Fréttablaðið - 05.07.2016, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Kjararáð ákvað í júní að hækka laun ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta um tugi prósenta. Rökin fyrir þeirri hækkun voru þau
að álag í starfi þessa fámenna hóps hálaunafólks hafi
aukist verulega. Engin ástæða er til að rengja að svo sé,
en rétt að benda á að það sama á við um fjölmarga aðra
hópa sem hljóta nú að krefjast sambærilegrar leiðrétt
ingar.
Kröfur um leiðréttingu á launum vegna aukins álags
hafa hingað til átt lítinn hljómgrunn meðal hins opin
bera eða vinnuveitenda á almenna markaðinum. Félag
íslenskra flugumferðarstjóra benti til að mynda ítrekað
á aukið álag á þeirra félagsmenn í kjaraviðræðum við
Isavia. Enginn áhugi var á að bregðast við auknu álagi
þar með því að hækka laun. Þess í stað settu stjórnvöld
lög á hóflegar aðgerðir sem félagið hafði staðið fyrir til
að leggja áherslu á kröfur sínar.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum yfir stéttir sem
upplifað hafa verulega aukið álag í starfi á undan
förnum árum. Nú þegar kjararáð hefur sett fordæmi
um tuga prósenta launahækkanir vegna aukins álags í
starfi er ljóst hverjar kröfur þeirra hópa verða.
Það verður auðvitað ekki látið líðast að venjulegt
launafólk eigi enn og aftur að bera ábyrgð á því að
viðhalda stöðugleika á meðan aðrir fá ríflegar launa
hækkanir.
fagna breytingum fjármálaráðherra
Það er fagnaðarefni að fjármálaráðherra boði verulegar
breytingar á kjararáði og að hundruð starfsmanna sem
nú heyri undir ráðið eigi á ný að fá samningsrétt.
BSRB telur löngu tímabært að fækka þeim verulega
sem heyra undir kjararáð, sem ákveður einhliða kjör
allt of margra starfsmanna. Það er grundvallarréttur
launafólks að semja um kaup og kjör og óþolandi að
búa við að kjararáð skammti þeim kaup og kjör eftir
hentugleika.
En það sama á auðvitað við um gerðardóm sem nú
mun ákvarða laun flugumferðarstjóra í kjölfar laga
setningar stjórnvalda. Það er jafn óþolandi að rétturinn
til að semja um kaup og kjör sé tekinn af heilu stétt
unum með slíkri lagasetningu í boði stjórnvalda.
Fleiri þurfa leiðréttingu
Elín Björg
Jónsdóttir
formaður BSRB
Það verður
auðvitað ekki
látið líðast að
venjulegt
launafólk eigi
enn og aftur
að bera
ábyrgð á því
að viðhalda
stöðugleika á
meðan aðrir
fá ríflegar
launahækk-
anir.
óvænt tíðindi
Vigdís Hauksdóttir ætlar ekki
að gefa kost á sér til Alþingis við
næstu kosningar. Tíðindin komu
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Á kjörtímabilinu hefur ítrekað
verið horft fram hjá Vigdísi þegar
kemur að ráðherrastólum. Fyrst
þegar ríkisstjórnin var mynduð,
næst þegar ráðherrum var fjölgað
og Sigrún Magnúsdóttir varð
umhverfisráðherra og nú síðast í
kjölfar skattaskjólshneykslis for-
mannsins þegar Lilja Alfreðsdóttir
var gerð að utanríkisráðherra. Það
á eftir að koma í ljós hvort Vigdís
sé alfarið hætt í stjórnmálum eða
hvort þetta sé bara byrjunin og
hennar tími muni koma, jafnvel í
nýjum flokki lengra til hægri.
Vondur mórall
Fleiri þingmenn eru á útleið. Helgi
Hrafn Gunnarsson, Ögmundur
Jónasson, Katrín Júlíusdóttir,
Einar K. Guðfinnsson, Sigrún
Magnúsdóttir, Brynhildur Péturs-
dóttir, Páll Jóhann Pálsson, Ragn-
heiður Ríkharðsdóttir, Róbert
Marshall, Kristján Möller, Hanna
Birna Kristjánsdóttir og Frosti
Sigurjónsson ætla öll að hætta á
þingi. Þegar að minnsta kosti 20%
starfsmanna á vinnustað segja upp
í einu vetfangi er ljóst að vandi er á
höndum. Spurning hvort Alþingi
verði enn ein stofnunin til að kalla
til vinnustaðasálfræðing eða hvort
sérfræðingur í hópefli gæti hjálpað
þinginu að rétta úr kútnum. Form-
legt starfsheiti: Mannauðsstjóri
lýðveldisins. snaeros@frettabladid.is
E igingirni og sjálfselska eru dapurlegar kenndir sem búa í okkur flestum og birtast í ýmsum myndum. Öll höfum við staðið okkur að því að láta eigin hag og hentugleika ganga fyrir hagsmunum annarra með einum eða öðrum hætti
og vonandi höfum við í framhaldinu kunnað að
skammast okkar og sett okkur hærri markmið.
