Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 4. maí 1984 VÍKUR-fréttir ffÍ\ Steypusögun Suðurnesja s/f Sögum hurðagöt, gluggagöt, raufar í gólf og veggi, fyrir rafmagns-, vatnslögnum o.fl. Vönduð vinna, vanir menn. Þrifaleg umgengni. Gerum föst verðtilboð. Uppl. í síma 92-6654. Sorpeyðingarstöð Suðurnesja óskar eftir laghentum starfsmanni til sum- arafleysinga frá og með 15. maí. Um fast starf gæti orðið að ræða. Skriflegum umsóknum sé skilað til skrif- stofu stöðvarinnar, að Brekkustíg 36, Njarðvík, þar sem gefnar verða nánari upp- lýsingar. Rekstrarstjóri 2-3ja herb. íbúð óskast Óskum eftir 2-3ja herb. íbúð fyrir einn starfsmann okkar. Nánari upplýsingar gefnar í versluninni. DROPINN, simi 2652 Kennara vantar við Grunnskólann í Keflavík. Kennslugreinar: Heimilisfræði, íþróttir. Umsóknarfrestur er til 15. maí n.k. Allar nánari upplýsingar veita skólastjóri Myllu- bakkaskóla, Vilhjálmur Ketilsson, sími 1450, og skólastjóri Holtaskóla, Sigurður Þorkelsson, sími 1135. Skólanefnd AUGLÝSING frá Hitaveitu Suðurnesja Vegna mikillar aðsóknar ferðamanna að orkuverinu í Svartsengi hefir verið ákveðið að framvegis verði leyfðar heimsóknir þangað á laugardögum og sunnudögum milli kl. 13 og 19. ( móttökusal orkuversins er myndband um starfsemi hitaveitunnar, sem gestum er boðið að skoða. Jafnframt skal vakin at- hygli á því að allar aðrar heimsóknir þurfa að vera í samráði við umráðamenn orku- versins. í tilefni af baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Tl SKOCUÍP^ Verður þetta lausn atvinnurekenda í framtíðinni? Málfreyjusamtökin útbreiddust á íslandi og Nýja-Sjálandi miðað við íbúafjölda Hér á landi hafa Alþjóða- samtök Málfreyja náð svo mikilli útbreiðslu, að það er aðeins í einu landi i heimin- um utan (slands, þar sem jafn margar konur eru í samtökunum sem hlutfall af íbúafjölda, það er á Nýja- Sjálandi. Málfreyjusamtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1938, af Ernestine White, sem ,,trúði því að ef allar konur gerðu sér grein fyrir því hvers þær væru megnugar og legðu allt sitt besta af mörkum við að miðla öðrum konum af þekkingu sinni og reynslu, væru því engin takmörk sett, hve langt þær gætu náð“, eins og segir í kynn- ingarbæklingi. Starfandi eru um 25 þúsund Málfreyj- ur í 1500 deildum, sem eru dreifðar út um allan heim. Á (slandi eru um 300 Málfreyj- ur í 15 deildum. Þáttur (slendinga í starfi Málfreyja er mjög athyglis- verðurbæði hérinnanlands og erlendis. Víkur-fréttir ræddu við Patriciu Hand, sem er áströlsk, en býr á (s- landi og telur sig (slending, og hefur lagt mikið af mörk- um í starfi Málfreyja. Patricia sagði að fyrsta Málfreyjudeildin á Islandi hefði verið stofnuð af amer- iskum og enskum konum á árinu 1972, en stofnskrá verið samþykkt í ársbyrjun 1973. Fyrsta íslenska kon- an sem fékk inngöngu var Erla Guðmundsdóttir, Keflavík. Á fundum deildar- innar sem eru 1. og 3. mánudag í hverjum mán- uði, er töluð enska. Nafn deildarinnar er „Puffin Club", en núverandi for- maður er Þorbjörg Guðna- dóttir. I ræðukeppni á ráðs- fundi Málfreyja nýlega, sem haldin var í Keflavík, sigraði Patricia í ræðukeppni á ís- lenskri tungu, en hún varsú eina, sem hafði íslensku ekki að móðurmáli, en í ræðukeppni á enskri tungu, móðurmáli hennar, lenti hún í öðru sæti. Patricia hefur með hönd- um það verkefni að vera tengiliður á milli aðalstjórn- ar Málfreyja i bandaríkjun- um og starfs samtakanna í Evrópu, utan (slands og Hollands, þar sem út- breiðsla er mikil. Nýlega var Patricia á ferð í Danmörku og Noregi í þeim tilgangi að stofnsetja þar Málfreyjudeildir, en ís- lenskar konur voru fyrstar Norðurlandabúa að gerast aðilar að þessum samtök- um. Það eru íslenskar kon- ur sem verða því fyrstar til að stofna slíkar deild í Dan- mörku, en á fundum deild- arinnar verður töluð ís- lenska. Áður höfðu íslensk- ar konur stofnað Málfreyju- deild í Luxemburg, þarsem íslenska er töluð á fundum. Það var fyrsta Málfreyju- deildin þar. En síðan hefur önnur verið stofnuð, þar sem eru konur víða úr heim- inum, en stefnt er að því að stofnuð verði deild fyrir þýskumælandi. Af öðrum löndum sem Patricia hefur samskipti við á vegum Mál- freyja, eru Bretland, Suður- Afríka, Grikkland og Aust- urríki. Að sögn Patriciu eiga samtökin vaxandi fylgi að fagna, þar sem enska er ekki móðurmál. Á undanförnum árum hefur Patricia verið dugleg að kynna ísland og íslensk málefni. Hún hefur verið formaður ritnefndar að tímariti alþjóðasamtaka málfreyja og ritað margar greinar um íslensk málefni, t.d. Vigdísi Finnbogadóttur forseta, sem hefur verið gerð að heiðursaðila að al- þjóðasamtökunum, en Vigdís er annar aðilinn sem nýtur þess heiðurs. Patricia hefur haldið erindi um (s- land og (slensk málefni á fundum víða erlendis og komið fram í sjónvarpi í Ástralíu. Patricia hefur tvívegis sótt Alþjóðaþing Málfreyja, árið 1980 í St. Luis í Banda- ríkjunum og Ástralíu árið 1982. - E.G. Orlofshús V.S.F.G. Dvalarleyfi Þriðjudaginn 8. maí n.k. verður byrjað að taka á móti umsóknum í orlofshús félags- ins, á skrifstofu þess að Melbraut 3. Verður hún opin milli kl. 19.30 og 21.30 dagana 8., 10., 17., 22., 24. og 29. maí. Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað sl. 3 ár sitja fyrir dvalarleyfum til 17. maí. Leiga verður kr. 1.800 á viku. Ekki verður tekið á móti umsóknum í síma. Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.