Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 15.09.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 15. september 1983 VÍKUR-fréttir Góð auglýsing gefur góðan arð Kaupfélag Suðurnesja: 3% aröur til félagsmanna af öllum staðgreiðsluviðskiptum til 24. des. DAIWU "SSS « V Nú hafa |Suðurnesjabúar sína eigin Arnarflugsskrifstofu Nú geta allir feröalangar á Suöurnesjum sparað sér sporin og fengið ferða- upplýsingar og flugpjónustu á eigin skrifstofu á Keflavík- urflugvelli. Þar bókum við flugfarseðla til allra heims- horna með ótal flugfél- ögum, seljum pakkaferðir Arnarflugs á hagstæðu heildarverði, og önnumst alla aðra almenna fyrir- greiðslu. Við erum Corda- tengd við umheiminn og tryggjum þannig fyrsta flokks þjónustu á auga- bragði. •' Amsterdam Verð frá kr. 8.958,00 3M» Flugfélag með ferskan blæ * ^fARNARFLUG ^jfiÍS^. Flugstödinni - herbergi 21, sími 92-2700 Samþykkt hefur verið nýtt form á arðhlut til fé- lagsmanna Kaupfélags Suðurnesja á þessu ári. í stað þeirra afsláttarkorta sem hingaö til hafa verið gefin út, koma nú arömiöar (stimplaöar kassakvittanir). Útborgun arðs fer þannig f ram að f élagsmenn fá 3% af öllum staögreiösluviðskipt- um sem þeir eiga við Kaup- félag Suðurnesja endur- greitt í formi innleggsnótu sem hægt er að versla fyrir í öllum búðum félagsins eftir 12. des. og 2. jan. Nánari upplýsingar er að finna í verslunum félagsins bæði hjá starfsfólki og á þar til geröum auglýsingaspjöld- um. Fyrra arðtímabil verður frá 16. sept. til 11. des. Inn- leggsnótur fyrir það tímabil verða gefnar út frá 12.-15. des. Síðara arötímabil verður frá 12. des. til 24. des. Inn- leggsnótur fyrir þaö tímabil verða gefnar út frá 2.-6. jan. Innleggsnótur verða gefnar út á eftirtöldum stööum: Keflavík og Njarðvík: Á skrifstofu kaupfélagsins og í sælgætissölunni i Sam- kaupum. Grindavík: í verslun staö- arins. Sandgerðl: í verslun stað- arins. Skorað er á þá sem ekki eru félagsmenn að láta skrá sig sem fyrst, svo sem f lestir fái arð. Með félagskveðju. Kaupfélag Suðurnesja Starf Kórs Keflavíkurkirkju: Söng m.a. við guðs- þjónustu í Luxemburg Starfsemi Kórs Keflavík- urkirkju er nú aö hefjast af fullum krafti eftir sumar- leyfi. Eins og undanfarin ár verður aðalverkefnið að æfa fyrir kirkjulegar athafn- ir. Einnig verða æfð ýmiss önnur verkefni andleg og Siglfirðingar á Suðurnesjum Muniö Síldarballiö í Stapa, laugardag- inn 17. sept. Aðgöngumiðar hjá Georg V. Hannah, úrsmið, og við innganginn. Stjórnin veraldleg, sem notuö verða á tónleikum og víðar, Síöastliðið starfsár kórs- i ns var mjög viðburðaríkt og skemmtilegt. Þar má fyrst nefna upptöku á jólasálm- um er kórinn söng inn á plötu ásamt Kór Bústaöa- kirkju og Dómkórnum, en útgáfan Skálholt gaf plöt- una út. Þá söng kórinn aft- ansöng í sjónvarpssal á að- fangadagskvöld ásamt biskupi íslands og söng- málastjóra. VIÐSKIPTAMENN Vinsamlega athugið að bensínstöðinni, Fitjanesti, verður lokað þann 15. september n.k. Eftir þann tíma vonumst við til, að þið beinið viðskiptum ykkar til nýju SHELL-stöðvarinnar við Hagkaup. Þar munum við kappkosta, að veita góða þjónustu og hafa fjölbreytt vöruúrval. Verið uelkomin. SKELJUNGUR H.F. Fitjanesti Jóhannes Hleiðor Snorrason. Fastur liður ár hvert eru söngvar á aðventu, en bessir tónleikar hafa verið mjög vel sóttir af bæjarbú- um. í maí sl. fór hluti kórsins ásamt sóknarpresti og org- anista í skoðunar- og skemmtiferð til Luxem- borgar. Þar var flutt guðs- þjónusta fyrir (slendinga búsetta í Luxemborg ísafn- aöarsal er þeir hafa þar til afnota, og var salurinn full- setinn. Var ferð þessi mjög vel heppnuö að öllu leyti. Eins og áður er frá greint þá er aðalstarf kórsins að syngja við kirkjulegar at- hafnir. Guðsþjónustur eru að jafnaði þrjá sunnudaga í mánuði, en oftar um hátíð- ar. Einnig er ein guðsþjón- usta í mánuði á sjúkrahús- inu. Til þess að kórfólk sé ekki bundið við söng við allar athafnir, höfum við skipt kórnum í tvo hluta, þannig að við jarðarfarir og giftingar skiptast þessir tveir hóþar á. Vegna aukinnar þjónustu væri nauösynlegt að geta skipt í þrjá hópa, en til þess þarf fleira söngfólk. Þess vegna óskum við eftir söng- fólki í allar raddir, allt að 10-15 manns, og bjóðum þá er áhuga hafa velkomna. Æfingar eru öll þriðjudags- kvöld kl. 20.30 til 23. Þeir sem áhuga hafa að starfa í blómlegum kór og góðum félagsskap hafi samband í síma 3569 (Sig- uróli), 1106 (Böðvar) eða í kirkjunni á þriðjudags- kvöldum (ath. stundum er æft í Kirkjulundi). Með ósk um góða þátt- töku. Siguróli Geirsson organisti Kveikt í bíl Á miövikudagskvöld ísíð- ustu viku var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kvatt út vegna elds sem var í bifreið við Hraðfrystihús Keflavíkur. Var hér um að ræða ógangfæran bíl sem var þó í viðgerð, en eftir að eldurinn hafði leikið um hann verður hann varla gerður gangfær á ný. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið aö ræöa.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.