Fréttablaðið - 24.06.2016, Side 16
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Launamunur kynjanna er til vansa í okkar sam-félagi og hægt virðist miða í jafnréttisátt hvað þetta varðar. Enn ein staðfestingin er ný kjara-
könnun BHM um kynbundinn launamun þar sem
í ljós kom að laun kvenna þurftu að jafnaði að vera
11,7 prósent hærri á síðasta ári til að vera jöfn launum
karla.
Ef við notum tölurnar úr könnun BHM þá er fróðlegt
að setja dæmið upp með öðrum hætti; tala einfaldlega
um karla-krónur og kvenna-krónur. Því fyrir hverja
eina krónu sem karlar fengu greidda fengu konurnar
tæplega 90 aura fyrir sömu vinnu.
Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í
búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða
hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru. Það
sama á auðvitað við um öll önnur útgjöld konunnar.
Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir
að hún ætli að endurmeta þær aðferðir sem notaðar
hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það
að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og
vinna gegn launamun kynjanna. Nýjustu tölur sýna því
miður að alltof hægt miðar á þessu sviði. Ef til vill þurf-
um við að stíga djarfari skref, sem virkilega hrista upp í
stöðnuðu kerfi og vekja fólk til umhugsunar. Mikilvægt
í þessu sambandi er að minna stöðugt á þann óréttláta
launamun kynjanna sem lifir svo góðu lífi í okkar sam-
félagi. Einnig hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að allt
sé opið og gagnsætt hvað launamun kynjanna varðar.
Ein hugmynd væri sú að verslanir færu að verðmerkja
vörur bæði í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt
megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt eftir
því hvort kynið á í hlut. Þannig mætti hugsa sér að mat-
vöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum
hætti á 142 krónur eða 158 kvennakrónur. Bílaumboð
auglýstu: Fjögurra dyra fólksbíll, árgerð 2016 verð 5,2
milljónir eða 5,8 milljón kvennakrónur. Fasteignaaug-
lýsingin hljóðaði: 3 herbergja íbúð í vesturborginni,
verð 37 milljónir króna eða 41 milljón kvennakrónur.
*Allar þessar tölur miðast við nýja kjarakönnun BHM
á launamun kynjanna.
Afsakið, en hvað kostar
þetta í kvenna-krónum?
Þetta þýðir á
mannamáli
að þegar kon-
ur fara út í
búð að versla
fyrir launin
sín þurfa þær í
raun að greiða
hærra verð en
karlarnir fyrir
hverja einustu
vöru.
Elín Hirst
alþingismaður
gæta skal að öllu námi
Upp er komin kynslóð íslenskra
knattspyrnumanna sem getur
lagt stórþjóðir að velli. „Knatt-
spyrnuhallakynslóðin“ hefur
hún verið kölluð. Allt í einu varð
til blanda af góðum aðstæðum,
færum kennurum og metnaði
forystunnar til þess að búa
til góða íþróttamenn. Menn
lögðust á eitt við að skapa þessa
umgjörð. Með þessari umgjörð
getum við sigrað alla á góðum
degi. En þá er kominn tími til að
fleiri þættir í menntakerfinu fái
sömu fyrirgreiðslu stjórnvalda.
Við þurfum að gera þetta fyrir
öll börnin okkar svo þau geti
skarað fram úr, líka í námi.
Boxið á Bessastöðum
Í tuttugu ár hefur setið maður á
Bessastöðum og smíðað box utan
um forsetaembættið. Hann hefur
mótað hugmyndir þjóðarinnar
um það hvernig forseta ber að
vera. Allt bendir til þess að á
morgun kjósi þjóðin forseta sem
passar inn í þetta box – orðvaran
mann sem er frekar íhaldssamur
á breytingar. Forseta sem vill
stíga mjög varlega til jarðar. Eins
og Jón Gnarr hristi upp í stjórn-
málunum má ætla að þjóðin hefði
gott af forseta sem gæti hnikað til
sýn okkar á embættið. Einhvern
sem stækkar boxið fyrir fram-
tíðarforseta lýðveldisins. Forseta
sem mismælir sig, fær hlátursköst
og fer út fyrir boxið.
sveinn@frettabladid.is
snaeros@frettabladid.is
UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem er sett á laggirnar á 21. öldinni. Það segir sína sögu. Það er okkar að takast á við það sem er ólokið verkefni 21. aldarinnar, að stuðla að jafnrétti kynjanna,“ segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og
nú umdæmisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, í
föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag.
Í viðtalinu kemur Ingibjörg meðal annars inn á
stöðu jafnréttismála á Íslandi. Hún segir réttilega að
okkur hafi þar vegnað vel og séð árangur. En rétt eins
og við sáum í vikunni, þegar kjarakönnun Bandalags
íslenskra háskólamanna var birt, þá lætur árangurinn
stundum á sér standa og málin geta ávallt þróast í
öfuga átt ef ekki er fylgst nægilega vel með.
Samkvæmt könnun BHM var kynbundinn launa-
munur meðal félagsmanna bandalagsins 11,7 prósent
í fyrra. Árið áður var munurinn 9,4 prósent. Okkur fer
því aftur þegar kemur að jafnlaunastefnu hjá ríkinu
og sveitarfélögum, öðrum en Reykjavíkurborg, á sama
tíma og launamunurinn minnkar hjá einkafyrir-
tækjum og borginni. Kynbundinn launamunur sveitar-
félaganna fer úr 18 prósentum í 29 prósent milli ára og
óhætt að segja að munurinn hafi rokið upp milli ára.
Ingibjörg Sólrún segir tilhneigingu til að halda að
málin séu komin í gott horf og ekki þurfi að hafa meira
fyrir þeim. „Það þarf alltaf að vera á vaktinni. Það má
aldrei láta deigan síga og verða andvaralaus. Það er
kannski ákveðið andvaraleysi sem hefur verið hér í
gangi,“ segir Ingibjörg.
Síðastliðna helgi fögnuðum við því að 101 ár er
liðið frá því að konum var veittur kosningaréttur og
kjörgengi. Margt hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni
síðan. Og í 55 ár hefur verið kveðið á um það í lögum
að konum og körlum skuli greidd sömu laun fyrir sam-
bærilega vinnu. Fyrrgreind könnun sýnir hins vegar
að raunveruleg staða er allt önnur. Enn er launamunur
milli karla og kvenna sem ekki er hægt að skýra með
öðru en kynferði.
Ríki og sveitarfélög búa yfir flestum stærstu vinnu-
stöðum landsins. Formaður BHM, Þórunn Svein-
bjarnardóttir, segir umfang vandans það mikið að um
sé að ræða mannréttindabrot. Vandinn sé ekki aðeins
kvenna heldur samfélagsins.
Launajafnrétti er mælikvarði á jafnrétti kynjanna. Á
meðan konur fá greidd lægri laun en karlar, eingöngu
vegna kynferðis, er ekki hægt að segja að jafnrétti ríki
í raun á Íslandi. Sama hver árangurinn hefur verið
annars staðar.
Á Íslandi er
ekki jafnrétti
í raun
Enn er
launamunur
milli karla og
kvenna sem
ekki er hægt
að skýra með
öðru en
kynferði.
Miðasala er hafin
Stórtónleikar
í Eldborg
17. september
Chris
Norma
n
2 4 . j ú n í 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R16 S k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
SKOÐUN
2
4
-0
6
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
D
2
-0
5
3
0
1
9
D
2
-0
3
F
4
1
9
D
2
-0
2
B
8
1
9
D
2
-0
1
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
3
_
6
_
2
0
1
6
C
M
Y
K