Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 22. september 1983 VfKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 KEFLAVÍK: Elnbýllthúi og rafihút: Rafihús vifi Mávabraut ásamt stórum bílskúr, vönduö eign .................... 1.700.000 Nýlegt verslunarhúsnæfii vifi Hafnargötu, hæð og kjallari, 150 m2 ............ 2.600.000 Eldra einbýlishús vifi Hafnarg. ásamt stórri lófi 1.050.000 Glæsilegt rafihús vifi Mávabraut, lítið áhvilandi 1.700.000 ibúfilr: 4ra herb. sérhæð m/stórum bílskúr við Austurbr. 1.600.000 4ra herb. íbúðvið Faxabraut í mjög góðu ástandi 1.350.000 4ra herb. rishæö við Garöaveg, 85 m2 ...... 790.000 3ja herb. efri hæö við Baldursgötu með bilskúrs- réttindum .................................. 920.000 3ja herb. risíbúð við Hafnargötu í góöu ástandi 700.000 3ja herb. efri hæð við Kirkjuveg, nýstandsett, m.a. nýtt þak .............................. 825.000 3ja herb. íbúð við Vesturgötu með sér inng. .. 750.000 NJARÐVÍK: Einbýlishús við Borgarveg ásamt stórum bílskúr 1.800.000 2ja herb. íbúð við Fífumóa, tilbúin undir tréverk, fast verð .................................. 650.000 Glæsileg 3ja herb. íbúð við Físumóa ...... 1.100.000 3ja herb. íbúð við Hjallaveg i góðu ástandi ... 900.000 Einbýlishús við Njarðvíkurbraut, losnar fljótlega 1.650.000 SANDGERÐI: Raðhús við Ásabraut, 3 herb. og eldhús .... 1.450.000 2ja herb. jarðhæð við Suðurgötu með sér inng. 700.000 GARÐUR: Eldra einbýlishús viö Garðbraut, losnarfljótlega 1.000.000 GRINDAVÍK: Parhús við Gerðavelli, 90 m2 nýtt hús ........ 1.150.000 Einbýlishús á tveimur hæðum viö Túngötu ... 1.600.000 Húselgnlr I smffium á Sufiurnesjum: Rúmgóðar 3ja herb. íbúðir í smíðum við Hólm- garð í Keflavík, sem skilaö verður tilbúnum undir tréverk í byrjun árs 1984 .................... 998.000 Raöhús í smíöum við Heiöarholt og Norðurvelli í Keflavík. Húsunum veröurskilaðfullfrágengnum að utan, einnig lóð frágengin ..... 1.150.000-1.400.000 ATH: Höfum fjársterkan kaupanda aö góöu einbýlishúsi í Keflavik strax. Mikil útborgun. Norfiurgata 25, Sandgerfil: Einbýlishús á tveim hæð- um, 173 m2. 5 herb. og eld- hús á e.h. en 2 herb. og eld- húsán.h. - 1.750.000. Vallargata 13, Sandgerfil: 3 herb. og eldhús 80 m2. Húsið er nýstandsett og því í mjög góðu ástandi. 980.000. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Húsnæði Viljum taka á leigu nú þegar einbýlishús eða stóra íbúð. Leigutími þarf að vera eitt ár. - Nánari upplýsingar í síma 3918 eftir kl. 17. Hjá okkur færöu bílinn réttan, blettaðan og almál- aðan. - önnumst einnig framrúðuskipti. Reynið viðskiptin. BÍLASPRAUTUN FITJAR Njarðvík - Síml 1227 Fokhelt einbýlishús vlfi Skólaveg I Keflavik: 143 m2 ásamt 28 m2 bílskúr. Hitavatnslögn og miðstöð er komiö. - 1.700.000. Vindmylla o.fl. framkvæmdir í gangi Rætt við Gísla ísleifsson byggingafulltrúa í Vatnsleysustr.hreppi Eitt þeirra starfa sem nauðsynleg eru hjá hverju bæjar- og sveitarfélagi er starf byggingafulltrúa. I öllum stærri sveitarfélög- unum nema Njarðvík er sér- stakur maður sem innir þetta starf af hendi. í Njarð- vík og Vatnsleysustrandar- hreppi er þetta aukastarf aðila sem starfa í öðrum störfum á daginn. ( Vatnsleysustrandar- hreppi er það Gísli Isleifs- son sem veitir þessa þjón- ustu, en hans aðalstarf er að vera mælingamaður hjá Keflavíkurbæ. En til að kynnast aödragandanum aö þvi aö hann tók þetta aukastarf að sér og hver þróunin hafi verið, tókum viö hann tali nú fyrir stuttu. Gísli sagöi aö upphafið hefði verið það ,,að merkur maður þáverandi sveitar- stjóri, Gunnar Jónsson," heföi 1978 