Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 22.09.1983, Blaðsíða 12
yfíKun 4/$*tm Fimmtudagur 22. september 1983 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö. - Sími 1717. SPARISJÓÐURINN Busavígsla í Fjölbrautaskólanum: 200 nýnemar vígðir til æðri nemenda 200 busar eða ,,óæðri i kallast, voru vígðir inn í nemendur" eins og þeir I skólann við mikla athöfn sem fór fram á íþróttavell- inum í Keflavík sl. föstudag. Eins og við var að búast var mikill handagangur í öskjunni þar sem busarnir voru margir hverjir ekkert á því að láta „fara með okkur eins og skepnur", eins og „Láttu ekki svona, vina, þetta er hollt. . . einum busanum varð að orði. Það verður að taka undir orð busans, því það er enginn leikur að vera busi, því hver og einn var baðað- ur, að vísu aðeins með köldu vatni, og þeir sem voru hvað erfiðastir við- fangs, sem voru jú ansi margir, fengu sérstakan vökva í munn. Gekk mis- jafnlega vel að koma þess- um vítamínríka vökva, eins og æðri nemendurnir köll- uðu hann, niður í maga bus- anna, en að sögn eins bus- ans var hann „ógeöslegur á bragðið". Að lokinni vfgslu tók æðsti prestur þeirra nemenda til orðs og bauð nývígða busa velkomna í hóp æðri nemenda og var þeim síðan klappað lof í lófa eins og vera ber. Um kvöldið var síðan haldið upp á tilefnið með dansleik í Stapa, þar sem hljómsveitin Upplyfting lék fyrir dansi fram eftir nóttu. pket. Er hún aö sýna mótþróa þessi? . . . . Engar aðgerðir í gangi varð- andi fækkun á veiðibjöllu Að sögn Jóhanns Sveins- sonar heilbrigðisfulltrúa, eru ekki neinar aðgerðir framundan varðandi fækk- un veiðibjöllunnar, en að undanförnu hefur mikið borið á kvörtunum vegna fuglsins. Þó sagði Jóhann að hann hefði fengið Svein Einars- son veiðimálastjóra til að veiða fyrir sig upp við Sorp- eyöingarstöð fyrir stuttu. Og á skömmum tíma hefði hann veitt 100 stk. Þá sagði Jóhann að ýmsir fuglafrið- unarmenn hefðu lagst móti aðgerðum gegn fuglinum. 100 fuglar er ekki há tala og því er það slæmt að ekki skuli vera af alvöru reynt að fækka þessum fugli, því eins og fram kom í síöasta blaði er af honum víöa mikið ónæöi. - epj. Björguðu rollu úr neti í hjöllunum Á miövikudag í síðustu viku bjargaði lögreglan í Keflavík kind þar sem hún var föst í neti í hjöllunum við Háabjalla. Var ærin illa dös- uð, en þó á lífi. Eins og sagt var frá í síð- asta tbl. er á ferðinni þarna viðbjóðslegt mál sem rekja má til alvarlegs trassaskap- ar hjallaeiganda. Vinnur lögreglan nú að þvi að hafa upp á hjallaeigendunum og láta þá fjarlægja þær slysagildrur sem eru þarna fyrir fugla og kindur. - epj. Spurningin: Trúir þú á stóriðju á Suðurnesjum? Ásbjörn Eggertsson: „Já, við höfum næga orku og gott steypuefni uppi í Svartsengi." Pétur Meekosa: „Já.“ Björn Magnússon: „Já, því ekki það? Erekki þegar að fara í gang stór- iðja, t.d. Saltverksmiðjan og stálbræðslan?" Bergþóra Bergsteinsdóttir: „Að vissu marki, já.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.