grip. Brems­ ur bílsins eru einnig mjög góðar og ekki veitir af. Fjöðrun bíls­ ins er fremur hörð en ekki þó það hörð að óþægilegt sé. Þarna hefur Ford einnig fundið góðan milliveg og hægt er að aka bíln­ um eins og hverjum öðrum borg­ arbíl á þægilegan hátt en þegar skal á honum tekið er hann tilbú­ inn til þess í einu og öllu. Brim­ borg hefur einnig hafið innflutn­ ing á minni bróður RS en sá ber stafina ST og er 250 hestöfl. Hann er einnig á fínu verði fyrir svo öflugan bíl, en eðlilega eftir­ bátur þess gríðaröfluga. Verð hans er 5.390.000 kr. Framleiðir Ford enn öflugri Focus? Svo mikil er eftirspurnin eftir kraftatröllinu Ford Focus RS að fyrirtækið þarf að auka við fyrir­ ætlaða framleiðslu sína á bílnum. Mest er eftirspurnin eftir bíln­ um í Bretlandi og þar ætlaði Ford að selja 4.000 bíla en þarf að auka hana um minnst 1.000 bíla. Lang­ ur biðlisti er þar eftir bílnum og þeir sem panta hann núna þurfa líklega að bíða í 12 til 14 mánuði eftir að fá hann afhentan. Ford er að íhuga að framleiða enn öflugri gerð Ford Focus, þ.e. RS500 og ef af því verður mun sá bíll verða sneggsti fjöldaframleiddi stall­ bakur í heimi. Fyrsti 350 hestaFla Ford Focus rs kominn á göturnar hérlendis Ford hefur ekki undan að framleiða Focus RS, slík er eftirspurnin eftir þessum fjórhjóladrifna kraftabíl. Nissan Skyline bíll Tómasar er einstakur söfnunargripur. Aðeins eitt eintak er til hér á landi af söfnunarbílnum Nissan Skyline af gerðinni R34 og eigandi hans er Tómas Kristjánsson. Þetta er bíll sem kom til landsins í mars 2006 eftir að hafa verið tíu mán­ uði á leið frá Japan, þar af um sex mánuði í Bretlandi til að fá Evr­ ópuvottun. Þá var hann keyrð­ ur 67.000 kílómetra en í dag um 112.000 km. Það telst ekki mikil keyrsla á ári, sem títt er með svo verðmæta söfnunargripi. Bíllinn er 18 ára gamall og er töluvert af hlutum í honum sem eru langt á undan sinni samtíð. Vél, drif og gírkassi í þessum bíl eru allt gríð­ arlega sterkir hlutir og þótt aflið sé nægt þá hefur ekkert bilað í þessum bíl síðan hann var flutt­ ur inn, annað en venjulegir við­ haldshlutir eins og bremsur og slíkt. Það hefur líka verið mikið aðhald með öllum hlutum í þess­ um bíl. Vélin er ekki farin að leka neinni olíu og hún er yfirleitt það hrein að þegar eigandinn tappar af honum olíunni getur hann notað hana á aðra bíla sína. Það eru innan við 10 Skyline bílar á land­ inu og þetta er sá eini sem er R34 módelið. Flestir eru af eldri R33 gerð og örfáir af R32 gerð. 280 hestöfl frá verksmiðju en öflugri Bíllinn er gefinn upp 280 hest­ öfl frá verksmiðju. Hann kom til landsins frá Japan fyrir rúmum tíu árum og hefur eigandi hans keyrt hann rúmlega 40.000 kíló­ metra á þeim tíma, sem ekki telst mikið. Undanfarin ár hefur hann verið keyrður innan við 1.000 km á ári en samt alltaf skipt um olíu á vorin. Bíllinn hefur verið tek­ inn af númerum og geymdur inni í bílskúr yfir vetrarmánuðina og alltaf verið svampþveginn og bónaður reglulega. Skipt var um tímareim og allar aðrar reimar í 90.000 km. Ótrúlega tæknivæddur þó 18 ára sé Tómas á alla orginal hluti sem hafa verið teknir úr bílnum, en ýmsu góðgæti hefur verið bætt við hann. Meðal þess