Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 4. maí 1984 VÍKUR-fréttir VÍKUR ftiUii s Útgatandl: VlKUR-fréttir hf. Rltítjórar og ábyrgöarmenn: Emil Páll Jónsson, simi 2677 og Páll Ketilsson, sími 3707 Afgraiöala, ritatjóm og augl.: Hafnargötu 32, II. hæö Sími 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavik Setning og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavík Breiðari dekk betri spyrna Venjuleg breidd flestra val SOLUÐ RADIAL SUMARDEKK AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Úlfar Þórðarson, augnlæknir við Heilsugæslustöð Suður- nesja. „Hagkaup hefur gert lítið úr sér“ - segir Úlfar Þórðarson, augnlæknir við Heilsugæslustöð Suður- vegna sölu verslunnarinnar í Njarðvík og víðar á gleraugum, án tilvísunar frá augnlækni verk. Slík athugun er hluti af víötækari rannsókn, sem felurísér mat á gerö, hæfni og heilbrigði augnanna, en tekur einnig mið af tengsl- um þeirra viö miðtaugakerf- iö og hið mannlega líffæra- kerfi yfirleitt. Hver og einn sem leitar til læknis í þvi skyni, að fá mæld gleraugu, verður aðnjótandi rann- sóknar, sem veitir talsverða tryggingu fyrir því, að uppvíst verði ef viðkomandi er haldinn augnsjúkdómi eða einhverjum þeirra mörgu líkamskvilla, sem rannsókn hjá augnlækni getur afhjúpað. Baráttan við glákusjúk- dómana er ofarlega á baugi í þessu sambandi. Glákan nær oftast að valda óbæt- anlegu tjóni áður en sjúkl- ingur verður einkennatvar. Með þvi að beina öllum sjónvanda til lækna er sinnt mikilsverðasta þættinum í baráttu okkar við gláku- sjúkdómana, en þeir hafa löngum verið valdirað mjög hárri blindutíðni meðal (s- lendinga. Við sjáum undir verulegan árangur í barátt- unni við glákublindu, og má þakka það að miklu leyti því, að allur vandi er snertir sjón og liffæri sjónarinnar er hér á landi í höndum augnlækna. Það væri miður, ef sú góða skipan sem á hefur komist í landi okkar, riðlað- ist með þeim afleiðingum, að þjóðin sæti eftir með lak- ari (íjónustu og dýrkeypta léttúð vegna ímyndaðs sparnaðar," segir meðal annars í einróma sam- þykktri ályktun Augnlækna- félags (slands á fundi fé- laqsins þann 13. apríl sl. All mikil umræða hefur orðið að undanförnu vegna ákvörðunar forráðamanna verslunarinnar Hagkaups, sem hóf fyrir skömmu sölu á gleraugum án tilvísunar frá lækni og án þess að sjóntækjafræðingur beri ábyrgð á afgreiðslu þeirra. Sala á gleraugum var svo vitað sé til í öllum verslun- um Hagkaups, þar á meðal í Njarðvík. Vegna máls þessa spjall- aði blm. Víkur-frétta við Úlf- ar Þórðarson, augnlækni við HeilsugæslustöðSuðúr- nesja í Keflavík. „Rétt um aldamót voru seld gleraugu í verslun nokkurri á Eyrarbakka," sagði Úlfar. „Gleraugun voru höfð í þvottabala þar sem hver maður gat valið að vild. Þá var enginn augn- læknir á staðnum og þurfti slíka þjónustu aö sækja til Kaupmannahafnar. Hag- kaup er því engan veginn fyrst á (slandi til að bjóða gleraugu án tilvísunar frá augnlækni. Fyrirtækið hefur nú farið aftur yfir á þennan tíma, þegar af- greiðslu á gleraugum var þannig háttað", sagði Úlfar. „Hér í Keflavík er verið að byggja myndarlega heilsu- gæslustöð þar sem sú sjón- vernd og augnlæknisað- stoð sem hefir verið rekin hér í Heilsugæslustöðinni, verður til húsa. Þetta er í samræmi við þau sjónarmiö að fyrirbyggjandi læknis- fræði sé besta og ódýrasta læknishjálp á flestum svið- um. Nú hefur Hagkaup gert svo lítið úr sér, vitandi það að þetta verður bannað með lögum innan skamms héreins og í nágrannalönd- unum vegna þess hve hættuleg og vafasöm aðferð þetta er við að fá sér gleraugu. Það er ekki sæm- andi eins góðu fyrirtæki einsog Hagkauper.aðgera svo lítið úr sér. Eins má benda á að Gleraugnaversl- un Keflavíkur hefur gefið fólki kost á ákaflega ódýr- um gleraugum og veitt neyðarhjálp þegar vand- ræði um slík mál hafa komið upp, þannig að hér hefur ekki verið um neina knýj- andi nauðsyn að ræða. Tekist hefur á undanförn- um árum að gera umtals- verðar bætur á blindutíðni á (slandi, en þetta gengur þvert á þá viðleitni. Það er hins vegar trú mín, að (s- lendingar séu nú það vel upplýstir, að þeir láti ekki einhvern ímyndaðan gróða villa sér sýn“. Að lokum sagði Úlfar Þórðarson, að þegar þessi þjónusta flytti yfir í nýju heilsugæslustöðina eftir u.þ.b. mánuö, myndi bið- tími eftir augnlæknisskoð- un verða vel viðunandi. Blaðinu hefureinnig bor- ist ályktun frá Augnlækna- félagi (slands, og stendur þar m.a.: „Prófun á sjón, athugun á Ijósbroti og ákvörðun um það, hvort gleraugna sé , er í eðli sinu læknis- Fasteignaþjónusta Suðurnesja KEFLAVÍK - NJARÐVÍK: 3ja herb. góð íbúð við Fífumóa. 3ja herb. góð íbúð við Brekkubraut. 4ra herb. neðri hæð viö Vesturgötu, með eignarhluta í bílskúr. 150 ferm. hæð við Suöurgötu. 140 ferm. góð hæö við Njarðargötu. Góð efri hæð við Vatnsnesveg, með kjallara og 45 ferm. bílskúr. 3ja herb. góð neðri hæö viö Þórustíg, með íbúöarskúr. 4ra herb. góö hæð viö Mávabraut. 130 ferm. hæð i raðhúsi við Fffumóa, með bílskúr. Góð eign. 130 ferm. raðhús við Heiöargarð, með bíiskúr. Einbýlishús, 138 ferm., við Heiðarbakka, með bílskúr. Gott einbýlishús við Birkiteig, með 50 ferm. bílskúr. Eldra einbýlishús við Hafnargötu i góða ástandi .. 1.400.000 Hðteigur 4, Keflavik Lágmói 5, Njarðvík Ásabraut 25, Sandgerðl Kirkjuvegur 47, Keflavík 1.300.000. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæð - Keflavfk - Símar 3441, 3722 Hver myndi ekki kaupa ný dekk með 50% afslætti- það er nákvæmlega jafn skynsamlegt að kaupa sóluð Radíaldekk. Láttu sjá þig — spáðu i verðið. eGtLOJÐtOBF Brekkustig 37 - Njarðvík - Simi 1399 NUÞARF AÐHUGAAD SUMARDEKKJUNUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.