Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 11.08.1983, Blaðsíða 10
VLl'XMmm Fimmtudagur 11. ágúst 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. I G 1 m^ÍM 1 hm i| SPARISJODURINN Keflavík Sími 2800 Njarövík Sími3800 Garöi Síml 7ioo Heima er best: „Þetta skeði allt svo snöggt" Fæddi stúlkubam í heimahúsi. - Amman tók á móti. Ættlióirnir þrlr, frá v.: Gauja Magnúsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir og sú nýfœdda. Þaö heyrir til tíðinda ef fæðingar fara fram I heima- húsum nú á tlmum. Slfkt at- vik átti sér þó staö sl. föstu- dagsmorgun kl. 5.15, er 28 ára gömul keflvfsk móðir, Sigrún Kjartansdótti r, fæddi stúlkubarn á heimili foreldra sinna í Keflavfk, og amman, Gauja Magnús- dóttir, tók á móti barninu. „Þetta var það eina sem við gátum gert, að leyfa henni að fæðast, hún var sennilega oröin óþolin- móð," sagði Gauja. Auk þeirra var eiginmaður Sig- rúnar, Jóhannes Guð- mundsson, viöstaddur faeö- inguna. „Þetta skeði allt svo snöggt," sagöi Sigrún. „Ég vaknaði allt í einu og fann aö eitthvað var aö ske, fór fram til mömmu og bað hana að hjálpa mér til aö gera mig kláraað tara áspít- alann. Ég varö síðan að leggjast f rúmið strax aftur og kallaði aftur á mömmu til að koma og hjálpa mér við fæðinguna, því ekki gátum við latiO barnio biða eftir sjúkrabílnum sem þá var á leiðinni, en það var hringt strax í hann. Þegar hann kom tók Ijósmóðirin við, en mamma var þegar búin að skilja á milll." „Þegar maður á sjálfur í hlut þá er þetta meira gam- an, þó svo að þetta hafi frek- verið frekar óvænt," sagði faðirinn, Jóhannes Guö- mundsson. Var þetta þriðja barn þeirra hjóna, allt stelp- ur. Barniö vó 3780 g og mældist einir 50 cm á lengd- ina. Sigrún og Jóhannes búa nú á Raufarhöfn, en Sigrún útskrifast af Sjúkrahúsinu í Keflavík í dag og halda þau hjónakornin norður á morgun, þar sem sólin er, þið vitiö. - pket. Njarðvíkurbær: Kemur i af sér yfir á litlu byggðarlögin Sveitarfélögin sum hver hafa mikið kvartaö yfir minni tekjum aö undan- förnu, og hafa þau þvf brugöist viö því meö ýmsu móti. Aðferð sú sem þeir hjá Njarðvíkurbæ eru nú um þaö bil aö fá í gegn varð- andi skiptingu rekstrar- kostnaðar vegna Bruna- varna Suöurnesja, eru þó sennilega einsdæmi. Þetta fyrirtæki er eitt þeirra sem forráðamenn sveitarfélaga á Suöurnesj- um benda á varðandi sam- vinnu um rekstur á. Stóru sveitarfélögin hafa yfirleitt greitt mestan hluta kostn- aöar varðandi samvinnuna, sem síöan hefur komið þeim minni til góöa. B.S. er þó eina fyrirtækiö sem ekki er f eigu allra sveit- arfélaganna, þvf Grindavfk og Sandgerði reka sjálf slökkvilið. Skipting rekstr- arkostnaöar hefur verið reiknuð út fra matsveröi þeirra eigna sem er í hverju byggöarlagi fyrir sig, enda eölilegasta leiðin þegar verið er að ræöa um öflugar brunavarnir. Njarðvfkurbær sá sér hins vegar leik á borði með aö fá þessu breytt yfir á höfða- tölu, sem myndi þýöa þaö, að hlutur þeirra færi úr 27% niöur f 20%, en meiri hluti af þessum mismun færist yfir á Garö, Vatnsleysustrand- arhrepp og Hafnir. En fyrir Keflavík skiptir þetta litlu. Hefur breyting þessi Bygging sundlaugar í Sandgeröi: Framkvæmdir hafa tafist en mun líklega Ijúka í næsta mánuöi Undanfarna mánuöi I sundlaugar í Sandgeröi og hefur staöiö yfir bygging til stóö aö taka hana í notk- un f þessum mánuöi. Fram- kvæmdir hafa tafist nokkuð vegna veöurs, þar sem upp- setning laugarinnar getur aöeins farið fram f þurru veðri. Einnig tafðist af- greiðslufresturinn á hinum ýmsu tækjum sem nota þarf. Að sögn Ólafs Oskars- sonar á hrepsskrifstofunni í Sandgerði, eru þó góöar lík- ur á því aö sundlaugin verði tekin I notkun f september n.k. Er hér um aö ræða laug aö stærö 16x8 m, en auk þess verða tveir heitir pottar sem veröa með svokölluðu ólgukerfi, sem er nokkurs konar nuddkerfi og er orðið vföa mjög vinsælt. - pket. hlotiö afgreiðslu í flestum sveitarstjórnunum, sem er f raun hálf furðulegt, því út- kallatíðni f Njarðvík er mun hærri en í litlu byggðarlög- unum, auk þess sem verð- mætabjörgunin er oftast mun hærri þar. En þetta er aðeins eitt dæmi um sam- vinnu í oröi en ekki á borði. epj. 3 árekstrar á mánudag Þaö var nóg að gera hjá lögreglunni í Keflavík sl. mánudag. 3 árekstrar voru þann dag og er þaö mjög óvenjulegt á þessum tfma árs. Hvort sem það hefur verið helgin sem hefur setiö f mönnum, eða móðan í bíl- rúðunum, skal ósagt látiö. Arekstrar frá áramótum eru nú orðnir 310. - pket. Gott samstarf slökkviliða Stjórn Brunavarna Suð- urnesja samþykkti á fundi sínum 27. júní sl., að lýsa yfir ánægju sinni yfir sam- starfi slökkviliða á Suöur- nesjum, sem kom berlega í Ijós við slökkvistörf hjá Keflavík hf. nýverið. Jafn- framt þakkar stjórnin við- komandi aðilum fyrir skjót viðbrögð. - epj. Næsta blaö kemur út 18. ágúst. Spurningin: Hvernig líst þér á skattana? Guðlelfur Slgurjónsson: „Spái ekki f þá, ergi mig ekki á því." Svanhlldur Gunnarsdóttir: „Ekki ánægð, þeir eru of háir miðað mið tekjurnar, mun því kæra." Sveinn Númi Vilhjálmsson: „Ekki búinn að fá þá, verða mjög hagstæðir." Jón Ólafur Jónsson: „Ég er mjög ánægður með þaö sem að mér snýr."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.