Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 23.06.1983, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 23. júní 1983 3 2. DEILD: Reynismenn misnotuðu og Völsungar fóru með Völsungar frá Húsavík fóru norður með bæði stigin úr viðureign sinni við Reyni úr Sandgerði en loka- tölur urðu 2:0 eftir að stað- an í hálfleik hafði verið jöfn, ekkert mark skorað. Stuttu fyrir leikhlé fengu Reynismenn vítaspyrnu sem fyrirliði þeirra, Júlíus Jónsson, framkvæmdi, en skot hans fór langt framhjá marki norðanmanna. Reyn- ismenn sóttu meira í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að nýta tækifæri sín í rign- ingardembunni sem herjaði á leikmenn liðanna og áhorf endur, sem voru flestir í bílum sínum og horfðu á leikinn þannig. Ekki voru liðnar nema 8 mínútur af seinni hálfleikn- um þegar fyrsta markið kom og var það skot af 10 metra færi sem Jón Orvar markvörður Reynis átti enga möguleika á að verja. Eftir þetta mark fór að fær- ast fjör í leikinn og harkan að aukast, sem endaði með því að Sigurjón Sveinsson, einn besti maður Reynis, fékk rauða spjaldið eftir að hafa átt orðaksipti við dóm- ara leiksins. Auk þess veitti hann Sigurði Guðnasyni og markverði Völsunga gult spjald, Sigurði eftir gróft brot og markveröinum eftir kjaftbrúk. 5 mínútum fyrir leikslok innsigluöu Völsungar sig- urinn með marki eftir aö varnarmönnum Reynis hafði mistekist að hreinsa frá marki. Lokatölur urðu því 2:0 fyrir norðanmenn, sem eru því komnir í efsta sæti 2. deildar. vítaspyrnu bæði stigin Ekki er hægt að hrósa sérstökum leikmönnum, því knattspyrna sú er leikin var í þessum leik var ekki til að hrópa húrra fyrir, enda var veður og aðstæður ekki til þess að hægt væri að gera neitt af viti. - pket. 2. DEILD: Vilberg skoraöi eftir 30 sek. - og tryggði Víði sigur á Njarðvík Rigningarbarátta i ieik Reynis og Völsunga. íþróttaskór í úrvali Stærðir 20-30. Til á hreint ótrúlegu verði. Hafnargötu 54, Keflavík, sími 1112 " -- **“■■*' Eignamiðlun Suðurnesja KEFLAVÍK: Hafnargötu 57 - Keflavík - Víðismenn úr Garði fengu óskabyrjun á móti efsta liði 2. deildar, Njarð- víkingum, þegar þeir skor- uðu 30 sek. eftir að leikur- inn hófst. Var þar að verki Vilberg Halldórsson eftir sendingu frá Ólafi Björns- syni. Þetta varjafnframtsig- urmark þeirra og eru Víöis- menn nú að ná sér á strik eftir frekar slaka byrjun. Víðismenn léku undan strekkingsvindi í fyrri hálf- leik og áttu nokkur góð færi sem þeir nýttu ekki, m.a. Vilberg skot í slá. Njarövík- ingar voru ekki langt frá því aö jafna undir lokin þegar Guðmundur Valur Sigurðs- son átti þrumuskot af 20 metra færi sem Gísli Heið- arsson, markvörður Víðis, varði með tilþrifum. Haukur Jóhannsson átti skömmu síðar skot í slá Víðismarks- ins. Leikurinn var nokkuð jafn og jafntefli hefðu kannski verið sanngjörn úrslit, þó svo að Víðismenn hafi átt opnari færi. - pket. Hjálparsveit skáta, Njarðvík Reisir hus í útjaðri Paradísar Sl. laugardag var haldið upp á 15 ára afmæli Hjálp- arsveitar skáta í Njarðvík með kaffisamsæti i Sjálf- stæðishúsinu í Njarðvík, og var margt góðra manna mætt. í hófinu afhenti Áki Granzforseti bæjarstjórnar Njarðvíkur, sveitinni 75 þús. krónur að gjöf frá Njarð- víkurbæ. Að hófinu loknu var tekin fyrsta skóflustungan að hinu nýja húsi sveitarinnar að Holtsgötu 51 í Njarðvík, sem er i útjaðri Paradísar, eins og Áki orðaði það þegar hann tók fyrstu skóflustunguna, en svæði það sem Grænásbrekkan sker í sundur var hér áður nefnt Paradís. Við skóflustunguna sagði Áki einnig: ,,Megi þessi skóflustunga marka stór spor í framtíð Hjálparsveit- ar skáta, Njarðvík." - epj. Glæsileg ný fullbúin íbúö viö Heiðar- hvamm. Bílastæði malbikuð o.fl....... 1.025.000 Mjög góð 80 ferm. íbúð við Mávabraut. Nýtt parket á öllu, sér inngangur.... 950.000 2ja herb. íbúðir: 60-70 ferm. íbúð við Faxabraut, sér inng. 625.000 70 ferm. íbúð á neðri hæð við Vestur- braut. Laus strax, sér inng.......... 620.000 3ja herb. fbúðlr: 90 ferm. íbúð á neðri hæð við Skólaveg, sér inng................................. 800.000 80 ferm. efri hæö v/Hátún, góður staður 725.000 70 ferm. nýleg íbúð við Háteig, glæsileg eign .................................... 950.000 85 ferm. íbúð við Faxabraut ............. 750.000 80 ferm. endaíbúð við Mávabraut .... 850.000 4ra herb. og stærri: 110 ferm. 4ra herb. íbúð á neðri hæð við Hólabraut ........................... 1.000.000 150 ferm. sérhæð við Suðurgötu ásamt 30 ferm. bílskúr. Glæsileg eign. Skipti á ódýrari möguleg ....................... 1.400.000 Raðhús: 180 ferm. raðhús við Noröurvelli, tilbúiö undir tréverk að innan, fullbúið að utan, ca. 50 ferm. af steinflísum fylgja .... 1.600.000 Símar 3868, 1700 Norðurgarður 7, Keflavfk: Glæsilegt raðhús ásamt bíl- skúr. Fullbúið að öllu leyti. Vönduð eign. 1.950.000. Slétta, Bergi: 90 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Lítið áhvílandi. Verð aðeins 600-650.000. NJARÐVÍK: Glæsileg ný 3ja herb. íbúð við Fífumóa, glæsilegar innréttingar .................. 900.000 119 ferm. ný 4ra herb. íbúð í fjórbýli við Fífumóa ................................ 1.100.000 88 ferm. nýleg íbúð við Fífumóa 6, sér inng................................... 900-925.00 Sökkull að einbýlishúsi við Kópubraut. Mögulegt að taka góðan bíl upp í sem út- borgun ................................... 220.000 Holtsgata 14, Njarðvfk: 65 ferm. 2ja herb. íbúð, að- eins 4 íbúðir í húsinu. Góð- ur staður. 750.000. Hringbraut 62, Keflavik: 90 ferm. neðri hæð með sér inng., ásamt 40 ferm. bíl- skúr, öll nýmáluð og í góðu ástandi. Laus strax. 900.000. Kirkjuvegur 12, Keflavfk: Eldra einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 16 ferm. bílskúr. Eign með mikla möguleika. 800.000. Háseyla 21, Njarðvfk: 140 ferm.einbýlishúsásamt 38 ferm. bílskúr. Fullbúin eign. 1.950.000.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.