Fréttablaðið - 24.06.2016, Side 2
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
50 áraAFMÆLISTILBOÐ
ferðagasgrill
GrillbúðinÁ R A
grillbudin.is
AFMÆLISTILBOÐ
18.900
Nr. 12050
Vörnin skiptir máli
Sveinbjörn Brandsson, læknir karlalandliðsins í fótbolta, fylgist með meðan strákarnir okkar bera á sig sólarvörn í höfuðstöðvunum í Annecy í
gær. Hitinn fór yfir þrjátíu stig. Landsliðið nýtir næstu daga í æfingar og hvíld en næsti leikur er gegn Englandi á mánudag. Fréttablaðið/Vilhelm
maðurinn var fluttur á slysadeild í kjölfar atviksins en konan handtekin og færð í
fangaklefa á lögreglustöðinni við hverfisgötu. Fréttablaðið/aNtON briNk
LögregLumáL Íslensk kona var
handtekin í lok apríl síðastliðins
fyrir að hafa stungið karlmann
nokkrum sinnum í lærið með hníf.
Konan er fædd árið 1983. Árásin átti
sér stað í bíl í Breiðholti en sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
tengjast konan og maðurinn
ekki neitt og hittust í fyrsta skipti
kvöldið sem atvikið átti sér stað. Til
átaka kom milli þeirra eftir að hann
hafði fengið far hjá henni en önnur
kona var með í för. Sú kona er ekki
sakborningur í málinu. Þá herma
heimildir Fréttablaðsins að deilt
hafi verið um greiðslu fyrir farið.
Maðurinn var fluttur á slysa-
deild í kjölfar atviksins og konan
handtekin og færð í fangaklefa á
lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Í
dag er hún í fangelsinu á Akureyri.
Hún segist muna lítið sem ekkert
eftir atvikinu.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum blaðsins er til upptaka af
samskiptum mannsins og kon-
unnar áður en hún stakk hann sem
verður notuð sem sönnunargagn í
málinu.
Ekki var farið fram á gæsluvarð-
hald yfir konunni en hún var á
reynslulausn þegar atvikið átti sér
stað og því ekki þörf á gæsluvarð-
haldsúrskurði. Hún fékk dóm árið
2013 fyrir ítrekaðan ölvunarakstur
og fíkniefnalagabrot.
Einar Guðberg Jónsson, lög-
reglufulltrúi hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, segir rann-
sókn málsins vera á lokastigi og
að málið verði sent á ákærusvið á
næstu dögum. Þá mun koma í ljós
hvort gefin verði út ákæra.
„Málið er í rannsókn og þar af
leiðandi get ég ekki tjáð mig um það
að svo stöddu,“ segir Steinbergur
Finnbogason, verjandi konunnar.
nadine@frettabladid.is
Í fangelsi eftir að hafa
stungið mann í lærið
Íslensk kona stakk karlmann nokkrum sinnum í lærið með hníf í apríl. Situr í
fangelsi á Akureyri. Fórnarlambið og konan þekktust ekki. Lögreglufulltrúi segir
rannsókn málsins vera á lokastigi en ekki hefur enn þá verið gefin út ákæra. Það hafa verið faglegri vinnubrögð
í öðrum löndum. Við viljum
vera fagleg og þá
þarf að laga
þessa hluti.
Bjarni V. Bergmann
Málið er í rannsókn
og þar af leið-
andi get ég ekki tjáð mig um
það að svo stöddu.
Steinbergur Finnbogason lögmaður
Forsetakosningar Utankjör-
fundarkosning í forsetakosningum
2016 hefur verið kærð til Hæstaréttar
Íslands. Kærendur eru Bjarni V. Berg-
mann, Þórólfur Dagsson og Björn Leví
Gunnarsson.
Kæran byggist á því að það hafi
ekki samræmst ákvæðum laga um
framboð og kjör forseta Íslands að
hefja utankjörfundaratkvæðagreiðslu
áður en upplýsingar lágu fyrir um
hvaða einstaklingar hefðu skilað
inn löglegu framboði. Þess er krafist
í kærunni að sá hluti utankjörfundar-
kosningarinnar, sem fór fram áður en
nöfn frambjóðenda lágu fyrir, verði
felldur úr gildi.
„Það er alveg sorglegt hvað hefur
verið lítið farið að kosningalögum
og það er okkar allra að tryggja það
að það séu viðhöfð fagleg og góð
vinnubrögð. Frambjóðendur voru
að reyna að skila meðmælalistum og
máttu það ekki og það komu fréttir
um það að enginn væri í framboði,“
segir Bjarni Bergmann.
„Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu (ÖSE) benti á að það væri
óásættanlegt að fram færi utankjör-
fundaratkvæðagreiðsla án þess að
fyrir lægi hver væri í kjöri. Þetta er
líka gagnvart fjölmiðlum og fram-
bjóðendum að frambjóðendur njóti
jafnræðis í kosningabaráttunni, að
hún fari ekki af stað áður en ljóst er
hverjir eru í kjöri,“ segir Bjarni. – sg
Kæra
kosningu
utan
kjörfundar
orkumáL Ólöf Nordal innanríkis-
ráðherra hefur brugðist við óskum
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Samorku og Samtaka orkusveitarfé-
laga um að skipa starfshóp til að ræða
hugmyndir um breytta skattlagningu
virkjana og flutningskerfa. Telja þessir
aðilar mikilvægt að nærsamfélög fái
sanngjarnar tekjur af þessum mann-
virkjum í samhengi við umhverfis-
áhrif þeirra.
Talið er að það auki líkur á sam-
félagslegri sátt um þróun í orku-
málum ef nærsamfélög virkjana njóta
sanngjarnrar hlutdeildar í tekjum sem
skapast af raforkuframleiðslu, eins og
kemur fram í tilkynningu ráðuneyt-
isins en starfshópurinn mun greina
skattlagningu mannvirkja sem fram-
leiða raforku eða flytja hana. – shá
Ræða breytta
skattlagningu
Veður
Sunnanátt í dag, föstudag. Nokkuð
hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi,
annars hægari vindur. Sólskin og hlýtt
veður á Norður- og Austurlandi, en fer
að rigna suðvestan- og vestanlands.
Seinni partinn nær rigningin einnig inn
á Norðvesturland. sjá síðu 24
2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F ö s t u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
2
4
-0
6
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
1
-E
7
9
0
1
9
D
1
-E
6
5
4
1
9
D
1
-E
5
1
8
1
9
D
1
-E
3
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K