Fréttablaðið - 12.12.2016, Qupperneq 30
Þau
helgina
áttu
Bryndís Rún Hansen
Sundkona úr Óðni og með háskóla-
liði University of Hawaii.
Bryndís Rún Hansen setti sitt
annað Íslandsmet á HM í 25
metra laug og varð um leið
fyrst til að synda 100 metra
flugsund á undir einni
mínútu um helgina þegar
hún synti á 59,95 sekúndum
og náði 27. sæti. Gamla metið
greininni átti Bryndís sjálf, en það
er 1:00,25 mín. og var sett í Bergen
árið 2011. Bryndís hafði áður sett
Íslandmet í 50 metra flugsundi á
mótinu þar sem hún náði 16. sæti.
Bryndís Rún hefur flutti sig frá
Flórída til Havaí. Hún var tvö
ár í Nova Southeastern Uni-
versity í Fort Lauderdale
en flutti sig yfir í Univer-
sity of Hawaii í Manoa
í vetur. Þessi skipti hafa
greinilega hjálpað henni því
hún er að ná sínum besta árangri á
stórmóti á HM í Windsor.
Ómar Ingi Magnússon
Handboltamaður hjá danska liðinu
Århus Håndbold
Hinn stórefnilegi handboltamaður
Ómar Ingi Magnússon er kominn
á skrið í dönsku úrvalsdeildinni
en hann hefur verið markahæstur
í tveimur síðustu leikjum liðsins
Århus Håndbold.
Ómar Ingi var
með 6 mörk
og 6 stoðsend-
ingar á móti TTH
Holstebro um
helgina og 8 mörk
og 3 stoðsendingar
á móti Skjern í síðustu viku. Ómar
Ingi var með 7,0 mörk og 4,5
stoðsendingar í þessum tveimur
leikjum sem er mun hærra en
meðaltal hans. Hann er nú
markahæsti Íslendingurinn í
dönsku deildinni og inni á topp
tuttugu í mörkum (20. sæti) og
inn á topp tíu í stoðsendingum
(9. sæti). Ómar Ingi verður
væntanlega með Íslandi
á sínu fyrsta stórmóti á
HM í Frakklandi.
Adam Haukur Baumruk
Handboltamaður í Haukum
Adam Haukur átti frábæran leik
þegar Haukar unnu tíu marka
sigur á Akureyri, 29-19, í lokaleik
fimmtándu umferðar Olís-deildar
karla. Adam skoraði níu mörk
fyrir sína menn, flest með þrumu-
skotum.
Adam Haukur hefur ekki verið
inni í myndinni hjá landsliðsþjálf-
aranum Geir Sveinssyni en hann
hefur minnt á sig að undan-
förnu. Þessi öfluga skytta
og sterki varnarmaður
hefur skorað 49 mörk í
átta leikja sigurgöngu
Haukanna.
Thelma Dís Ágústsdóttir (t.v.) og Emelía Ósk Gunnarsdóttir tóku 27 fráköst saman í sigrinum á Njarðvík. FréTTablaðið/EyþÓr
Allt í
jólapakkann
FÖNDURFRÆSARI
3000MD 3 Star Kit
7.995kr.
Almennt verð: 9.995 kr.
74780311
NOKKRAR
HUGMYNDIR
25% AFSLÁTTUR
AF MATAR- OG
KAFFISTELLUM
HEIL SETT
MATVINNSLUVÉL
800W.
13.995kr.
Almennt verð: 17.995 kr.
65742022BLUETOOTH HÁTALARI
í sturtuna, baðið eða pottinn.
13.995kr.
15326268
byko.is Auðvelt að versla á byko.is
SKREYTUM SAMAN
Ö
ll v
er
ð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vil
lu
r o
g/
eð
a m
yn
da
br
en
gl
. T
Ilb
oð
gi
ld
a t
il 1
8.
de
se
m
be
r.
Lifandi jólatré
Sérvalinn normannsþinur, íslensk fura og blágreni.
Einnig mikið úrval af gervijólatrjám og skrauti.
TIMBURVERSLUN
BREIDD
MÁN-MIÐ 8-18
FIM-FÖS 8-20
LAU 10-20
SUN 11-20
SELFOSS
MÁN-FÖS 10-18
LAU 10-18
SUN 12-16
Sölustaðir
SKOÐAÐU JÓLAGJAFAHANDBÓKINA Á BYKO.IS
Skotnýting mótherja
Keflavíkur í síðustu fimm
leikjum er aðeins 30,7
prósent og Keflavík hefur
unnið þá með samtals 96
stigum eða 19 stigum í leik.
Körfubolti Kvennalið Keflavíkur
er komið með fjögurra stiga forskot
á toppi Domino´s deildar kvenna í
körfubolta eftir tuttugu stiga sigur á
nágrönnunum úr Njarðvík um helg-
ina. Þetta var fimmti sigur Keflavík-
urliðsins í röð og þessa fimm sigra
hafa Keflavíkurstelpurnar unnið alla
með þrettán stigum eða meira.
Það eru bæði gömul sannindi og
ný að titlar vinnist á góðum varnar-
leik og þessi margsannaða bolta-
speki ætti að ýta undir væntingar
Keflvíkinga til kvennaliðsins síns
það sem eftir lifir vetrar.
Keflavíkurliðið er kornungt og
reynslulítið en þær lærðu að elska
að spila vörn í yngri flokkunum og
eru heldur ekki að tapa mikið á því
að vera þjálfaðar af tvöföldum varn-
armanni ársins í Sverri Þór Sverris-
syni. Undir stjórn Sverris eiga öll lið
í erfiðleikum með að skora hjá þeim.
Meðaldur leikmanna Keflavíkur-
liðsins í dag, sem spila meira en
tíu mínútur að meðaltali í leik, er
aðeins 19,8 ár. Það er því fróðlegt að
skoða varnartölfræði liðsins upp á
síðkastið. Mýtan að ungir leikmenn
séu ekki eins góðir varnarmenn á
alls ekki við hjá þessu liði.
Keflavíkurkonur eru nefnilega
búnar að halda mótherjum sínum
undir 40 prósenta skotnýtingu og
undir 70 stigum í fimm leikjum í
röð. Liðið hefur unnið alla fimm
leikina sannfærandi og er nú öruggt
með að vera á toppnum yfir jólin.
Snæfell er að fá á sig fæst stig í
leik en stigaskorið snýst líka um
tempó í leikjunum og Keflavíkur-
liðið keyrir upp hraðann í sínum
leikjum. Það að mótherjar liðsins
klikki á næstum því 7 af hverjum
10 skotum sínum er mögnuð töl-
fræði fyrir hvaða lið sem er hvað þá
lið sem ætti að vera miklu blautara
á bak við eyrun. - óój
Litlu slátrarnir landa sigrum í vörninni
1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N u d A G u r14 s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð
1
2
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
A
2
-9
1
D
0
1
B
A
2
-9
0
9
4
1
B
A
2
-8
F
5
8
1
B
A
2
-8
E
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K