Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 23. júní 1983 VÍKUR-fréttir viKim jtttUt Útgefandi: VlKUR-fréttir hf. Ritstjórar og ábyrgöarmenn: Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, sími 1391 Afgreiósla, ritstjórn og augl.: Hafnargötu 32, II. hæð Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik Kvörtun vegna reiðhjóla við Leiktækjasalinn Aldrafiur Keflviklngur haföi samband við blaöið og óskaöi eftir því aö I blaö- inu yröi birt kvörtun frá honum vegna reiðhjóla sem teppa oft gangstéttina framan við Leiktækjasalinn aö Hafnargötu 62. Sagöi gamli maöurinn aö eftir að hann hætti störfum færi hann oft I gönguferðir um bæinn og lægi leiðin oft um Vatnsnesveginn og reyndi hann helst að ganga eftir gangstéttinni frekar en á götunni. Nú nýveriö heföi leik- tækjasalur hafiö starfsemi sína þar sem áöur var sölu- búð KSK við Vatnsnestorg, og um leiö og salurinn opn- Næsta blað kemur út 30. júní. aöi kom upp mikiö hættu- ástand þarna á gangstétt- inni vegna reiðhjóla sem væru tvist og bast um stétt- ina framan viö innganginn I leiktækjasalinn. Fyrir utan þaö aö stéttin væri oft teppt þarna, ylli þetta líka hættu, sem skapaöist þegar gamla fólkið væri að reyna aö komast hjá því aö fara út á götuna og féllu þá um hjólin. Því vildi hann skora á um- ráðamenn leiktækjasalar- ins aö Hafnargötu 62 aö sjá um að þessi óþarfa hætta fyrir eldri borgara þessa bæjr og jafnvel aðra s.s. konur með barnavagna, yröi lagfærð hiö fyrsta. Svo mörg voru þau orö. Undir þessi orð gamla mannsins tökum við og vonum aö hér hafi umráða- mönnum salarins yfirsést smávandamál sem nú þegar veröi lagfært, því varla vilja þeir hafa slys á samviskunni vegna þessa ástands? - epj. Prentsmiðjan Grágás í nýtt húsnæði Á miðvikudag í síðustu viku flutti prentsmiðjan Grágás hf. aösetur sitt í nýtt húsnæöi aö Vallargötu 14 í Keflavík. Grágás hefur verið starf- rækt i Keflavík í 17 ár, en núverandi eigendur hennar eru Sigurjón R. Vikarsson, Guörún Karlsdóttir, Stefán Jónsson og María Sigurö- ardóttir. Eru þau búin að reka fyrirtækiö í rúm 7 ár. Húsnæöiö aö Vallargötu 14 er 240 ferm. átveirn hæð- um, auk 60 ferm. kjallara, alls 540 ferm. Endurbygging hússins hófst þann 5. febr. sl., en þá mættu þeir Húsanes-menn með tól sín. 4 mánuðum og 10 dögum seinna var verk- inu lokið aö mestu og verður varla á móti mælt að þarna hefur verið vel að verki staðið. Allur frágangur í nýja húsinu er hinn snyrtilegasti og öllum þeim sem verkinu hafa unniö til mikils sóma. Hið nýja húsnæði er rúm- lega helmingi stærra en hús það sem Grágás starfaði í að Hringbraut 96. Það gefur því auga leið aö öll starfsað- staða hefur því batnað veru- lega og ekki er of mikið sagt að þarna sé kominn upp einn snyrtilegasti vinnu- staður hér á svæðinu. Úr prentsal. Hió nýja hus Grágásar að Vallargötu 14. Aöspurðir sögðu þeir Grágásar-menn, aðtilkoma þessa húsnæðis skipti sköpum fyrir starfsemina, því nú gæfist þeim kostur á nýjum möguleikum til áframhaldandi uppbygg- ingar fyrirtækisins. Einnig kváðust þeir vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra sem unnið hefðu að þessu verki með þeim. - pket. Eigendur Grágásar, Stefán Jónsson (t.v.) og Sigurjón R. Vikarsson. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31 - Keflavík - Símar 3722, 3441 KEFLAVÍK: 2ja og 3ja herb. íbúfilr: Neðri hæð við Vesturbraut 7, sér inng., laus strax 620.000 Við Kirkjuveg, sér inng., laus strax ... 430.000 80 ferm. íbúð við Kirkjuveg, sér inng... 600.000 3ja herb. íbúð við Hafnargötu 67 m/bílskúr, ekk- ert áhvílandi .......................... 750.000 100 ferm. nýleg efri hæð við Vesturgötu m/bílsk. 1.200.000 3ja herb. íbúð við Aðalgötu 10, neðri hæð .... 680.000 Mjög góð 95 ferm. 3ja herb. íbúð við Baldursgötu 950.000 4ra og 5 herb. fbúfilr: 120 ferm. glæsileg neðri hæö við Smáratún 21 með bílskúrsrétti ....................... 1.450.000 4ra herb. efri hæð við Garðaveg ........... 790.000 Efri hæð og ris við Faxabraut 28 ....... 820.000 158 ferm. (búð við Hringbraut í fjölbýlishúsi .. 850.000 Neðri hæö og kjallari við Hólabraut með bílskýli 1.150.000 Nýleg 165 ferm. neðri hæð við Vesturgötu .... 1.250.000 Raöhús og einbýlishús: Slétta, Bergi, 90 ferm. einbýlishús með bílskúr, gott verð ............................. 600-650.000 Vallargata 4, eldra einbýlishús í góðu ástandi . 890.000 Raöhús í smíöum við Norðurvelli, 110 ferm. með bílskúr. Húsin verðaafhentfokheld í haust. Teikn- ingar fyrirliggjandi. Hjallavegur 9-11, Njarövfk: Nýlegar 3ja herb. íbúðir. Verð frá kr. 830.000. Baldursgata 4, Keflavfk: Eldra einbýlishús, mikið endurnýjað, ásamt bílskúr. Grundarvegur 21, Njarfivik: 120 ferm. mjög góð hæð. 920.000. NJARÐVÍK: 140 ferm. raðhús við Brekkustíg, allt mikiðendur- nýjað.................................. 1.250.000 Vesturgata 4, Keflavfk: Nýleg efri hæð með bílskúr. KÓPAVOGUR: 120 ferm. íbúð í tvíbýlishúsi við Kópavogsbraut, mikiö endurnýjuð, ásamt bílskúrsréttindum. Teikn. fylgja. Skipti æskileg á góðu húsi í Keflavík eða Njarövík ...................... verö ca. 1.700.000 Háseyla 21, Innri-Njarfivik: 140 ferm. fullfrágengið ein- býlishús með bílskúr, bein salaeðaskipti. 1.950.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.