Fréttablaðið - 12.12.2016, Side 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Fallegu hörðu og mjúku
pakkarnir eru í Höllinni
IITTALA
ULTIMA THULE
Kertastjakar, 65 mm
glær / frost
2.890 / 4.890 kr. stk.
IITTALA
FESTIVO
Kertastjakar
120 mm / 180 mm
5.890 / 7.290 kr.
IVV AVENUE
Krukka, glær með loki
Hæð: 20,5 cm
9.990 kr.
IVV SPECIAL
glas / kanna
30 cl / 1,4 l
2.790 / 7.490 kr.
IVV MAGIC STAR
Kertastjaki
Hæð: 17 cm
3.990 kr.
IITTALA ESSENCE
hvít- eða rauðvínsglös
2 stk saman í pakka
4.790 kr. 2 stk.
1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m Á N U d A G U r22 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð
Spurður hvernig hann fékk starfið sem yfirhönnuður JÖR segist Jóhann Kristófer Stefánsson hafa þekkt Guð-
mund Jörundsson, eiganda JÖR, í
langan tíma og unnið með honum
í gegnum tíðina. „Ég er búinn að
þekkja Gumma lengi, frá því að við
vorum í barnaskóla. Svo sátum við
Logi Pedro og Sigbjartur Sturla fyrir
hjá honum þegar hann var að vinna
í Kormáki og Skildi. Við vorum þá
í fermingarbæklingnum, þegar við
vorum sem sagt árinu eldri en ferm-
ingarbörn eru. Svo kom ég inn í JÖR
sem fyrirsæta árið 2013 og gekk þá
tískupallinn á RFF,“ útskýrir Jóhann
sem er nýútskrifaður frá Listaháskóla
Íslands af sviðshöfundarbraut.
„En það er ekki fyrr en í vor sem
við byrjum þetta samtal um að ég
kæmi inn í fyrirtækið. Hann bar þá
þessa hugmynd undir mig, að ég
kæmi inn á einhverjum „creative“-
forsendum og mér leist bara vel á
það. Svo byrjaði ég að funda með
honum í sumar til að ræða fram-
haldið,“ segir Jóhann sem er spennt-
ur fyrir komandi tímum.
Hans fyrsta verkefni verður að
koma nýrri verslun á Skólavörðustíg
á koppinn. „Já, svo er planið líka að
opna nýja búð á Geirsgötu, í húsa-
kynnum sem Faxaflóahafnir eiga.
Svo er stefnan fyrir vorið að hanna
nýja línu ásamt Steinunni Eyju og
Gumma.“
Er að vinna með Írafár-tískuna
Jóhann sér fram á að með tilkomu
hans inn í fyrirtækið muni mark-
hópur verslunarinnar breikka. „Við
munum leggja nýjar áherslur en þó
halda í stílinn sem hefur alltaf ein-
kennt JÖR. Við sjáum fram á að allir
ættu að geta fundið sér eitthvað við
sitt hæfi hjá JÖR og sömuleiðis eitt-
hvað fyrir hvaða tilefni sem er. JÖR
byrjaði sem svona jakkafata-dæmi
en hefur síðan þá fært út kvíarnar.
Ég hef fulla trú á að JÖR geti verið í
forystu í öllu því sem er að gerast í
tísku hverju sinni.“
Jóhann er sjálfur afar hrifinn af
vinnufatnaði og „street-wear“. „Ég
er ekkert mikið í jakkafötum sko,
þó að mér finnist alveg gaman að
fara í jakkaföt endrum og eins. Ég
er meiri svona hettupeysugaur sko,“
segir Jóhann klæddur í rifnar galla-
buxur og hettupeysu. „Stíllinn minn
núna er bara þannig að mig langar
að vera ógeðslegur. Mig langar bara
að vera í ljótum fötum og ég hef
mikið verið að reyna að líta út eins
og 2007-hnakki. Ég myndi segja að
mig langar að „lúkka“ eins og ég sé í
Írafár árið 2007.“
Finnur ekki fyrir stressi
Eins og áður sagði er Jóhann útskrif-
aður sviðshöfundur frá LHÍ. Hann
segir það nám nýtast sér á öllum
skapandi sviðum. „Það nám kenndi
mér að skilgreina mína listrænu sýn
og hún nær einhvern veginn yfir allar
skapandi greinar. Mín listræna sýn er
alveg óháð einhverju einu fagi,“ segir
Jóhann sem sá þó ekki í upphafi fyrir
sér að fara út í fatahönnun. „Nei, en
áhugi minn á fatnaði hefur verið
að aukast með árunum og ég hef
verið að vinna að fleiri verkefnum
sem tengjast fatnaði, þannig að mér
finnst þetta alveg rökrétt þróun.“
„Nei, ekki neitt sko,“ svarar
Jóhann spurður hvort hann finni
fyrir einhverju stressi í tengslum
við nýja starfið. „Ég reyni að taka
sjálfan mig ekki of alvarlega. Þá
þýðir ekkert að vera stressaður.“
gudnyhronn@365.is
Langar að líta út eins
og 2007-hnakki
Jóhann Kristófer Stefánsson tók nýverið við sem yfirhönnuður hjá
fatamerkinu JÖR ásamt fatahönnuðinum Steinunni Eyju Halldórs-
dóttur. Jóhann er þó ekki menntaður fataönnuður heldur er hann
sviðshöfundur sem er góður grunnur fyrir alla sköpun að hans mati.
Jóhann Kristófer Stefánsson er kominn í JÖR-teymið. MyND/EGILL ÁSTRÁÐSSON
Mig Langar bara að
vera í LjótuM
fötuM og ég hef Mikið verið
að reyna að Líta út eins og
2007-hnakki.
uM jör
l Guðmundur Jörundsson út-
skrifaðist sem fatahönnuður frá
LHÍ árið 2011, í kjölfarið stofnaði
hann fatavörumerkið JÖR.
l Fyrsta herralínan frá JÖR leit
dagsins ljós í október árið 2012.
l Verslun JÖR á Laugavegi 89 var
lokað nýlega en ný JÖR-verslun
verður opnuð á horni Skóla-
vörðustígs og Týs götu innan
skamms.
l JÖR og 66°Norður unnu saman
að verkefni árið 2015, útkoman var
úlpan Jöræfi sem sló í gegn.
l Frægar Hollywood-stjörnur á borð
við Justin Bieber og Kourtney Kar-
dashian hafa klæðst hönnun JÖR.
1
2
-1
2
-2
0
1
6
0
4
:3
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
A
2
-9
B
B
0
1
B
A
2
-9
A
7
4
1
B
A
2
-9
9
3
8
1
B
A
2
-9
7
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K