er nýtt þriggja tommu pústkerfi, K&N olíusía, boost controller, AX53B70 túrbína og 18 tommu Enkei­álfelg­ ur. Bíllinn er með afturhjólastýr­ ingu sem eykur akstursgetu bíls­ ins og minnkar mjög beygjuradí­ us hans. Tiptronic­skipting með skiptitökkum er í stýri bílsins og hann er ótrúlega fullkominn bíll miðað við það að hann var fram­ leiddur fyrir 18 árum. Þetta ein­ tak er nánast í fullkomnu ástandi og eins og nýr að sjá og allt virkar í bílnum. Hér er því um afar verð­ mætt eintak af bílnum að ræða. eini nissan skyline r34 bíll landsins Það verður ekki bara nýr Audi SQ7 sem fær 48 volta forþjöppu til aflaukningar dísilvélarinnar sem er í bílnum. Það mun nýr Audi SQ5 einnig fá og með henni gæti bíllinn orðið allt að 390 hest­ öfl. Líklegra er þó talið að 365 hestöfl verði látin duga. Í dag má kaupa Audi SQ5 plus með dísil­ vél og tveimur forþjöppum sem er 335 hestöfl og er hann aðeins 5,1 sekúndu í 100 km hraða. Því má búast við því að nýi SQ5 verði sneggri en 5 sekúndur í 100 km/ klst. Nýr Audi SQ5 verður ekki með tveimur forþjöppum held­ ur einni en þar sem hún er svo öflug með sín 48 volt þá spraut­ ar hún svo miklu lofti til vélar­ innar og ein slík dugar. Ekki er þó von á nýjum Audi SQ5 fyrr en árið 2018, enda stutt síðan Audi hóf að bjóða SQ5 plus bílinn. Svo virðist sem Audi, sem er í eigu Volkswagen, muni enn um sinn veðja á dísilvélatækni í suma bíla sína þrátt fyrir dísilvélasvindl Volkswagen og þá andstöðu sem myndast hefur hjá sumum bíl­ kaupendum í garð dísilvéla. Audi SQ5 fær 48 volta forþjöppu líkt og SQ7 Mikið er spáð í eftirköst brott­ hvarfs Bretlands úr Evrópusam­ bandinu varðandi bílaiðnaðinn og svartsýnustu raddir spá allt að einni milljón bíla minni sölu nýrra bíla í heiminum á þessu ári og þeim tveimur næstu. LMC Auto motive spáir því að bílasala muni minnka um 120.000 bíla bara í Bretlandi í ár og á næstu tveimur árum hafi brotthvarf Breta úr ESB þau áhrif að 400.000 færri bílar seljist hvort árið. Þá er búist við því að bílaframleiðendur muni halda aftur af fjárfesting­ um og ráðningum nýs starfsfólks í kjölfar brotthvarfsins. Evercore ISI gerir ráð fyrir að hagnaður bílaframleiðenda minnki um allt að 1.100 milljarða króna vegna þessa á næstu tveimur árum. Evercore ISI á von á 14 prósenta minni bílasölu í Bretlandi á næsta ári en spáð hafði verið áður og ástæða þess sú að fólk leggur ekki í miklar fjárfestingar á óvissu­ tímum í efnahagsmálum. Búist er við því að bílafyrirtækin PSA Peugeot­Citroën, Volkswagen og Ford verði fyrir mestum búsifj­ um af ákvörðun Breta. Allir bíla­ framleiðendur hafa áhyggjur af brotthvarfi Bretlands úr Evrópu­ sambandinu og flestir forstjórar þeirra hafa viðrað áhyggjur sínar í fjölmiðlum. Spá allt að 1.000.000 bíla minni sölu vegna Brexit Audi SQ5 fær allt að 390 hestafla vél. bílar Fréttablaðið 2 5. júlí 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 5 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :5 7 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E A -5 B 1 4 1 9 E A -5 9 D 8 1 9 E A -5 8 9 C 1 9 E A -5 7 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 4 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.