leitað eftir því aö hann tæki aö sér aukastörf í sambandi við mælingar í Vatnsleysustrandarhreppi. Haföi hann tekið þessu og svo kom aö því að Guð- mundur Björgvin Jónsson sem var byggingafulltrúi, treysti sér ekki til aö gegna því starfi lengur og þvi var Gísli einnig beðinn að annast það starf, sem hann þáöi. „Þann tíma sem ég hef haft þetta starf með höndum hafa um 20 þúsund rúmmetrar fariö í gegnum fasteignamatið. Er þaö aö mestu leyti byggingar inn- an þéttbýliskjarnans í Vog- um. Á þessu tímabili eða frá 1. des. 1978 og til 1. des 1982 hefur fjölgun Ibúa veriö tæp 27%, en það mætti segja mér að íbúöa- fjölgun á þessum tíma hafi veriö tæp 30%. Á þessum tíma hefur verið hafið byggingar viö 4 götur, þ.e. Fagridalur, Brekkugata, Austurgata og Leirdalur, en við síðast nefndu götuna er reyndar ekki nema einn verka- mannabústaður staösettur, engerterráöfyrir14húsum við Fagradal og eru hafnar framkvæmdir viö flest þeirra. Auk þessa hefur átt sér stað þétting í gömlu hverfunum. Hefur það gengið misvel, sumir hafa reist þetta á mjög skömm- um tíma en aðrir dregist aftur úr. Inni á Strönd hafa átt sér stað ýmsar byggingar, s.s. hænsnabúiö, sem hefur stækkað um helming á þessu tímabili, töluverð aukning hefur orðið hjá Þorvaldi Guðmundssyni á Minni-Vatnsleysu, byggt hefur verið um 1000 rúm- metra hús undir refabú að Auðnum og grunnur fyrir annað jafnstórt hús. Þá hefur verið byrjað á laxeldi þó engar byggingar séu komnar enn, einungis jarðrask í tilraunaskyni. Þá er í vændum bygging vind- myllu í tilraunaskyni til að nýta vind til upphitunar. Þá hefur í þessum mánuði komið umsókn um ræktun á ullarkanínum og stálverk- smiðja í Hvassahrauni er í athugun." Að lokum sagðist Gísli vilja koma þvíáframfæri, að hann væri til viðtals á hreppsskrifstofunni alla laugardaga frá kl. 10-11 og auk þess gæti fólk náð í hann heima á kvöldin, en fólk er vinsamlegast beðið að láta hann í friði á vinnu- stað hjá Keflavíkurbæ. - epj. Dvalarheimilið Garðvangur: Langlegudeild með 14 rúmum ákveðin Nú er unnið af fullum krafti við nýju álmuna við Garövang, en ákveðið hefur verið að í þessari nýju álmu veröi langlegudeild fyrir aldraða og mun það bæta úr brýnni þörf. Er reiknað með að 14 sjúkrarúm verði á deildinni. Hefur ekki enn veriö ákveðið rekstrarformið né hvort viökomandi deild veröur útibú frá sjúkrahús- inu eða ekki. Munu þau mál skýrast síðar. - epj. Ábyrgðarleysi kaupmanna? [ síðasta tölublaði var sagt frá þremur „pottorm- um" sem ollu miklu tjóni af eldi við Hátún. Hér voru á ferðinni aðeins 5 ára gamlir snáðar, sem höfðu fariö niður í búð og keypt sér eld- spýtur og síðan hafði fiktiö haft þessar afleiöingar. Ef máliö er hugleitt nán- ar vekur það þær spurning- ar, hvort það teljist ekki ábyrgðarleysi hjá kaup- mönnum að selja þetta ungum krökkum eldspýtur, ekki síöur ef það er haft í huga aö kvöldiö áður voru teknar af þeim eldspýtur sem þeir voru nýbúnir að kaupa. Er þetta nokkuð betra en að selja smákrökk- um byssu svo þeir geti farið sér að voöa? - epj. Verslunarmannafélag Suðurnesja Allsherjar- atkvæðagreiðsla Stjórn og trúnaðarmannaráð Verslunar- mannafélags Suðurnesja hafa ákveðið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 14. þing Landssambands ís- lenskra verslunarmanna, sem haldið verður á Húsavík dagana 14.-16. okt. 1983. Kjósa skal 6 aðalmenn og 6 til vara. Framboðslistum skal skila til formanns kjörstjórnar, Matta Ásbjörnssonar, Hring- braut 95, Keflavík, eigi síðar en föstudag- inn 30. sept. 1983 kl. 20. KJÖRSTJÓRNIN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.