En nú ber svo eymdarlega við að stofnaður hefur
verið sérstakur stjórnmálaflokkur á Íslandi sem
gerir út á þessa lágkúrulegu hvöt okkar. Gerir út á þá
ankannalegu hugmynd að við sem þjóð, menning
okkar og lífshættir, séu á einhvern hátt betri eða
rétthærri en annarra sem þar af leiðandi eigi ekki að
fá að njóta þess sem Ísland hefur að bjóða. Að við
eigum Ísland og það sé því aðeins fyrir okkur sem hér
erum borin og barnfædd ásamt kannski þeim sem
eru okkur þóknanlegir. Þeim sem eru til í að vera eins
og við.
Íslenska þjóðfylkingin hélt aðalfund sinn í lið
inni viku og tilkynnti í framhaldi um þá fyrirætlan
flokksins að bjóða fram lista í öllum kjördæmum í
komandi alþingiskosningum. Helgi Helgason, for
maður flokksins, tíundaði einnig helstu stefnumál,
s.s. að herða innflytjendalöggjöf, banna íslam,
vinna gegn fjölmenningu, bæta hag aldraðra og
öryrkja og hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni
svo sitthvað sé tíundað. Sé stefna flokksins skoðuð
í heild sinni leynir sér ekki að hann dregur dám af
vaxandi þjóðernishyggju á Vesturlöndum sem víða
hefur fylgt hatursorðræða og athafnir sem engu
samfélagi getur verið sómi að. Orðræða og athafnir
sem hafa í gegnum tíðina leitt af sér kvalræði og
hörmungar víða um heim og ættu að vera hverju
einasta samfélagi víti til varnaðar.
Það er margt gott og fallegt við íslenskt samfélag
og menningu. Margt sem er sjálfsagt að hlúa vel
að og leggja rækt við um ókomna tíð og líka margt
sem betur má fara. Um það geta stjórnmálin tekist
á og það vonandi af skynsemi og með mannúð að
leiðarljósi. En að einangra bæði þjóðina og menn
ingu hennar með útilokunum, höfnun á stöðu
okkar sem þjóð á meðal þjóða og öllum þeim
hætti sem Íslenska þjóðfylkingin virðist ætla sér
getur einungis orðið til tjóns.
Engin þjóð er í eðli sínu annarri fremri, ekkert
mannslíf öðru meira virði og engin menning er sjálf
sprottin. Það er því á ábyrgð allra íslenskra stjórn
málaafla að sporna af öllu afli við þeim fordómum
og þeirri skaðvænlegu þjóðernishyggju sem birtist
kinnroðalaust í stefnu Íslenska þjóðernisflokksins.
Þau íslensk stjórnmálaöfl sem þegar hafa með
ýmsum hætti daðrað við hugmyndir á borð við þær
sem birtast í stefnu Íslensku þjóðfylkingarnar þurfa
að hafa í sér dug til þess að hafna þessum ósóma með
afdráttarlausum hætti. Hafna því að eigingirni, sjálfs
elska og fordómar séu málsmetandi afl í íslenskum
stjórnmálum svo enginn þurfi að óttast að viðlíka
hugmyndir verði að vondum veruleika. Hvorki nú í
haust né nokkurn tíma á meðan mennskan á sér hið
minnsta athvarf á Íslandi.
Fyrir mig og mína
Engin þjóð er
í eðli sínu
annarri
fremri, ekkert
mannslíf
öðru meira
virði og engin
menning er
sjálfsprottin.
Flísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Finndu okkur
á facebook
Gæði og g
læsileiki e
ndalaust ú
rval af há
gæða flísu
m
5 . j ú l í 2 0 1 6 Þ R I Ð j U D A G U R8 s k o Ð U n ∙ F R É T T A B l A Ð I Ð
SKOÐUN
0
5
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:5
7
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
A
-4
C
4
4
1
9
E
A
-4
B
0
8
1
9
E
A
-4
9
C
C
1
9
E
A
-4
8
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
4
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K