Fréttablaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.12.2016, Blaðsíða 8
Audi Q7 e-tron var valinn jeppi ársins 2017 af bílablaðamönnum á Íslandi. Hann er fjórhjóladrifinn tengiltvinnbíll sem sameinar krafta rafmagnsmótors og dísilvélar. Q7 e-tron quattro er sparneytinn, umhverfismildur og eldsneytis- notkunin er aðeins 1,9 lítrar á hverja 100 km. Mættu nýrri árstíð með grænni samvisku og allt að 56 km drægni á rafmagni. Komdu við og upplifðu Q7 e-tron quattro í hversdagslífinu. Íþróttir „Ég hef það ágætt. Það suðar reyndar enn töluvert í eyr- anu en annars er ég ágætur,“ segir Bjarki Bóasson handboltadómari en þrumuskot Adams Baumruk, í viðureign Hauka og Akureyrar í Olís-deild karla um helgina, small í stönginni og fór þaðan í höfuð Bjarka. Var gert hlé á leiknum meðan dómarinn jafnaði sig. Hann náði að klára leikinn og var lítið skammaður af þjálfurum og leik- mönnum fyrir sína frammistöðu. Leikurinn fór fram þann 10. desember en á þeim degi á síðasta ári  fékk félagi hans, Gunnar Óli Gústafsson,  þrumuskot Geirs Guð- mundssonar í hausinn. Geir þrum- aði þá í stöngina, í viðureign Vals og FH og fór boltinn beint í höfuð Gunnars sem fékk heilahristing og var frá dómgæslu í tvo mánuði í kjölfarið. Bjarki dæmdi einn síns liðs síðari hálfleikinn. Dómaraparið er eitt af efnileg- ustu handboltadómurum Evrópu og hefur ferðast um víða veröld til að dæma. Bjarki segir að þessi dag- setning, 10. desember, sé langt í frá besti vinur þeirra félaga og trúlega muni flautan vera upp í hillu verði spilað á þessum degi á næsta ári. „Hlynur Leifsson verður að minnsta kosti ekki eftirlitsmaður hjá okkur verði spilað á þessum degi á næsta ári,“ segir hann léttur. Hlynur var einmitt eftirlitsmaður í leik Vals og FH í fyrra þegar Gunnar fékk boltann í höfuðið sællar minn- ingar og aftur nú þegar Bjarki fékk boltann í höfuðið. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ segir hann og hlær. Þrátt fyrir að vera léttur yfir atvik- inu er Bjarki með suð og hellu fyrir fyrir öðru eyranu. Hann fann ekki fyrir neinum svima eða öðru eftir að leik lauk og skellti sér á tónleika um kvöldið með engum öðrum en Björgvini Halldórssyni. „Ég þóttist bara skemmta mér vel en ég heyrði í raun varla neitt,“ segir Bjarki. benediktboas@365.is Ætla aldrei aftur að dæma 10. desember Handboltadómararnir Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson hafa báðir fengið bylmingsskot í höf- uðið þann 10 desember. Þeir ætla ekki að taka upp flautuna verði spilað á þessum degi á næsta ári. Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson eru léttir þrátt fyrir höfuðhögg á sama degi með árs millibili. FréttaBlaðið/SteFán 10. desember l 344. dagur ársins l Rauði kross Íslands var stofnaður í Reykjavík l Halldór Laxness veitti viðtöku Nóbelsverðlaunum sínum í Stokkhólmi. l Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sigr- aði í keppninni Ungfrú heimur Þetta getur ekki verið tilviljun Bjarki Bóasson, handboltadómari 40% íþróttamanna hafa fengið höfuðhögg sem leiddi til ein- kenna heilahristings, sam- kvæmt rannsókn frá 2014. 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N U d A G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 1 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 2 -A F 7 0 1 B A 2 -A E 3 4 1 B A 2 -A C F 8 1 B A 2 -A B B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.